Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 21

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 21
Þaðan breiddist veikin út um Norðurland við sölu á fé af hinu nýja kyni. Næstu 75 árin varð veik- in landlæg á svæðinu frá Miðfirði að vestan og austur fyrir Eyjafjörð en fannst ekki annars staðar þennan langa tíma. Árið 1953 var veikin fyrst staðfest utan þessa svæðis (Barðaströnd). Síðan fannst veikin á nýjum svæðum með vaxandi hraða og miklu tjóni, fyrir vestan (Mýr., V-Barð, V-ís„ N-ís., Dal.), sunnan (frá Reykjavík til Skaftár- hrepps), austan (frá Berufirði að Jökuldal og Jökulsárhlíð) og norð- an (frá Jökulsá í Öxarfirði að Mið- firði í V-Hún.). Viðnám gegn út- breiðslu riðuveiki hófst 1978 og bar strax nokkum árangur en út- breiðslan stöðvaðist ekki. Allt benti til þess að veikin myndi breiðast út um allt land á fáum ár- um, ef ekki yrðu teknar upp öflug- ari aðgerðir. Veikin náði hámarki á íslandi árið 1986. Þá var vitað um riðuveiki á 104 bæjum en hún var staðfest á 66 bæjum það ár. Sýkt, eða í sérstakri sýkingarhættu, vom 24 vamarhólf af 36 vamarhólfum landsins. Stjóm- völd tóku þá ákvörðun, í samráði við samtök bænda, að freista þess með öllum ráðum að útiýma veikinni úr landinu. Aðgerðir vom hertar og bám fljótt sýnilegan árangur. Síð- ustu árin hefur riðuveiki fundist í 5- 6 vamarhólfum en bæjunum hefur farið fækkandi. Útbreiðslan virðist hafa stöðvast. Veikin hefur ekki fundist á nýju svæði í áratug. Árið 1995 fannst veikin á 12 bæjum og á 8 bæjum 1996. Árin 1997 og 1998 fannst veikin á 5 bæjum hvort ár en á tveimur bæjum árið 1999. Frá upp- hafi 1978 hefur verið fargað um 790 hjörðum á riðusvæðum, alls um 145 þúsund íjár. Á 490 bæjum er kominn nýr fjárstofn úr ósýktum vam- arhólfum og á rúmlega 400 þeirra hefur verið búið við nýtt fé án riðu í meira en 6 ár. Áður fyrr mátti heita að veikin kæmi aftur á 50% bæjanna innan 5 ára eftir fjárskipti. Eftir að gripið var til viðnáms, 1978, hefur riðan komið aftur á um 5% bæjanna. Aðgerðir þar sem riða finnst Öllu fénu er fargað strax og graf- ið. Finna skal og farga hverri kind sem látin var til lífs og kindum frá öðmm bæjum sem hýstar vom á riðubænum yfir nótt eða lengur síð- ustu árin. Um geitur gegnir sama máli og sauðfé. Fjárlaust er í a.m.k. tvö sumur. Riðusmitefnið fylgir fyrst og fremst lifandi fé en getur einnig verið í öllu því sem óhreink- ast af fé, taði, líffæmm og hræjum sem ekki hafa verið grafin tryggi- lega eða eytt. Smitefnið getur líka fylgt tækjum, áhöldum, fóðri, vatni, skóm, hlífðarfötum, óhrein- indum á höndum manna o.fl. Víð- tæk og rækileg sótthreinsun er því mjög mikilvæg, jafnvel þarf að djúpplægja mjög smitmengað land. Hey af landi sem smitað, veikt eða grunað fé gekk á og/eða sauðatað var borið á, getur verið smitmengað og skal eyða. Smitefni hafa fundist í maurum úr heyi frá riðubæjum löngu eftir að fénu var fargað. Það getur því borist milli staða með ýmsu móti og geymst langan tíma, jafnvel árum saman. Nota skal mauraeitur í öll gripahús og hlöður og næsta umhverfi. Enn skortir næga þekkingu á smitleiðum, eðli smitefnisins og erfðamótstöðu. Nothæfar aðferðir vantar til að greina smitið í lifandi fé. Nú eru þó að vakna vonir um nothæft blóð- próf innan fárra ára. Aðrar dýra- tegundir, sem voru undir sérstöku smitálagi, kunna að geta tekið riðu- veiki (geitur, nautgripir, hreindýr, kettir, minkar, mýs, e.t.v. hundar o.fl.). Ekki er þó staðfest að það hafí gerst hér. Fjölda annarra dýra- tegunda hefur verið hægt að sýkja. Engin tengsl finnast milli riðu og Creutzfeld-Jakob veiki í fólki hér á landi. Nýja afbrigðið af CJD hefur ekki fundist hér. Hættan er ekki úr sögunni Hættan er alls ekki úr sögunni, þó vel hafi gengið hingað til. Riðu- veiki er örugglega til ennþá hér og hvar á gömlu riðusvæðunum. Fjár- verslun er hættulegasta smitleiðin. Hættuleg öfugþróun er að verða. Nú þegar lítið eða minna heyrist um riðuveikina eru stöku menn að fyllast kæruleysi gagnvart vömum gegn þessari alvarlegu veiki og sumir laumast til þess að versla með sauðfé og geitur á riðusvæð- um. Sláturleyfishafar, sumir hverjir, fara eins langt og þeir komast. Al- gjört bann er við flutningum fjár til lífs milli bæja á riðusvæðunum án sérstaks leyfis og ákveðnar hömlur eru við flutningum á sláturfé. Gegn fjárverslun og öðrum óleyfilegum flutningum verður að vinna. Skorað er á þá sem lesa þessa grein að beita sér með okkur til að afstýra því slysi að riðuveiki breiðist aftur út um landið og tilkynna okkur strax, ef þeir verða varir við óleyfilega fjárflutninga. „Með illu skal illt út drífa“, segir gömul speki. Það á sannarlega við hér. Færri krabba- meinstilfelli meðal bænda Samkvæmt rannókn sem greint er frá í Landsbladet í Danmörku veikjast bændur sjaldnar af krabbameini en fólk í öðmm stéttum. Þetta á bæði við um konur og karla. Ástæðan er talin sú að sveitafólk lifi lífi þar sem áhættuþættir, sem valda krabbameini, em minni en meðal annarra stétta. Þar má nefna líkamlega áreynslu við störf, hollan mat, litlar reykingar og lítil neysla alkóhóls. Þá em færri sólarlandaferðir taldar hafa sitt að segja, en sterkt sólskin er tal- ið geta valdið húðkrabbameini. Rannsókn þessi tók til 10 milljóna manna og var fylgst með fólkinu á um 20 ára tíma- bili. (Bondevennen nr. 3/2000). FREYR 1/2000 - 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.