Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 13

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 13
HVE-nær Hvert stefnir í íslenskri sauðfjárrækt? s árunum 1970 til 1980 var mikil gróska í íslenskri sauðfjárrækt. Búin stækk- uðu, sauðfé í landinu fjölgaði, neysla kindakjöts var mikil og af- koma sauðfjárbænda var þokkaleg og á stundum góð. Um 1980 urðu erfiðleikar í útflutningi sauðfjáraf- urða sem leiddu til umræðu um tak- markanir á framleiðslu kindakjöts í landinu. Sú umræða var reyndar komin til sögunnar á áttunda ára- tugnum en fékk fyrst þann þunga sem leiddi til þess að settur var á kvóti (búmark, fullvirðisréttur, greiðslumark og nú bein- greiðsluréttur) á níunda ártugnum. Með kvótanum var ætlunin að ná tveimur megin markmiðum: 1. Að ná tökum á framleiðslunni. 2. Að skipta magninu milli fram- leiðenda á réttlátan hátt! Fyrra markmiðið náðist en lang- flestir eru sammála um að réttlæt- inu hafi ekki verið fullnægt, enda erfitt að setja upp kerfi sem gerir hvort tveggja að stýra framleiðsl- unni og fullnægja réttlætinu. Eitt af því, sem talsmenn kvóta- setningar töldu því til ágætis, var að hægt væri að stýra framleiðslunni til svæða sem vel væru fallin til sauðfjárræktar, s. s. Strandasýslu og Vestfjarða, Þistilfjarðar, Bakka- fjarðar, Vopnafjarðar og fleiri svæða, þar sem bændur lifa nær eingöngu á sauðfjárrækt. Segja má að vegna kvótakerfisins hafi þessi svæði, þar sem afkoman byggðist nær eingöngu á sauðfjárrækt, orðið verr úti en önnur sem minna eiga undir þessari búgrein. Þetta skýrist af þeim svæðakvóta, sem í gildi var á fyrstu árum kvótans, sem leiddi til eftir Svein Hallgrímsson, kennara við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri meiri niðurskurðar á svæðum, þar sem erfiðara var um aðra vinnu og fáir hættu sauðfjárbúskap, m. a. af þeim sökum. Vakin skal athygli á að fjöldi fjár fór úr 896 þús. haustið 1978 í tæp- lega 500 þúsund sl. vetur. Hér er því um mikla blóðtöku að ræða fyr- ir sauðfjárrækt á Islandi. Hvað hefur gerst undanfarin ár? Sé litið á það sem jákvætt hefur gerst að undanfömu má helst nefna eftirfarandi atriði: 1. Ómskoðun og afkvæmarann- sóknir. Ný tækni hefur verið tekin upp við afkvæmarannsókn- ir, ómskoðunin. Hún gefur mun meiri möguleika en gamla að- ferðin við að skoða kjötið í slát- urhúsi, enda þótt hún væri góð á sínum tíma og hafi verið notuð með ágætum árangri í meira en 30 ár. 2. Slátmn utan hefðbundins slátur- tíma. Neytendur eiga nú kost á fersku kjöti í lengri tíma en áður. Hluti neytenda er mjög jákvæður varðandi þessa breytingu þó að stærsti hlutinn sé enn að kaupa fryst dilkakjöt. Ég lít svo á að bændur á öllu landinu eigi að taka þátt í slátmn utan hefðbund- ins sláturtíma þó að sum svæði henti betur en önnur. Jafnframt þurfa bændur á svæðum þar sem ekki hefur verið framboð af fersku dilkakjöti að huga að því hvort áhugi neytenda þar sé fyrir því. 3. Lífrænt dilkakjöt. Framleiðsla er hafin á lífrænu dilkakjöti og sala þess á erlendan markað gef- ur hærra verð. Svo virðist sem íslenskir neytendur hafi tiltölu- lega lítinn áhuga lífrænt ræktuðu kjöti. Það kann að breytast á næstu ámm en afstaða íslenskra neytenda virðist byggjast á því að þeir treysta gæðum dilka- kjötsins. 4. Gjafagrindur. Veigamesta breyt- ingin varðandi hirðingu, sem orðið hefur á undanfömum ár- um, er tilkoma gjafagrindanna. Gjafagrindumar gefa bóndanum, og fjölskyldu hans, kleift að gegna um 800 til 1100 fjár án þess að það leiði til of mikils vinnuálags, að minnsta kosti að vetri. Vissulega verður of mikið vinnuálag á vorin og haustin en við því á að vera hægt að bregð- ast með aðkeyptu vinnuafli. Rætt hefur verið um að gera alla framleiðsluna á ákveðnum svæðum vistvæna. Sumir hafa jafnvel geng- ið svo langt að segja að gera ætti alla dilkakjötsframleiðslu á íslandi vistvæna enda sé hún það miðað við iðnvædda búfjárframleiðslu og það sem fram hefur komið í fréttum að undanfömu (t. d. í Belgíu og í Frakklandi). Þessi hugsun hljómar vel í mínum eyrum. Ekkert ofannefndra atriða hefur gefið bóndanum neitt beint í budd- una nema hugsanlega slátmn utan FREYR 1/2000- 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.