Freyr - 01.01.2000, Side 15
heppnaðar tilraunir til útflutnings.
Verðið nægir engan veginn til að
veita íslenska sauðfjárbóndanum
nægar tekjur. Eru þá til einhver úr-
ræði? Já, að mínu viti eru þau til,
en eru þó ekki okkur tiltæk nema
verulegar breytingar verði á utan-
ríkispólitík okkar.
Það er bjargföst skoðun mín að
íslenskir sauðfjárbændur geti keppt
við starfsbræður sína í Evrópu og
víðar, hafi þeir tækifæri til að gera
það á jafnréttisgrunni, þ.e. að þeir
búi við sömu kjör og aðrir sauðfjár-
bændur í Evrópu. Geti þeir það
mun íslensk sauðfjárrækt blómstra.
Tvær óháðar athuganir hafa verið
gerðar á undanfömum ámm um
rekstrargmndvöll í íslenskum og
evrópskum sauðfjárbúskap. Ketill
Hannesson, hagfræðráðunautur hjá
Bændasamtökunum, ritaði grein í
Frey árið 1997 þar sem hann ber
saman styrki til sauðfjárbænda á ís-
landi, í Noregi og í Evrópusam-
bandinu, nánar tiltekið í Skotlandi.
Samanburðurinn sýnir að íslenskir
sauðfjárbændur ættu að geta lifað
við það kerfi og keppt við starfs-
bræður sína þar og sennilega einnig
við sauðfjárbændur í öðmm lönd-
um Evrópusambandsins.
Önnur athugun og mun umfangs-
meiri en fram kemur í grein Ketills
í Frey var gerð af nemendum á
Samvinnuháskólanum á Bifröst
(Ása Haraldsdóttir o. fl. 1998).
Hún sýndi mjög svipaða niður-
stöðu. Báðar þessar kannanir sýna
að íslensk sauðfjárrækt og íslenskir
sauðfjárbændur geta keppt við
starfsbræður sína í Evrópu, fái þeir
að keppa á jafnréttisgmnni.
Niðurstöður þessara
hugleiðinga minna
eru því
1. Islenskir sauðfjárbændur þurfa
að sýna meira fmmkvæði og
leita nýrra leiða til að markaðs-
setja framleiðsluvömr sínar, t. d.
með því að bjóða ferskt kjöt allt
árið, vera vakandi fyrir nýjung-
um og, ef mögulegt er, komast
inn á skyndibitastaðina.
2. Þyngri dilkar. Eftir því sem
stærri hluti kjötsins er notaður í
vinnslu af einhverju tagi má
leiða að því Itkur að hagkvæm-
ara sé að dilkar séu þyngri. Þetta
má gera með eldri dilkum, með
því að slátra seinna, með því að
lát bera fyrr eða auka vaxtar-
hraðann á einhvem hátt.
3. Opna þarf möguleikann fyrir
unga bændur og bændur, sem
ætla að lifa af sauðfjárrækt, að
þeir geti stækkað búin og tekið í
notkun nýja tækni í framleiðsl-
unni, bæði við fóðmn, hirðingu
og í húsbyggingum.
4. Skoða þarf vandlega hvort ekki
er gerlegt að vera að hluta til
með ódýrar byggingar, t. d. fyrir
ær á aldrinum 3-6 vetra, en aft-
ur yngri og eldri ær og gimbrar
yrðu í betri húsum.
5. Vilji sauðfjárbændur í alvöru
vinna að því að sauðfjárrækt
verði atvinnugrein í framtíðinni
þarf að skoða það gaumgæfilega
hvort ekki sé hægt að koma mál-
um þannig fyrir að íslenskir
sauðfjárbændur fái að keppa við
starfsbræður sína í Evrópu á
jafnréttisgmndvelli.
6. Hætta að slátra hor- og holdlaus-
um Iömbum. Þetta á auðvitað
við um öll lömb sem slátrað er
en þó sérstaklega á þetta við um
lömb sem slátrað er utan hefð-
bundins sláturtíma. Það kjöt á
að fara ferskt á markað, beint í
kjötborðið, og því þarf bæði
hold og fita að vera eins og neyt-
andinn vill. Þessi föll em borg-
uð yfirverði og því á sláturleyfis-
hafinn rétt á að þau fullnægi sett-
um gæðakröfum.
Heimildir:
Ása Haraldsdóttir, Bemhard Þór
Bemhardsson, Guðundur Ólafsson,
Hafsteinn Jóhann Hannesson,
Jakob Hans Kristjánsson, Jóhannes
Jónsson 1998. Sauðfjárrækt í Evr-
ópsku umhverfi. Samvinnuháskól-
inn á Bifröst, misserisverkefni.
Haust 1998. 30+16 bls.
Ketill A. Hannesson 1997.
Rekstrarskilyrði sauðfjárræktar hér
í samanburði við nágrannalönd.
Freyr 93:247 -251.
Búskapur hlutastarf
75% bænda í ESB
Aðeins fjórðungur búa í lönd-
um ESB em rekin sem fullt starf
bóndans. Hátt upp í 60% bænd-
anna verja innan við helmingi af
vinnutíma sínum við bústörf.
Holland er með hlutfallslega
flesta bændur í fullu starfi, af 108
þúsund bændum í Hollandi
stunda tveir þriðju hlutar búskap í
fullu starfi.
(Bondevennen nr. 50-52/1999).
Bjart útlit í
sjávareldi í Noregi
Sjávareldi, þar með talin rækt-
un kræklings, getur orðið hald-
reipi Norðmanna þegar olíulind-
imar hafa tæmst. Að áliti sér-
fræðinga í sjávareldi getur þessi
auðlind skilað norska þjóðarbú-
inu um 250 milljörðum n.kr. á ári
innan 30 ára ef rétt er staðið að
verki. Ræktun kræklings sem tal-
in er geta orðið búgrein fyrir
bændur í fjarða- og strandbyggð-
um Noregs er þar innifalin með
ásamt ræktun á öðrum tegundum
skelja, og humri og nýjum fiski-
tegundum. Kræklingur og hörpu-
diskur eru ein sér talin geta skilað
35 milljörðum n. kr. á ári fyrir
2030.
Pólitísk ákvörðun um að leggja
út í þessar framkvæmdir liggur
enn ekki fyrir en hana þarf að
taka til að fram geti farið nauð-
synlegar rannsóknir þessu tengd-
ar. Áætlað er að þær muni kosta
um einn milljarð n.kr. á ári næstu
ár, að sögn Aftenpostens.
(Bondebladet nr. 3/2000).
Freyr 1/2000 - 11