Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 10

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 10
ingar, lífrænnar ræktunar, vist- vænnar ræktunar, fjármálastjómun- ar o.fl. Rekstraráætlun Næsta skref er að gera „Mark- miðstengda rekstraráætlun". Bú- hagur 2000 er í smíðum og þess verður krafist að það forrit verði notað við áætlanagerðina. Það forrit er smíðað á gmnni gamla Búhags, sem allir ráðunautar þekkja. Það er byggt upp í grundvallaratriðum á svipuðum hugmyndum þar sem megin tilgangurinn er að reikna út greiðsluflæði eftir ámm. Sú nýjung er í þessu forriti að gera má áætlun eftir mánuðum ársins. Lánahlutinn er byggður upp þannig að reiknuð er út greiðslubyrði lána eftir mán- uðum ársins. Skuldir bænda hafa verið að aukast síðustu árin og nú er svo komið að þær em hærri en árs- velta búanna að jafnaði. Þetta tákn- ar það að bæta verður fjármála- stjóm og bændur verða að gera sér ljóst hvert stefnir og hversu erfitt það verður að standa undir þungri greiðslubyrði. Velja má um hvort gerð er áætlun eftir mánuðum eða ámm. Þannig má t.d. gera áætlun eftir mánuðum fyrsta árið en síðan einungis fyrir árið í heild sinni. Það er ekki bund- ið hvenær gerð er áætlun eftir mán- uðum og hvenær eftir ámm eða hvemig því er blandað saman. Þó gerð hafi verið áætlun eftir ámm má breyta yfir í áætlun eftir mánuð- um allt eftir óskum notenda. í upphafi er skráð hvaða búgrein- ar em stundaðar á búinu og síðan er gerð framlegðaráætlun fyrir hverja búgrein. I fyrstu útgáfu verð- ur ekki settur upp túnreikningur heldur er miðað við að í breytileg- um kostnaði við hverja búgrein sé kostnaður við heyöflun. A fyrsta stigi falla því blönduð bú verr að þessari áætlun að þessu leyti. Fjárfestingaráætlun getur verið eftir mánuðum og/eða eftir ámm. Þegar farið er út í viðamiklar fram- kvæmdir má reikna með að áætlun eftir mánuðum auðveldi fjármögn- un framkvæmda með samningi við viðkomandi viðskiptabanka. Sú nýbreytni er einnig tekin upp að niðurstaða áætlunarinnar er birt sem hagnaður eða tap fyrir hvert ár. Reikna þarf laun bæði til fjölskyld- unnar og aðkeypt laun. Fymingar em einnig slegnar inn. Uppgjörið líkist þannig meira uppgjöri á fyrir- tæki fremur en búrekstri eins og var í eldri Búhag. Gmndvallarmunur er á Búhag 2000 að því leyti að hann er ætlaður bændum ekki síður en ráðunautum. Forritið mun ganga á flestar tölvur bænda. Þeir þurfa ekki að hafa nein sérstök forrit í tölvunni annað en Windows stýrikerfið eða Glugga- kerfið eins og það er stundum kall- að. Þetta er sem sagt Windows forrit. Samskiptamöguleikar verða auð- veldari milli bóndans og ráðunautar- ins og reyndar lánastofnana einnig. Þannig getur ráðunautur unnið áætl- un fyrir bónda og sent hana síðan til hans á tölvutæku formi eða disklingi og bóndinn á síðan að geta lesið hana inn í forritið hjá sér og öfugt. Hver aðili getur þannig haldið áffam með áætlunina, breytt henni eftir vild eða lagfært eftir því sem þurfa þykir og tíminn segir til um. Val á öðrum þáttum. Það er ekki nægilegt að setja sér markmið og gera áætlun. Það þarf að fylgja henni eftir og ná þeim árangri, sem að er stefnt. Nota þarf þau tæki og tól sem til em og reyn- ast gagnleg. Sú hugmynd er nú uppi að tengja betur saman þessi tæki, sem nú em í mótun, eins og áburð- arforritið NPK, sauðfjárræktarfor- ritið Fjárvís, nýja kúaforritið sem er í smíðum og önnur þau forrit en bændur nota í öðmm búgreinum. Þannig á að tengja NPK við rekstr- aráætlun hvað varðar áburðamotk- un fyrst og fremst og kjamfóður- kaup koma frá fóðuráætlunarhluta kúaforritsins. Sama má segja um afurðamagn að þar þarf að tengja saman afurðainnleg samkvæmt afurðabókhaldi og rekstraráætlun. Valkvæðir þættir verða þannig margir og til þess að lágmarkskröf- um sé fullnægt þarf bóndinn að velja nánar skilgreinda þætti eftir því sem líður á samningstímann. Hér kemur einnig inn gæðastjóm- un, lífræn ræktun, vistvæn ræktun o.fl. Þessu má því líkja við fjöl- brautakerfi á þann veg að lág- markskröfur em þær að velja verð- ur ákveðinn kjama og síðan önnur svið eftir því hveijar em óskir og fyrirætlanir samkvæmt þeim mark- miðum, sem sett em og takmarkið er að ná á samningstímanum. Eftir er að skilgreina þennan þátt nánar. Það á ekki að gleypa bitann í einu lagi heldur bita fyrir bita. Lokaorð Á næstu ámm verður lögð mikil áhersla á rekstrarleiðbeiningar, eink- um á vegum búnaðarsambandanna. Fagráð í hagfræði er nú að vinna að undirbúningi þessa þáttar. Hluti að þeim pakka er gæðastýring í landbúnaði. Það verður undirbúið í samvinnu við aðra aðila, sem vinna meira á því sviði. Stefnt er að því að tengja saman rekstrar-, áburðar- og fóðuráætlanir og ná þannig markvissari stjómun. Það er hluti af þeirri gæðastýringu, sem nú er verið að hleypa af stokkunum. Á næsta ári verður þó megin áhersla lögð á rekstrargreiningu og í framhaldi af því markmiðssetningu, sem leiða skal til hagkvæmari rekstrar, byggðri á áætlanagerð. Vissulega er það draumur eða framtíðarmarkmið að tengja þessi forrit saman með bestunarpakka til þess að hámarka hagnað eða lágmarka kostnað. Enda er það mjög í tísku þessa dagana. Með þessu er stefnt að markviss- ari ráðgjöf til bænda og einnig að gefa þeim meira val í ráðgjöf á skipulegan hátt og má segja að það sé í takt við breytta tíma. Lögð verður áhersla á að bóndinn sé í þjálfun í notkun þeirra tækja sem Bændasamtökin hafa og eru að þróa. Bóndinn á síðan að geta notað þessi tæki til bústjómunar einn sér eða með aðstoð ráðunautar allt eftir því hvað hentar honum. 6 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.