Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 25
Viðhorf bœnda til verkefnisins
„Bændur græða landið“
Aundanförnum árum hefur
Landgræðsla nkisins unnið
ötullega að því að efla gras-
rótarstarf í landgræðslu og gróður-
vemd og flytja verkefni frá Land-
græðslunni heim í hémð. Einn lið-
ur í þessum breyttu starfsháttum er
samstarfsverkefni L.r. og bænda
sem nefnist „Bændur græða landið“
(BGL). Til þess að slíkt samstarfs-
verkefni heppnist vel þurfa báðir
aðilar að vera sammála um mark-
mið og leiðir og ánægðir með sam-
starfið og árangurinn. Gerð var
skoðanakönnun meðal BGL-bænda
til að kanna afstöðu þeirra til verk-
efnisins. Könnunin var BS loka-
verkefni greinarhöfundar við Bú-
vísindadeildina á Hvanneyri vorið
1999. Leiðbeinendur í verkefninu
voru þau Anna Guðrún Þórhalls-
dóttir, kennari við Landbúnaðar-
háskólinn á Hvanneyri, og Þorlákur
Karlsson hjá Gallup.
í eftirfarandi grein er fjallað um
helstu niðurstöður könnunarinnar.
Bændur græða landið
Samstarf Landgræðslu ríkisins og
bænda um stöðvun jarðvegsrofs og
uppgræðslu hefur víða verið mikið
um langt árabil (Sigþrúður Jóns-
dóttir, 1998). Árið 1990 var sam-
starfi þessara aðila fundinn form-
legur farvegur í verkefni undir heit-
inu „Samstarf við bændur um upp-
græðslu í heimalöndum“, seinna
„Bændur græða landið“ (BGL)
(Andrés Amalds og Guðrún Lára
Pálmadóttir, 1997). í verkefninu
græða bændur upp heimalönd sín
og fá við það ráðgjöf og fjárhags-
legan stuðning frá Landgræðslu
ríkisins. Auk þess hefur verkefnið
fengið framlag af umhverfislið bú-
vörusamnings um sauðfjárafurður
og frá nokkrum sveitarfélögum
(Sveinn Runólfsson, 1998). All-
margir ráðunautar búnaðarsam-
eftir
Guðrúnu
Schmidt,
Land-
nýtingar-
deild
Landgræðslu
ríkisins
bandanna hafa aðstoðað við fram-
kvæmd verkefnisins (Andrés Am-
alds og Guðrún Lára Pálmadóttir,
1997) .
Bændur sjá að öllu leyti um upp-
græðsluna; pöntun, flutning og
dreifingu áburðarins og sáningu
grasfræs ef um hana er að ræða.
Landgræðslan endurgreiðir 85%
áburðarverðsins og leggur til fræ sé
þess þörf. Einu skilyrðin til þátt-
töku í BGL eru að fyrirhugað upp-
græðsluland sé ógróið eða lítt gróið
og að beitilönd á jörðinni séu hóf-
lega nýtt (Sveinn Runólfsson,
1998) . Ekki er skilyrði að friða
landið á meðan á uppgræðslu
stendur (Andrés Amalds, 1993).
Starfsmenn Landgræðslunnar
heimsækja BGL-bændur reglulega
1. mynd. Mikilvœgustu framleiðslu-
þœttir búanna.
til þess að skoða uppgræðslusvæðin
og leggja á ráðin um framhaldið
(Sveinn Runólfsson, 1998).
Þátttakendum í BGL hefur fjölg-
að ár frá ári. Sumarið 1999 tóku
um 500 bændur víðs vegar að af
landinu þátt í verkefninu (Sigþrúð-
ur Jónsdóttir, munnleg heimild).
Skoðanakönnun
Alls vom 213 bændur í úrtaki
könnunarinnar sem er helmingur
þeirra bænda sem vom virkir þátt-
takendur í BGL árið 1997. Til
þeirra var sendur spurningalisti
með 30 spumingum, auk kynning-
arbréfs, og síðan varhringt í þá til
þess að fá svörin. Könnunin gekk
mjög vel og fékkst 95% svömn.
Almennar upplýsingar
um þátttakendur
könnunarinnar
Þegar spurt var um helstu fram-
leiðslu búanna kom í ljós að lang-
flestir þátttakendur stunda sauðfjár-
rækt sem aðalbúgrein, eða 59%. í
svörum átti að forgangsraða þremur
búgreinum eftir mikilvægi. Á 1.
mynd má sjá hvaða búgreinar eru
mikilvægastar hjá þessum bænd-
um. Flestir þeirra, sem hafa aðra
aðalbúgrein en sauðfjárrækt, sögðu
sauðfjárrækt vera annan eða þriðja
mikilvægasta þátt búsins, þannig að
yfirgnæfandi meirihluti stundar
a.m.k. einhverja sauðfjárrækt.
Þegar aldursdreifing þátttakenda
í könnuninni er skoðuð sést að hún
er svipuð og meðal bænda almennt
í landinu (Upplýsingaþjónusta
landbúnaðarins, 1998).
Stór hluti svarenda í könnuninni
hafa meiri menntun en grunnskóla-
próf eða um 56%. Með búfræði-
menntun eru 34%.
Athyglisvert er að meira en helm-
ingur svarenda í könnuninni, eða
64,4%, ólust upp á jörðinni sem
FREYR 1/2000 - 21