Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 38

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 38
garða og hvergi er nefnt hvað í þeim hefur verið ræktað. Til að for- vitnast um næpu- og gulrófnarækt sérstaklega á nítjándu öld hefur verið litið í ýmsar aðrar prentaðar heimildir. „Epli, næpur og aldinrætur /á vetrum geymir jörðin,“ kveður Eggert Ólafsson í Búnaðarbálki um 1755. Næpur eru nefndar nokkrum sinnum á 18. öld, en oftar þegar líður á 19. öldina. Magnús Ketilsson sýslumaður í Búðardal nefnir svo kálrætur í bæklingi sín- um um rækt-unartilraunir 1779 og er það elsta heim-ild um það orð í íslensku. í Klausturpóstinum (8. árg.) frá 1825 er þess getið að safn- að hafi verið ekki minna en einu pundi af kálrabífræi. Ingibjörg hús- freyja á Bessastöðum nefnir líka kálrabí í bréfí árið 1839. Ef átt er við gulrófur þegar talað er um kál- rætur og kálrabí þá eru þetta elstu samtímaheimildir um gulrófnarækt hérlendis. Víst er að ekki eru það næpur því að í Þjóðólfi (15. árg.) 1863 stendur þessi klausa: „Allt gjafafræið frá stjórninni var að þessu sinni ekki kálrabí-, heldur næpnafræ." Orðið gulrófa kemur svo fyrir í fyrsta sinn í tímaritinu íslendingi (3. árg.) 1863 og er þá í eftirfarandi samhengi: „Undir- jarðarkálrabbinn, sem einnig er kallaður kálrófa eða gulrófa og allur almenningur þekkir.“ í þeirri grein virðist orðið yfirjarðarkál- rabbi aftur á móti haft um hnúðkál. I endurminningum manna og bókum um þjóðlegan fróðleik er nokkrum sinnum minnst á garð- yrkju og rófnarækt á 19. öld. Magn- ús Bjömsson á Syðra-Hóli hefur þetta að segja í bók sinni Hrakhólar og höfuðból: „Á fyrra hluta 19. aldar var á nokkrum stöðum norð- anlands reynd garðyrkja, ræktaðar gulrófur og kartöflur. Hún hafði að vísu verið stunduð nokkuð áður, en lagst niður að mestu sökum harð- inda og óáranar. Á Suðurlandi vegnaði garðyrkjunni betur og í Viðey vom matjurtagarðar miklir allt frá dögum Skúla fógeta. Tveir 34- FREYR 1/2000 Vatnsdælir höfðu verið handgengn- ir Viðeyingum, kynnst háttum þeirra og búskap og þar með garð- rækt. Annar var Guðmundur í Ási og hinn Jón Bjamason í Þórorms- tungu. Þeir gerðust brautryðjendur um garðrækt í Vatnsdal og var Jón þar einkum í fararbroddi.“ Þama er Magnús að fjalla um árin 1810-40, eða þar um bil. Bjöm á Brandsstöð- um getur þess að mest hafi upp- skeran af garðávöxtum í Þórorms- tungu á þeim ámm orðið 40 tunnur „og þótti það ekki lítið búsflag.“ I Eyfellskum sögnum sem Þórður Tómasson frá Vallnatúni skráði fjallar hann svo um garðrækt í heimasveit sinni: „Kálgarðar eiga sér langa sögu, en lengi vom ein- göngu ræktaðar í þeim gulrófur. Sumum þóttu þær raunar best hæfa á betri borðin, svo sem sýslumanns- frúnni sem sagði að gulrófur og smér væri of gott í almúgann. Lengi háði það rófnaræktinni að fræ fékkst aðeins frá útlandinu. Fór því fram hér undir Eyjafjöllum þar til er Guðmundur Tómasson á Ysta- Skála hóf að rækta fræ á árunum 1830-40 með svo góðum árangri að margir Eyfellingar tóku það upp eftir honum og varð eyfellskt gul- rófnafræ þá víða þekkt. Eftir því sem leið á 19. öldina fóm menn að stækka garða sína smátt og smátt og réttist þá úr sultarkút þeim sem legið hafði eins og mara á fólki fram að þeim tíma.“ Gulrófnarækt hefur líklega verið nokkuð almenn á Suðurlandi síð- ustu áratugi 19. aldar. Homafjörður var afskekkt sveit á þeim ámm, en rófnarækt hafði þó náð þar fótfestu. Guðrún Guðmundsdóttir, móðir Vilmundar landlæknis, segir frá mikilli rófnarækt á bemskuheimili sínu á Taðhóli í Nesjum á ámnum um og eftir 1870. Ekki vantar held- ur að séra Ámi Þórarinsson muni eftir gulrófum í Hreppunum í upp- vexti sínum á sama tíma. Garðyrkja er ekki oft nefnd í öðrum landshlut- um í heimildum frá þessum áratug- um og harðindin undir lok aldarinn- ar komu illa niður á útsveitum: „Hinn langi harðindakafli á síðari hluta 19. aldar, sem varla varð lát á fyrr en 1890, kippti fótunum undan þeirri garðrækt, sem fyrir þann tíma hafði nokkuð risið á legg“, segir Jó- hann Hjaltason í bók sinni Frá Djúpi og Ströndum. Víst er og að Jón Jónsson í Vogum í Mývatns- sveit átti í miklu basli með garð- yrkju sína um 1860. Haustið 1863 brást kartöfluuppskeran algjörlega, en hann gróf hálftunnu af næpum undan snjó. Til viðbótar má geta þess að Jakobína Sigurðardóttir minnist þess að reynt var að rækta gulrófur og kartöflur í Hælavík á Homströndum þegar hún var að al- ast þar upp um 1930, en mistókst alltaf. „En rófumar urðu svo smáar, mjóar og fáar, engar kartöflur. Þar fór það.“ segir Jakobína í bemsku- minningum sínum. I ævisögu Sigurðar Sigurðssonar búnaðarmálastjóra frá Draflastöð- um í Fnjóskadal er þess getið að fyrst hafi gulrófur borist inn á það heimili haustið 1885, en ekki er sagt hvaðan. Svo er að skilja að enginn á bænum hafi þá þekkt róf- ur. Sigurður, sem þá var um ferm- ingu, gróðursetti tvær þeirra uppi á fjósþaki undir töðumeis vorið eftir og bjóst við að þær myndu fjölga sér eins og kartöflur. Þær bám hins vegar fræ og var þetta upphaf að umfangsmikilli garðrækt Sigurðar á Draflastöðum næsta áratug, meðal annars við jarðhita. Hann ræktaði rófufræ og seldi og gaf víða um sveitir og ýtti undir garðrækt í Þingeyjarsýslu. Kristján Sigurðs- son frá Brúsastöðum segir líka frá stómm og gagnsömum rófugarði á Stóm-Völlum í Bárðardal árið 1896 og eftir það. Heimildir em um ræktun á gul- rófufræi til sölu í Reykjavík á síðari hluta síðustu aldar. Eufemía Waage er til vitnis um það, en í endurminn- ingum sínum gerir hún garðræktar- áhuga ömmu sinnar að umtalsefni. Amman var Guðrún Sigríður Lár- usdóttir Guðjohnsen, fædd 'Knud- sen, dóttir dansks kaupmanns og hálfdanskrar konu, fædd 1818. Frú

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.