Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 31

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 31
Landgrœðslustarf í öðrum löndum Jarðvegsrof og önnur hnignun landkosta er einhver alvarleg- asti vandi sem steðjar að mann- kyninu. Talið er að um 15 milljarð- ar tonna af jarðvegi glatist á ári hverju í heiminum vegna rangrar landnýtingar. Víðast hvar í Evrópu er akuryrkja helsta orsök jarðvegs- hnignunar. Um 70% jarðvegseyð- ingar í heiminum á sér hins vegar stað í beitilöndum. Að því er varðar landgræðslumál eiga Islendingar einkum samleið með Bandaríkjun- um, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Mikinn lærdóm má draga af jarð- vegsverndarstarfi annarra landa. Ein helsta lexían er að hvers konar hvatning verkar best, en ríkisforsjá, boð og bönn, illa. Þrátt fyrir það er þörf á öflugum aðhaldsúrræðum ef út af ber. Beinar framkvæmdir á vegum vemdunarstofnana fara sí- minnkandi, en áhersla þess í stað lögð á að hvetja bændur og almenn- ing til dáða í vemdun og landbót- um. Reynt er að hafa bilið milli „grasrótar“ og stofnana sem styst. Starf verndunarstofnana hefur verið að breytast úr því að leggja megináherslu á vemdun gróðurs og jarðvegs í alhliða vemdun og stjóm vistkerfa eða náttúruauðlinda. Jafn- framt er lögð mikil áhersla á að vemda og bæta land til fæðufram- leiðslu. Fjölþætt markmið sjálfbærrar landnýtingar em nú gmnnur stefnu- mótunar og laga hjá helstu saman- burðarlöndum okkar. Bændur og aðrir landnotendur em taldir mikil- vægustu markhópamir og stjóm á landnýtingu mikilverðasta „land- græðslutækið“. Mikil áhersla er lögð á „landlæsi“ og siðferði land- nýtingar á grunni rannsókna, fræðslu, ráðgjafar og hvatningar. Vaxandi áhersla er á ábyrgð land- notenda á búfé og landnýtingu. eftir Andrés Arnalds, fagmálastjóra, og Ketil Sigurjónsson, lögfræðing hjá Land- græðsiu ríksins Bandaríkin Árið 1933 var komið á fót í Bandaríkjunum stofnun sem nefnd var „Jarðvegseyðingarþjónustan", Erosion Service, til að takast á við geigvænlegar afleiðingar rányrkju lands á þurrka- og krepputímum. Fljótt kom í ljós að skipulag sem fól ekki í sér fyrirbyggjandi aðgerðir var gagnslítið og árið eftir var stofnuninni breytt í „Jarðvegs- verndarþjónustuna“, Soil Con- servation Service, sem hefur um- sjón með verndun alls lands í einkaeign í Bandaríkjunum. Þessi stofnun, sem nú heitir Natural Re- sources Conservation Service, varð síðan fyrirmynd skipulegs jarð- vegsverndarstarfs víðast hvar í heiminum. I Bandaríkjunum hefur jarðvegsvemdarstarfið mjög tekið mið af því að gera landnotendur meðvitaða um þær skyldur sem á þeim hvfla, þ.e. að þeir líti á sig sem vörslumenn landsins. Hvað áhrifaríkust er sú leið sem farin var í bandaríska búvömsamningnum, Farm Bill, þar sem opinber fjár- framlög til bænda vegna búvöm- framleiðslu em háð ýmsum skilyrð- um, m.a. um að framleiðsluferlið valdi ekki rýmun á gæðum jarð- vegs. Nýja-Sjáland Sauðfjárbúskapur er önnur tveggja helstu stoða efnahagskerf- „Þrúgur reiðinnar". Vorið 1934 reiffjögurra daga stormur 300 milljón tonn af jarðvegi úr ökrum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Stormarnir he'ldu áfram. Ofviðkvœmt land hafði verði brotið til rœktunar. FREYR 1/2000 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.