Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 30

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 30
 Mikill uppgrœðsluáhugi er í sveitum landsins. Bœndur gegna veigamiklu hlutverki við varðveislu og endurheimt landkosta. Ljósi flekkurinn er heimoð sem dreift hefur verið til uppgrœðslu mela og barða á Jökuldal. (Ljósm. Andrés Arnalds). skógrækt (Andrés Amalds, 1999). Ef landgræðsla verður viðurkennd sem leið til að binda kolefni mun það skapa íslenskum bændum mikið hlutverk í því að draga úr hættu á loftslagsbreytingum með upp- græðslu lands (Andrés Arnalds, munnleg heimild). Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að mikilvægt sé að stórefla samstarf Landgræðslu rík- isins og bænda undir formerkjum „Bændur græða landið“. Vonast er til að meira fjármagn fáist í verk- efnið til að gera slíka aukningu mögulega. Bændur eru í mörgum tilfellum best fallnir til þess að bæta landkosti fyrir komandi kynslóðir með uppgræðslu og geta gert það á hagkvæman hátt af þekkingu og áhuga. Stundum ber við að litið sé á bændur sem hluta af vandamálinu varðandi jarðvegs- og gróðureyð- ingu. Nauðsynlegt er hins vegar að litið sé á þá sem hluta af lausn á eyðingarvandanum og öfluga sam- herja í endurheimt landkosta. Bændur geta verið lykilaðilar í því að ná markmiðum um sjálfbæra 26 - FREYR 1/2000 þróun og þar sem öll þjóðin ber ábyrgð á skuld liðinna kynslóða við landið er ekki aðeins réttlætanlegt heldur brýnt að bændur fái aukna aðstoð frá ríkinu til uppgræðslu- starfa. Þakkarorð Ég vil þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn við lokaverkefnið mitt, leiðbeinendum mínum fyrir ómetanlega aðstoð, Landgræðslu ríkisins fyrir að veita mér fjárstyrk og starfsmönnum hennar fyrir mikla hjálp, öllum öðrum sem hafa veitt mér aðstoð sína og síðast en ekki síst öllum þeim bændum sem tóku þátt í könnuninni. Heimildir Andrés Arnalds, 1993. Bændur græða landið. Freyr 20: 736-737. Andrés Arnalds og Guðrún Lára Pálmadóttir, 1997. Að búa í sátt við landið. Ráðunautafundur 1997, Bænda- samtök íslands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavík: 126-133. Andrés Amalds, 1999. Landgræðsla og alþjóðlegir sáttmálar. Morgunblað- ið, 02.12.1999: 63. Böðvar Jónsson, 1992. Beitarstjóm er bóndans hagur. Grœðum ísland, Landgrœðslan 1991-1992 (ritstj. Andrés Arnalds), Árbók IV, Land- græðsla ríkisins: 179-183. Guðrún Lára Pálmadóttir, 1995. Bændur græða landið. Erindi á ráð- stefnu í Reykjavík 10.03.1995: Land- nýting - horft til framtíðar. Land- græðsla ríkisins: 4 s. Landbúnaðarráðuneytið, 1998. Vist- vænt ísland. Starfshópur um vistvœnt ísland, júní 1998, Reykjavík: 26 s. Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson, 1991. Áburðarfrœði. Bún- aðarfélag íslands, Reykjavík:135 s. Sigþrúður Jónsdóttir, 1998. Bændur græða landið. Bœndablaðið 05.05.1998, Bændasamtök íslands, Reykjavík: 14. Sveinn Runólfsson, 1998. Land- græðslan á árunum 1994 til 1997. Grœðum Island, Landgrœðslan 1995- 1997 (ritstj. Úlfur Bjömsson og Andrés Amalds), Árbók VI, Landgræðsla rík- isins: 19-43. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins, 1998. Hagtölur landbúnaðarins 1998. Reykjavík: 32 s.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.