Freyr - 01.04.2000, Side 2
Handbók bænda 2000
Afmælisútgáfa
Ut er komin Handbók bænda fyrir árið 2000 sem er
50. árgangur ritsins.
í tilefni af afmælinu var leitað víða fanga um efni
með það að markmiði að birta sem heildstæðast
leiðbeiningaefni fyrir íslenskan landbúnað. Má þar
nefna efni um fóðrun allra helstu tegunda búfjár
hér á landi sem og efni um kynbætur þeirra.
ítarlegt efni er um beit nautgripa og smit-
sjúkdóma í sauðfé og fjölbreytt efni um
jarðrækt, garðrækt, bútækni, hagfræði,
auk ýmislegs annars efnis.
Handbók bænda er 488 bls. að stærð og
kostar kr. 2.600, en kr. 2. 755 með sendingar-
kostnaði. Verð til áskrifenda er kr. 2.600
með sendingarkostnaði.
Bókin fæst hjá Bændasamtökum íslands,
sími 563 0300, bréfsími 562 3058, netfang sth@bondi.is
I I ■—■—■■II——
Samningar á vegum
WTO halda áfram í mars 2001
Landbúnaðarnefnd Alþjóða
viðskiptastofnunarinnar,
WTO, kom saman í Genf í
mars sl. Nefndin náði þar sam-
komulagi um framhald viðræðna
innan stofnunarinnar um viðskipti
með búvörur. Ákveðið var að
halda fjóra undirbúningsfundi
fyrir næstu samningalotu, í júní,
september, nóvember og í janúar,
þar sem tekist verður á um hin
eiginlegu átakamál þeirrar lotu.
Aðilar komu sér hins vegar ekki
saman um hvenær ljúka á þessari
lotu.
Tíminn fram til mars á næsta ári
verður notaður vel. Reynsla frá
síðustu samningalotu WTO verð-
ur tekin saman og einkum kannað
hvaða afleiðingar síðasti samn-
ingur hefur haft fyrir þróunar-
löndin.
Öllum þátttökulöndum gefst
kostur á að leggja fram skoðanir
sínar og tillögur um sérhvern
samningaþátt, svo sem innflutn-
ingstakmarkanir, stuðning við
eigin landbúnað og stuðning við
útflutning búvara. Tillögur á að
leggja fram fyrir lok þessa árs.
Þó er ekki reiknað með að
Bandaríkin leggi fram tillögur
sínar fyrr en að afloknum kom-
andi forsetakosningum í nóvem-
ber nk.
Búist er við því að Bandaríkin,
ásamt löndum í CAIRNS-hópnum
(lönd sem stunda mikinn útflutn-
ing á búvörum), krefjist miklu
frjálsari viðskipta með búvörur en
nú tíðkast. ESB, Japan og Noreg-
ur munu á hinn bóginn leggja
áherslu á fjölþætt hlutverk land-
búnaðarins, þ.e. jákvæðan þátt
landbúnaðar í því að varðveita
byggð í strjálbýli og í umhverfis-
vemd.
(Bondebladet nr. 13/2000).
2 - FREYR 3/2000