Freyr - 01.04.2000, Síða 7
Niðurstöður úr
skýrslum nautgriparæktar-
félaganna árið 1999
Hér verður fjallað um nokkr-
ar helstu niðurstöður úr
skýrsluhaldi nautgnparækt-
arfélaganna árið 1999. Gefið er yf-
irlit um helstu niðurstöðutölur,
fjallað um þær og breytingar frá
fyrra ári skoðaðar.
Framkvæmd skýrsluhaldsins tók
engum meginbreytingum á árinu
1999 en breytingar í umhverfi
mjólkurframleiðslunnar voru ef til
vill harðari og meiri en oft hefur
verið. Þróun undangenginna ára til
fækkunar mjólkurframleiðenda og
þá um leið stækkunar þeirra ein-
inga, sem eftir standa í framleiðsl-
unni, var líklega hraðari en nokkru
sinni áður. Þá höfðu rýmri loforð
afurðastöðva en undangengin ár um
greiðslur mjólkur umfram fram-
leiðslurétt einstakra framleiðenda
vafalítið umtalsverð áhrif á þróun í
framleiðslunni.
í töflu 1 er að
fmna helstu fjölda
og meðaltalstölur
skýrsluhaldsins ár-
ið 1999 fyrir landið
í heild, en einnig
brotið niður eftir
héruðum á hlið-
stæðan hátt og áður
hefur verið gert.
Bú, sem skiluðu
skýrslum á árinu,
voru 853 (876), en í
þessari grein eru
svigatölur ætíð
sambærilegar tölur
ársins 1998 til sam-
anburðar. Búunum
hefur því fækkað
um 23, eða 2,6%.
Ekki er um að ræða
að bú séu að hætta
skýrsluhaldi, þar
eftir
Jón Viðar
Jónmundsson,
Bænda-
samtökum
íslands
eru fleiri sem bætast við en leggja
niður skýrsluhald, eins og greini-
lega kemur fram hér á eftir í um-
fjöllun um hlutfallslega þátttöku í
skýrsluhaldi. Þessi breyting endur-
speglar því hina hröðu fækkun búa
í mjólkurframleiðslunni.
Fjöldi kúa, sem kom á skýrslur á
árinu, er 29.592 (29.463) en af
þeim voru 15.245 (15.766) kýr sem
voru á skýrslu frá fyrsta til síðasta
dags ársins og eru þær kýr nefndar
heilsárskýr í þessum texta. Reikn-
aðar árskýr reyndust vera 21,382,5
(21.930,6). Samanburður við sviga-
tölumar sýnir að kýr samtals eru nú
fleiri og þá um leið fleiri en nokkm
sinni hefur áður verið frá upphafi í
skýrslum nautgriparæktarfélag-
anna. Arskúnum fækkar hins vegar
örlítið, sem segir þá um leið að
hreyfanleiki gripa í stofninum eykst
enn og er orðinn ótrúlega mikill.
Þáttur sem þar kemur til, sem hefur
meiri áhrif en áður, er að nokkuð
var um að mjög stór kúabú væru að
hætta í framleiðslu á árinu.
Almenn þátttaka mjólkurfram-
leiðenda í skýrsluhaldi nautgripa-
ræktarinnar er af fleiri ástæðum
mikilvæg og líklega einn allra besti
mælikvarði á faglegan styrk grein-
arinnar. Mjólkurframleiðsla í dag
verður ekki stunduð nema með
Tafla 1. Helstu yfirlitstölur úr skýrsluhaldi 1999
Búnaðarsamband/ Nautgripasamband Bú alls Kýr alls Árskýr Meðal- bústærð, árskýr Afurðir árskúa Nyt kg Kjarnfóður
Kjalamesþings 6 231 173,5 28,9 3693 495
Borgarfjarðar 79 2626 1868,5 23,7 4395 603
Snæfellinga 33 1002 734,2 22,2 4741 684
Dalasýslu 20 583 419,7 21,0 4241 727
Vestfjarða 37 901 682,4 18,4 4427 663
Strandamanna 1 29 22,6 22,6 4406 646
V-Húnavatnssýslu 22 626 444,5 20,2 4663 784
A-Húnavatnssýslu 44 1304 977,3 22,2 4249 812
Skagfirðinga 69 2458 1869,2 27,1 4781 869
Eyjafjarðar 139 6005 4431,3 31,9 4605 765
S-Þingeyinga 81 2120 1609,2 19,9 4706 769
Austurlands 28 790 581,0 20,8 4305 619
A-Skaftafellss. 14 403 284,0 20,3 4819 931
V-Skaft, Rang. 134 4596 3243,0 24,2 4612 731
Ámessýslu 146 5918 4042,1 27,7 4626 756
Landið allt 853 29592 21382,5 25,1 4579 748
FrEYR 3/2000 - 7