Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Síða 8

Freyr - 01.04.2000, Síða 8
Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum árið 1999. skipulegu og öruggi eftirliti með framleiðslunni. Skýrsluhaldið á að geta verið mjög góður grunnur að slíku skipulegu eftirliti. Þá eru upp- lýsingar skýrsluhaldsins grundvöll- ur þess að geta stundað skipulegt ræktunarstarf í nautgriparækt hér á landi. Sá árangur sem þar verður mögulegt að ná verður nánast í beinu hlutfalli við þá þátttöku sem er meðal mjólkurframleiðenda í þessu starfi. Þátttaka í skýrslu haldinu vex Á undanförnum árum hefur orðið mikil og jákvæð þróun í átt til sífellt almennari þátttöku þeirra í því. Fyr- ir um þrem áratugum var um 40% af mjólkurkúm í landinu skýrslu- fært og hafði þá verið svo lengi. Á síðari árum hefur þátttaka í þessu starfi yfirleitt verið metin á grunni þess hve stór hluti af framleiðslu- rétti mjólkurframleiðslunnar væri bundin búum sem tækju þátt í skýrsluhaldi. Þegar sá mælikvarði er notaðar mælist þátttaka á árinu 1999 rúm 82% og hefur aldrei verið jafn mikil áður. Á mynd 1 er sýnt hvemig þátttakan var eftir hémðum árið 1999. Þetta er að vonum mjög lík mynd og undanfarin ár. Þama er eins og á síðasta ári Dalasýsla á toppi en þar er nánast alla fram- leiðslu héraðsins að finna á búum sem taka þátt í skýrsluhaldi. í þrem öðrum héruðum, Vestfjörðum, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, mæl- ist þátttakan 92%. Árangurinn sem náðst hefur í al- mennri þátttöku í þessu starfi skipar okkur á meðal þeirra þjóða sem lengst hafa náð í þessum efnum. í nágrannalöndunum, þar sem hæstu tölur í þessum efnum er að finna, er þátttaka mjög nálægt 90% og meiri þátttöku en það telja menn yfirleitt ekki raunhæft að ná nema til þess komi að skýrsluhald verði gert að skilyrði til mjólkurframleiðslu. Þess má raunar geta að slík umræða á sér þegar stað innan mjólkuriðn- aðarins í nágrannalöndum og ef til vill er það aðeins tímaspursmál hvenær slíkt gerist hér á landi í ljósi þeirrar hröðu þróunar á matvæla- mörkuðum um auknar kröfur til rekjanleika vörunnar og vottunar á framleiðsluferlum. Þetta er aðeins eitt af hinum mörgu formum þar sem aukin nálægð markaðsins við framleiðendur birtist. Hér hefur verið bent á það að svigrúm til verulegrar aukningar í hlutfallslegri þátttöku í skýrslu- haldinu er orðið lítið. Þrátt fyrir það er rétt að gera sér grein fyrir hvar það er að finna. Það er sýnt á mynd 2. Þar er sýnd hlutfallsleg skipting á milli héraða á þeim framleiðslurétti sem er á búum sem enn standa utan skýrsluhaldsins. Þar blasir mjög skýrt við að mælanlegar breytingar í þessum efnum í jákvæða átt verða varla úr þessu nema með átaki í þessum efnum á Suðurlandi, þó að einnig sýnist talsvert svigrúm fyrir hendi bæði í Borgarfjarðarhéraði og á Austurlandi. Af fjöldatölunum, sem þegar hafa verið raktar, er ljóst að meðal- bústærð er meiri en nokkru sinni áður. Að meðaltali eru 34,7 kýr sem koma á skýrslu á hverju skýrslubúi. Árskúm fjölgar að meðaltali um 0,1 og voru 25,1. I héruðum eins og Borgarfirði, Vestfjörðum og í Ár- nessýslu er að meðaltali 0,5 árkúm færra árið 1999 en árið áður, en í öðrum héruðum stækkar meðalbúið hins vegar nokkuð. Eins og áður er meðalbústærðin mest í Eyjafirði þar sem 31,9 árskýr eru á hverju búi að jafnaði, en bústærðin er mjög jöfn því að minnst eru meðalbúin á Vestfjörðum með 18,4 árkýr og í Suður-Þingeyjarsýslu 19,9. I öllum öðrum héruðum er meðalbúið með yfir 20 árskýr. í þrem nautgriparæktarfélögum eru fleiri en 1000 kýr skýrslufærð- ar. Þetta eru félögin þar sem skýrsluhald nær yfir heilar sýslur, þ.e. Nf. Austur-Húnvetninga, þar sem voru 1304 kýr, og Nf. Snæ- fellinga með 1002 kýr. Þá hefur Mjólk framleidd utan skýrsluhalds Mynd 2. Skipting mjólkuiframleiðslu utan skýrsluhalds árið 1999. 8 - FREYR 3/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.