Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Síða 9

Freyr - 01.04.2000, Síða 9
Samanburöur 98-99 5000 2000 -1000 Mynd 3. Samanburður ajurða eftir héruðum árin 1998 og 1999. □ 1998 ■ 1 999 fjölgað búum í skýrsluhaldi í Nf. Hrunamanna þannig að það nær aftur fomri frægð með kúafjölda en þar voru samtals 1057 kýr sem komu á skýrslur á árinu. Mesta afurðaaukning fyrr og síðar Aukning afurða á milli ára er nú meiri en dæmi em um nokkm sinni fyrr í nær heillar aldar starfi naut- griparæktarfélaga í landinu. Meðal- afurðir eftir hverja reiknaða árskú voru 4579 kg (4392) af mjólk og aukningin því 187 kg á milli ára eða 4,26%, sem verður að teljast feiki- lega mikið, hvaða samanburði sem beitt er við skoðun á þessum tölum. Á síðustu tveimur ámm hefur því nánast orðið stökkbreyting í meðal- afurðum hjá íslenskum kúm vegna þess að aukningin á árinu 1998 var sú langsamlega mesta sem sést hafði til þess tíma eins og lesendur vafalítið muna. Þegar skoðaðar em meðaltalstölur fyrir fullmjólka kýr kemur ekki síður fram eftirtektar- verður hlutur. Þær reynast 4563 kg (4401). Það sem er merkilegt við þessar niðurstöður er að nú em meðalafurðir árskúa í fyrsta sinn hærri en hjá fullmjólka kúm. Það er framhald af þróun sem hefur mátt greina síðustu ár. Til þessa geta vafalítið legið margar samverkandi ástæður sem erfitt er að greina, en án efa er ein hin allra mikilvægasta í því sambandi að kvígurnar, sem eru að koma í framleiðsluna, verða sífellt getumeiri og eru að skila miklu meiri afurðum en þekktist aðeins fyrir örfáum árum. Þegar bomar eru saman tölur á milli ára er það ekki síður jákvæð þróun að sú jafna lækkun efnahlut- falla mjólkurinnar, sem sést hefur á síðustu ámm, virðist nú vera stöðv- uð. Meðalefnamagn hjá öllum skýrslufærðum kúm mælist 4,06% (3,99%) í fitu og 3,31% (3,31%) í próteini. Þannig eykst fituhlutfallið allnokkuð og próteinhlutfallið stendur í stað, en hjá fullmjólka kúnum þá má greina kommutölu- breytingu í jákvæða átt í prótein- hlutfalli. Þessar niðurstöður verður að skoða með hliðsjón af þeirri verulegu magnaukningu mjólkur sem jafnhliða verður vegna þess að sterkt neikvætt samband magns mjólkur og efnahlutfalla er ákaf- lega vel þekkt. í ljósi þessa er aug- ljóst að aukning í magni verðefna í mjólkinni er enn meiri á milli ára en aukning magnsins og nemur aukn- ing verðefna (mjólkurfita + mjólk- urprótein) rétt tæpum 5% hjá heils- árskúnum. Aðeins hluti skýrsluhaldara skrá- ir kjamfóðurgjöf. Auk þess hefur reynslan sýnt að nákvæmni þeirrar skráningar er í sumum tilfellum takmörkuð. Þrátt fyrir það er hins vegar góð reynsla af því að þær nið- urstöður, sem þar fást, ná samt til- tölulega nákvæmlega að mæla þær breytingar sem verða í kjamfóður- notkun í mjólkurframleiðslunni frá ári til árs. I því ljósi öðru fremur ber að lesa og skoða þær niðurstöður. Reiknuð meðalnotkun kjarnfóðurs á árskú var 748 kg (699). Aukning í kjamfóðurgjöf á milli ára er því 49 kg. Það er vel þekkt að hin gamla góða regla um að krefjast 2,5 kg af mjólk fyrir hvert kg kjamfóðurs er algert hámark sem eðlilegt er að fara fram á og í raun meira en eðli- legt er fyrir kýr í mikilli framleiðslu vegna þess að þá er eðlilegt að auk- ið kjamfóður fari að draga úr gróf- fóðuráti. Þegar þessar viðmiðanir em notaðar kemur í ljós að afurð- aukningin er verulega umfram það sem kjamfóðuraukningin gefur til- efni til. Þetta segir okkur að ís- lenskum bændum hefur á árinu 1999 tekist enn betur en árið áður að fóðra kýr sínar til góðra afurða og náð enn betri nýtingu fóðurs en árið áður. Þama er vonandi bæði um að ræða áhrif betra gróffóðurs og aukinnar kunnáttu bænda við fóðrun og meðferð gripanna. Ástæður afurðaaukningar Hinn feikilega góði árangur í framleiðslunni á árinu 1999 verður því að öllum líkindum rakinn til fleiri þátta sem allir hafa lagst á eina sveif, fóðmn kúnna hefur verið betri en áður, gróffóðrið gæða- meira, árferði hagstætt, rýmri fram- leiðsluheimildir vegna greiðslu fyrir umframmjólk og afkastameiri gripir til framleiðslu en áður sem afrakstur ræktunarstarfs síðari ára. Afurðaþróun er samt ekki á einn veg um allt land. Það má sjá á mynd 3 þar sem sýndur er samanburður afurða í einstökum hémðum árin 1998 og 1999. í öllum hémðum ut- an Kjalamesþings er aukning af- urða á milli ára. Kjalamesþingi er eina héraðið þar sem meðalafurðir ná ekki 4000 kg, en þama er um að ræða fá bú og þar af leiðandi getur talsverð sveifla milli ára verið eðli- leg. Mestar meðalafurðir eru að þessu sinni í Austur-Skaftafells- sýslu þar sem árskýrin skilaði að meðaltali 4819 kg, sem er áður óþekkt meðaltal fyrir heilt hérað og er aukning meðalafurða rúm 500 kg FREYR 3/2000 - 9

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.