Freyr - 01.04.2000, Qupperneq 11
Burðartímaskipting 1999 %
15
10
5
0
/ / / / /// / *
Mynd 4. Hlutfallsleg skipting á burði kúnna eftir mánuðum árið 1999.
anburðar við fyrri ár. Af búum með
fleiri en 10 árskýr voru 638 (599)
sem náðu þessu marki árið 1999,
eða meginþorri búanna í skýrslu-
haldinu. Af þeim voru 193 (127)
sem náðu 5000 kg markinu og af
þeim 19 (11) sem voru yfir 6000 kg
að meðaltali og í þeim hópi var í
fyrsta skipti í sögunni eitt bú sem
náði 7000 kg markinu. Áberandi er
hin mikla fjölgun á milli ára í hópi
búa sem ná að skila mjög miklum
afurðum.
Fyrsta bú með yfir 7000
kg meðalafurðir á kú
í töflu 2 er yfirlit um þau 19 bú
sem voru með fleiri en 10 árskýr
skýrslufærðar árið 1999 og voru
með yfir 6000 kg meðalafurðir eftir
hverja árskú.
Þama skipar efsta sætið að þessu
sinni félagsbúið í Baldursheimi í
Mývatnssveit. Þar voru árið 1999 á
skýrslu 15,4 árskýr og voru meðal-
afurðir þeirra 7160 kg af mjólk, en
kjamfóðumotkun var 1302 kg að
meðaltali á hverja kú. Þó að mjólk-
urmagnið sé feikilega mikið þá er
jafnhliða mjög hátt efnamagn
mjólkur því að próteinprósenta
mælist að meðaltali 3,42% og fitu-
prósenta 4,03%. Þetta er frábær
árangur sem ekki næst nema saman
fari góðir gripir, góð umhirða og
fóðmn gripa. Lesendum skal bent á
viðtal við bændur í Baldursheimi á
öðram stað í blaðinu. Rétt er að
leggja áherslu á að hér er, eins og
lesendur margir þekkja enginn ný-
græðingur á þessum lista á ferðinni
því að þetta bú hefur á þriðja áratug
ætíð verið í flokki afurðahæstu bú-
anna á landinu og árið 1983 var það
fyrst búa á landinu til að brjóta
6000 kg múrinn í búsmeðaltali. Til
gamans má rifja það upp að þá var
kjamfóðumotkunin á hverja kú að
meðaltali nær nákvæmlega hin
sama og nú.
I öðm sæti er að þessu sinni sama
bú og skipaði það sæti á síðasta ári.
Þetta er búið hjá Daníel Magnús-
syni í Akbraut í Holtum, en árið
1999 vom hjá honum 16 árskýr
sem skiluðu að meðaltali 6899 kg
af mjólk og fengu að jafnaði 1276
kg af kjamfóðri.
I framhaldinu kemur síðan röð af
búum sem hafa skipað með sér
efstu sætunum á landinu á síðustu
ámm. Þriðja í röð er búið hjá Reyni
Gunnarssyni í Leirulækjarseli í
Borgarbyggð með 6864 kg að með-
altali, fjórða búið er hjá Ragnheiði
og Klemens á Dýrastöðum í Norð-
urárdal með 6758 kg, í fimmta sæti
Ragnar og Magnús í Birtingaholti I
í Hrunamannahreppi með 6655 kg
og í sjötta sæði em Hlynur Snær og
Guðlaug Björk á Voðmúlastöðum í
Austur-Landeyjum með 6635 kg af
mjólk eftir hverja kú að meðaltali.
Margoft á síðustu ámm hefur
verið á það bent að eðlilegra geti
verið að skipa efstu búum á gmnd-
velli samanlagðs magns verðefna í
mjólk (mjólkurfítu + mjólkurpró-
tein) en mjólkurmagns. Þegar það
er gert þá riðlast röð búanna örlítið.
Búið í Baldursheimi stendur að
vísu óhaggað á toppi og yfirburðir
þess ef til vill enn skýrari þar, en
röðin lítur þannig út;
Baldursheimur 533 kg
Birtingaholt I 509 kg
Akbraut 506 kg
Voðmúlastaðir 505 kg
Dýrastaðir 493 kg
Leirulækjarsel 491 kg
Áður hafa bú hér á landi ekki náð
500 kg viðmiðuninni í þessum sam-
anburði þannig að þama koma nú
fjögur bú sem bæta um betur það
sem áður var best þekkt hér á landi.
Á mynd 4 er sýnd á hefðbundinn
hátt skipting í burðartíma kúnna.
Rétt er að minna á þá annmarka,
sem em á þessum tölum, vegna
þess að þær em unnar eins og skrár
em um áramót. Vegna þess er eitt-
Afurðir eftir burðarmánuðum 1999
6000
5000
4000
3000
2000
1000
0
•f / / Á 4' # <4 6«?
Mynd 5. Afurðir fullmjólka kúa flokkaðar eftir burðarmánuðum árið 1999.
FREYR 3/2000 - 11