Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2000, Page 12

Freyr - 01.04.2000, Page 12
Mynd 6. Frumutala hjá skýrslufœrðum kúm eftir héruðum árið 1999. hvað um að burður kúa í desember komi ekki fram í þessari tölu þar eð skráning hans kemur ekki fyrr en með skýrslum í janúar. Að vonum eru engar umtalsverðar breytingar sem koma fram í þessari mynd frá ári til árs. Hún sýnir aðeins að burð- ur á haustmánuðum og snemma vetrar festir sig meira og meira í sessi með hverju ári, en sá burðar- tími er samt miklu almennari hjá fyrsta kálfs kvígunum, sem að mjög stórum hluta bera á þessum tíma, en hjá eldri kúnum. Burðartoppur síðla vetrar og að vori er hins vegar sí- fellt að verða fátíðari, þó að vel sé hann þekktur enn á mörgum búum sérstaklega norðanlands. Lækkun frumutölu Bændur hafa á síðustu árum náð miklum árangri í að bæta mjólkur- gæði með lækkun frumutölu í mjólk. A árinu 1999 miðaði enn umtalsvert í þeirri þróun. Þegar tek- in eru meðaltöl allra kúa á skýrslu með frumutölumælingar fæst með- altal upp á 334 þúsund en það er fast að því 5% lækkun frá árinu áð- ur. Lesendur þekkja að meðaltal frumutölu má reikna á fleiri vegu og þegar tekið er meðaltal marg- feldismeðaltalna hjá öllum kúm með mælingar fæst meðaltal sem er 269 samanborið við 281 árið áður. A mynd 6 eru sýnd meðaltöl kúnna í einstökum héruðum. Þar kemur fram mjög lík mynd og árið áður. Fyrir utan Kjalamesþing, þar sem þetta meðaltal er lægst en kýmar sem að baki standa líka fáar, þá er það eins og áður Snæfellsnes og Suður-Þingeyjarsýsla sem sýna jákvæðasta mynd í þessum efnum. Staðan í þessum efnum er miðað við þessar tölur einna lökust árið 1999 á mið-Norðurlandi frá Aust- ur-Húnavatnssýslu að Eyjafírði. Enn er ástæða til að vekja athygli á þeim alltof stóra hópi búa sem ekki nýtir sér þá þjónustu sem í boði er með mælingu sýna úr ein- stökum kúm á reglulegan hátt hjá RM. Þær upplýsingar, sem á þann hátt fást, virðast vera nauðsynlegt stjómtæki á nútíma kúabúum, hvort sem um er að ræða mælingar á frumutölu eða efnamagni hjá ein- stökum kúm. A það er einnig rétt að benda í þessu samhengi að oft er rætt um nauðsyn þess að leggja áherslu á að auka efnamagn og bæta júgurhreysti með ræktunar- starfinu. Fyrsta skilyrði slíkra að- gerða er hins vegar að fyrir hendi sé traust og góð upplýsingaöflun. í þeim efnum má gera verulegt átak með því að allir skýrsluhaldarar nýti sér reglulega þjónustu RM í þessum efnum. Hröð endurnýjun kúastofnsins Á síðustu árum hefur glöggt mátt greina tiltölulega hraða þróun í aukinni endurnýjun í kúastofnin- um. Því miður er enn framhald á þeirri þróun á árinu 1999. Af kúm sem eru á skýrslu á árinu eru sam- tals 7.640 eða um 25,8% allra kúnna sem eru skráðar með förg- Nautkálfar 1999 □ Kjöt ■ Slátrað III Drápust □ Seldir Mynd 7. Afdrif nautkálfa fœddra árið 1999, %. 12- FREYR 3/2000 Mynd 8 Afdrif kvigukálfa fœddra árið 1999, %.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.