Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2000, Side 13

Freyr - 01.04.2000, Side 13
1MWI i II |i I Nýjar reglur um viðskipti með erfðabreytt matvœli Náðst hefur alþjóðlegur samningur um viðskipti með erfðabreyttar líf- verur. Samningurinn, sem nefnist Cartagena-bókunin eða líföryggis-bókunin, veitir m.a. löndum rétt til að stöðva inn- flutning á lifandi erfðabreytt- um lífverum og afurðum með þeim, ef viðkomandi land telur að af þeim innflutningi stafl hætta fyrir umhverfíð og heilsu fólks. Ríki heims hafa síðustu sex ár reynt að ná samningi - út frá mismunandi þörfum sínum - um viðskipti með erfðabreyttar lífverur. Samningaviðræðurn- ar hafa farið fram samkvæmt samþykktum Ríóráðstefnunn- ar 1992 um líffræðilegan fjöl- breytileika. Viðræðurnar gengu hægt vegna öndverðra sjónarmiða landa sem flytja út erfðabreyttar jurtaafurðir, með Bandaríkin og Kanada, annars vegar, í broddi fylkingar, og ESB, hins vegar. Samkvæmt þeirri bókun, sem nú hefur verið gerð, skulu lönd upplýsa hvort þau fallast á að flytja inn erfðabreyttar Iíf- verur eða ekki. Þá skal upplýsa stjórnvöld í löndum um það þegar erfðabreyttar lífverur, þ.e. fræ af erfðabreyttum jurt- um, er flutt inn til landsins. Löndin skulu m.ö.o. hafa rétt til að stöðva slíkan innflutning. Þessa varúðarreglu er að finna í bókuninni, (samningnum), og sumir túlka hana þannig að lönd hafi rétt til að beita henni þó að óumdeildar vísindalegar sannanir um hættu af völdum erfðabreyttra lífvera séu ekki fyrir hendi. Aðrir telja hins vegar að textinn um varúðar- reglur sé óljós. Þá er að finna í bókuninni fyrirmæli um að merkja skuli sérstaklega vörur sem inni- halda erfðabreyttar lífverur. Ein meginspurningin hefur verið sú hvernig fyrirmæli í bókuninni standi gagnvart reglugerðum Alþjóða við- skiptastofnunarinnar, WTO, sem krefjast vísindalegra sann- ana til að banna megi innflutn- ing á erfðabreyttum lífverum. Því er nauðsynlegt að beita túlkunum þar sem leitað verð- ur jafnvægis milli umhverfís- sjónarmiða og frjálsrar versl- unar. Bandaríkin hafa þar með ekki fengið því sjónarmiði sínu framgengt að reglur WTO séu æðri fyrirmælum áðurnefndr- ar bókunar. (Internaúonella Perspektiv nr. 4/2000). un, eða hverfa af skýrslu. Eins og áður þá er júguróhreysti langsam- lega alvarlegasta vandamálið sem við er að etja í þessum efnum. Af kúnum sem hverfa á árinu er júgurbólga tilgreind sem ástæða förgunar í 39,6% tilfella. Að vísu er þetta nokkru lægra hlutfall en árið áður gagnvart þessari förgunarástæðu. Til viðbótar þessu eru um 12,8% fargaðra gripa sem hafa spenastig eða júgur- eða spenagalla tilgreint sem ástæður förgunar. Þetta er nær sama hlutfall þessara ástæðna og árið áður. Ófrjósemi er öllu lægra hlut- fall förgunarástæðu en árið áður, eða 9,8%, og einnig er ívíð lægra hlutfall, eða 7,4%, sem hafa lé- legar afurðir tilgreindar sem ástæðu förgunar. Aður er nefnt að aldrei hafi verið meira um að bú væru að hætta mjólkurframleiðslu, en það birtist í að hlutfall gripa, sem hafa sölu frá búinu sem til- greinda ástæðu þess að gripur hverfur af skýrslu, hækkar og er nú um 3% allra gripa sem hverfa af skýrslu á árinu, en stærstur hluti sölugripanna tengjast einmitt því að mjólkurframleiðsla er að leggj- ast af á viðkomandi búi. Það er vel þekkt staðreynd að kynhlutfall hjá nautgripum er skekkt sem lýsir sér í að hærra hlut- fall fæðist af nautkálfum en kvígu- kálfum. Árið 1999 voru 53,2% þeirra kálfa, sem höfðu skráð kyn- ferði, nautkálfar. Þetta er öllu hærra hlutfall en árið áður og því í ágætu samræmi við þá kenningu að þessi frávik standi í nánast beinu hlutfalli við það hversu vel kýmar festa fang hverju sinni. Hlutfall kúnna, sem bera og eiga tvo kálfa eða fleiri, er nákvæmlega það sama og árið áður eða 1,18%. Á myndum 7 og 8 er gefið yfirlit um afdrif kálfanna sem fæddust ár- ið 1999, annars vegar fyrir naut- kálfana og hins vegar kvígukálfana. Þessar myndir sýna fremur litlar breytingar frá árinu áður. Ásetning- ur nautkálfa til kjötframleiðslu virðist samt hafa verið ívíð minni árið 1999 en árið áður. Þá hlýtur það að vera áhyggjuefni að enn hækkar heldur hlutfall kálfa sem drepast við fæðingu eða fæðast dauðir og var það hlutfall þó alltof hátt fyrir. Hér verður látið staðar numið að rekja niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar árið 1999. í annarri grein í blaðinu er gerð grein fyrir afurðahæstu einstökum kúm árið 1999. Þá er rétt að minna á að hægt er að fá ýmsar nákvæm- ari töflur úr nautgriparæktinni hjá BI sem er að finna í sérstöku töfluhefti nautgriparæktarinnar sem auglýst er á öðrum stað í þessu blaði. FREYR 3/2000 - 13

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.