Freyr - 01.04.2000, Side 19
að huga að því að þessar kýr séu á
hverjum tíma sæddar með sæði úr
þeim nautum sem í notkun eru sem
nautsfeður.
Um leið og horft er til fleiri eigin-
leika í ræktunarstarfmu er eðlilegt
að sá grunnur, sem byrjað er að
huga að nautsmæðrunum frá,
breikki. Þess vegna er enn haldið
þeim gömlu mörkum að til greina
sem nautsmæður komi kýr sem fá
110 eða meira í kynbótamat um af-
urðir. Með þeim miklu farmförum
sem verið hafi í þessum eiginleika í
kúastofninum á síðustu árum hefur
þessi hópur stækkað feikilega mikið
og eru nú orðnar um 3000 kýr sem
ná þessum mörkum. í raun má samt
segja að kýr, sem hafa þetta mat á
bilinu 110-114, séu ekki áhuga-
verðar nema um sé að ræða fágæta
afbragðsgripi um mjaltir, skap, júg-
ur, spena og efnamagn og hafi borið
mjög reglulega og verið hraustar.
í töflu 3 er gefið yflrlit um þær
kýr sem hafa kynbótamat um af-
urðasemi sem er 125 eða hærra. í
þessum hópi eru að vonum þær kýr
sem mesta athyglin beinist að á
hverjum tíma sem væntanlegar
nautsmæður. Mjög margar þeirra
fylla að vísu þegar þann hóp.
Þegar litið er til þeirra kúa sem
eru með 130 eða meira í mati eru
það allt sömu kýr og þar var að
finna á síðasta ári nema ein, Bringa
96 í Geirshlíð í Flókadal. Þessi kýr
er dóttir Hafurs 90026, en móðir
hennar Snegla 85 var ein af úrvals-
dætrum Suðra 84023, en í framætt-
um hennar eru margar af hinum
þekktu nautsmæðrum í Geirshlíð
fyrr á árum. Þetta er feikilega mikil
mjólkurkýr á góðum aldri. Hinar
kýmar hafa skipt örlítið um röð, en
í hliðstæðri grein á síðasta ári er
gerð frekari grein fyrir þessum af-
reksgripum og vísast til þess.
Á nautsmæðraskránni er að finna
nokkra feikilega stóra dætrahópa.
Það er mikil breyting frá því sem
var þegar skráin var fyrst á gmnni
núverandi kynbótamats fyrir rúm-
um hálfum áratug, en þá var þar
nánast aðeins að finna dætur eins
nauts, Tvists 81026, sem vart er þar
lengur að finna. Þetta er aðeins einn
af mörgum sjánlegum mælikvörð-
un um hinar miklu erfðaframfarir
sem em að gerast í stofninum.
Langstærsti dætrahópurinn er
eins og á síðasta ári dætur Andvara
87014 sem em hvorki færri né fleiri
en 311, sem þama er að finna.
Margar af þessum kúm eiga naut-
kálfa á Uppeldisstöðinni eða naut á
Nautastöðinni núna. Hins vegar
grisjast þessi dætrahópur vemlega
sem mögulegar nautsmæður vegna
hins lága próteinhlutfalls í mjólk hjá
þeim, þó að þessar kýr séu margar
miklir kostagripir að öðm leyti.
Þarna er að finna 170 kýr undan
Svelg 88001. Nokkrar af dætrum
hans eru þegar þekktar nautsmæð-
ur og skemmst að minnast þess að
besta naut 1993 árgangsins,
Blakkur 93026, er dóttursonur
hans. Ur þessum hópi hljóta að
koma fjölmargar öflugar nauts-
mæður á næstu misserum vegna
þess að margar þeirra eru miklir
kostagripir með tilliti til fleiri
eiginleika.
Óli 88002 á 158 dætur í þessum
hópi og þeim á vafalítið eftir að
fjölga verulega á næstu ámm. Þama
er feikilega mikið af alhliða kosta-
gripum sem miklu skiptir að nýtist
sem allra mest.
Dætur Daða 87003 eru þarna
155. Allmargar þeirra eiga þegar
syni nýkomna í noktun eða í upp-
eldi. Dætur Daða eru nokkuð
breytilegar en öflugustu kýmar í
þeim hópi eru margar á meðal
þeirra allra athyglisverðustu í dag
eins og tafla 3 vitnar um.
Holti 88017 er þama með 149
dætur og þær munu áfram streyna
inn á skrána á næstu misserum
vegna þess hve margar þeirra eru
núna að koma í framleiðslu. Vegna
mikilla yfirburðakosta um júgur-
gerð, auk einstakra mjalta hjá
mörgum af þessum kúm em þær
ákaflega áhugaverðar í nauts-
mæðrahópinn núna.
Þráður 86013 á 143 dætur. Nokk-
uð er um að þær séu þegar í hópi
nautsmæðra en þessum kúm er sér-
stök ástæða til að veita athygli vegna
þeirra yfirburðakosta sem hafa verið
að koma í ljós hjá dætmm Þráðar,
sérstaklega um júgurhreysti.
Bassi 86021 er með 138 dætur á
skrá. Þama koma kýr sem hafa yfir-
burði á allt öðm sviði, en sem sár-
lega vantar. Þar er hið feikilega háa
próteinhlutfall mjólkurinnar sem er
að sækja. Vegna þess að þessar kýr
em ekkert sérstaklega afurðaháar,
mælt í mjólkurmagni, hafa þær ef til
vill ekki notið sannmælis. Þama ætti
að mega finna mikið af úrvals nauts-
mæðmm því að þetta em öflugar kýr
með ágæta júgurgerð. Skaphöfn
þeirra er að vísu nokkuð breytileg.
Hólmur 81018 á 118 dætur á skrá.
Þessar kýr em á ákaflega breyti-
legum aldri vegna hins óvanalega
langa notkunartíma sem þetta naut
hafði en langan tíma tók að sannfæra
bændur um kosti þess. Nokkrar af
þessum kúm em því þegar í hópi
nautsmæðra. Hér er það hið háa
próteinhlutfall sem em hin miklu
verðmæti þeirra framar öðm.
Hér hefur verið gerð grein fyrir
stærstu dætrahópunum sem óneit-
anlega munu mikið móta nauts-
mæðrahópinn næstu árin. Til að
forðast of mikla skyldleikarækt er
samt veruleg ástæða til að horfa til
úrvalskúa undan öðrum nautum.
Að síðustu er eins og áður vemleg
ástæða til að beina athyglinni sér-
staklega að ungu kúnum sem eru
ekki enn komnar með kynbótamat.
Þar er allra bestu gripina tvímæla-
laust að finna í dag þegar erfðafram-
farir eru þetta miklar. Öllu varðar að
nýta þessa gripi sem allra fyrst í
ræktun. Til að það gerist verður að
sæða þær með sæði úr nautsfeðmm.
Einnig vil ég beina til bænda sem
eiga úrvalsættaðar kvígur (undan
bestu nautsmæðrunum og
nautsfeðrum) að halda þeim á
þennan hátt. Nautkálfar undan slík-
um fyrsta kálfs kvígum em sann-
anlega mjög áhugaverðir. Víða er-
lendis má sjá að í dag er yfirleitt yf-
ir helmingur allra nýrra nauta sem
koma til notkunar þannig til komin.
FREYR 3/2000 - 19