Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2000, Qupperneq 20

Freyr - 01.04.2000, Qupperneq 20
Afkvœmarannsóknir nauta Argangur nauta sem fædd voru 1993 og notuð á Nautastöð BÍ Igreininni verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum sem liggja að baki afkvæmadómum á naut- um Nautastöðvar BÍ sem fædd voru árið 1993. I fleiri en einum skilningi var þessi nautahópur hálfgerður áfalla- hópur. í fyrsta lagi urðu óvanalega mikil áföll á þeim nautum sem val- in voru til notkunar á Nautastöðinni á þessum tíma, en af þessum ár- gangi komst aldrei í notkun á stöð- inni nema um helmingur þeirra nauta sem þangað voru á sínum tíma flutt til notkunar. Þess vegna er árgangurinn talsvert miklu minni en þeir sem komið hafa úr prófun á síðustu árum, eða aðeins 17 naut. I öðru lagi voru þeir nautsfeður, sem voru til notkunar á þessum ári, slak- ir að gæðum. Til þess tíma hafði rnjög ákveðið verið fylgt því skipu- lagi að hver árgangur nauta var undan tveimur eða þremur bestu nautunum úr afkvæmarannsóknum árið áður. Vegna þeirrar stöðu, sem þama kom upp, var því þama í fyrsta sinn leitast við að hafa nauts- feður úr fleiri árgöngum, sem síðan varð nánast vinnuregla þegar nýja kynbótamatið var tekið upp. Það gerist, eins og margir þekkja, með næsta árangi nauta, sem kemur úr prófun, nautunum frá 1994. Eins og fram hefur komið voru 17 naut sem komu til notkunar í þessum árgangi nauta. Þessi naut áttu samtals sjö feður, þama voru sjö naut sem voru synir Prests 85019 og þrír synir Suðra 84023, en önnur naut áttu einn eða tvo syni í hópnum. Gmnnur þeirra upplýsinga, sem afkvæmadómurinn er byggður á, er í meginatriðum þrískiptur. I fyrsta lagi er skipuleg skoðun á kvígum, þar sem úrlitsþættir em dæmdir. Mikilvægustu upplýsingamar fást samt úr skýrsluhaldi nautgriparækt- arfélaganna sem eru upplýsingar um afurðasemi, frjósemi og fmmu- tölu í mjólk. Að síðustu fást upplýs- ingar úr mjaltaathugun þar sem leit- að er upplýsinga um mjaltir, skap og júgurhreysti kúnna. Kvíguskoðun Skoðun á dætrum nautanna var gerð árin 1998 og 1999 og fór fram um allt land. Árið 1998 fóru síðasta sinni fram kúasyningar eftir ákvæð- um búfjárræktarlaga og vom í það sinn á fremur kúafáum svæðum. Meginhluti skoðunar fer því fram sem sérstök skoðun á kvígum í af- kvæmarannsókn. Við þá vinnu er höfð sú verklagsregla að skoðun er aðeins unnin á búum þar sem er að finna að minnsta kosti tvær dætur þeirra nauta sem eru í afkvæma- rannsókn hverju sinni. Vegna þess að nautin voru tiltölulega fá verða um leið færri gripir sem nást til skoðunar á þennan hátt. Samtals vor skoðaða 664 kýr undan þessum nautum, flestar, 53, undan Blakk 93026 en fæstar undan Ö1 93032 en undan öllum öðmm nautum komu yfir 30 kýr til skoðunar. Skoðun fór fram í öllum héruðum landsins nema á Austurlandi. Að ytra útliti voru þessar kýr mjög frábrugðnar dætmm næsta ár- gangs á undan vegna þess að hjá þessum kúm var ríkjandi feikilega mikil litafjölbreytni, ákaflega mik- ið var af skjöldóttum kúm. Einkum átti þetta við um marga af Prests- sonunum. Tveir þeirra, Akkur 93012 og Klerkur 93021, gefa tals- vert mikið af kúm sem em mjög mikið hvítar, sem er litarmunstur sem ekki hefur verið áberandi í ís- lenska kúastofninum. Undan Klerk voru m.a.s. örfáar kýr sem skráðar voru alhvítar að lit. Nokkur fjöldi nautanna virðist gefa hymdar kýr, við skoðun komu slíkir gripir fram undan eftirtöldum nautum: Foss 93006, Fífli 93008, Hnút 93013, Hrauk 93015, Snarfara 93018, Hring 83019, Klerk 93021 og Ö1 93032. Mjög mörg af þessum nautum eru að skila fremur stórum og sterk- lega byggðum kúm, und- antekningin í þeim efnum eru dætur Suðrasonanna og Svarts 93027 sem margar em fremur grann- byggðar og stundum nokkuð veikbyggðar kýr. í þeim þáttum, sem dæmdir vom í útlitsmati, var þetta ákaflega breyti- Mynd 1. Foss 93006. Dœtur hans gefa mjólk með lágt próteinhlutfall, glœsikýr að bolbyggingu, júgur- og spenagerð, með góðar mjaltir og skap. 20 - FREYR 3/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.