Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Síða 21

Freyr - 01.04.2000, Síða 21
Mynd 2. Akkur 93012. Dœtur hans eru mjólkurlagnar, með mikið bolrými og dýpt, spenar fremur grófir og mjaltir breytilegar. legur og ósamstæður hópur af kúm og stendur í þeim efnum mjög að baki dætr- um nauta í næsta árgangi á undan. Eins og þegar hefur komið fram eru að vísu mörg af þessum nautum að skila sterkbyggðum kúm, sérstaklega á það við um flesta af Prestssonunum og báða Þistilssynina. Júgurgerð er feikilega breytileg og í heildina ekki nægjanlega góð. Klerkur 93021 er að skila fjölmörg- um kúm sem hafa einhverja allra bestu júgurgerð sem sjá má hjá ís- lenskum kúm og einnig er ágæt júgurgerð hjá mörgum af dætrum Þistilssonanna, Foss 93006 og Snarfara 93018. Hjá dætrum Gáska 93004, Fífils 93008, Hnokka 93016, Ýmis 93022, Gára 93023 og Blakks 93026 ber aftur á móti of mikið á kúm með talsverða galla í júgurgerð. Hjá dætrum flestra þessara nauta ber alltof mikið á of grófum spen- um. Undantekningamar í þeim efn- um eru dætur Foss 93006, sem hafa mjög góða spenagerð, og auk þess verða dætur Snarfara 93016, Hrings 93019, Klerks 93021 og Torfa 93025 einnig að teljast jákvæðar gagnvart þessum eiginleika. Þegar á heildina er litið er þetta sá eigin- leiki þar sem erfðaeðli þessara nauta verður að teljast lak- ast. Þegar litið er á meðaltal fyrir dætur einstakra nauta í heildardómi sést að Foss 93006 er að skila jafnfall- egustu kúnum, með 82,8 stig að meðaltali úr útlits- matinu. Þá koma dætur Klerks 93021 með 82,5 stig, dætrahópar hjá Snar- fara 93018 og Torfa 93025 hafa báðir 82,2 stig að jafn- aði og dætur Hnúts 93013 eru með 82 stig að jafnaði. Þar eru taldir þeir systra- hópar sem segja má að hafi einkennst af fallegum og gallalitl- um kúm. Örfá einkennisatrið einstakra dætrahópa Hér verður í fáum orðum reynt að benda á nokkur ytri einkenni hjá einstökum dætrahópum sem fram komu við skoðun þeirra. Gáski 93004. Fjölbreyttir litir. Sterkbyggðar kýr. Allgóð júgur- gerð, gallar í spenagerð. Gallar í mjöltum áberandi. Gott skap. Foss 93006. Rauðar eða kolóttar kýr. Góð skrokkbygging. Mjög góð júgur- og spenagerð. Yfirleitt bæði góðar mjaltir og skap. Fífill 93008. Rauður litur áber- andi. Ákaflega sundurlausar kýr að gerð og miklir gallar áberandi. Gróf bygging algeng. Júgurgerð breytileg, spenar oft grófir. Gallar í mjöltum og skapi all áber- andi. Akkur 93012. Rauðar og rauðskjöldóttar kýr al- gengar. Rýmismikil bol- bygging. Góð júgurgerð. Grófir spenar. Breytileg umsögn um mjaltir og skap. Hnútur 93013. Rauður litur algengur. Jafnar kýr, gallalitlar í bolbyggingu. Yfirleitt góð júgur- og spenagerð. Mjaltir aðeins breytilegar en skap gott. Hraukur 93015. Brönd- óttur litur áberandi. Litlir gallar í bolbyggingu. Góð júgurgerð. Grófir spenar. Mjaltir allgóðar en skap ekki nægjanlega þjált. Hnokki 93016. Rauður eða kol- óttur litur áberandi. Utlögumiklr kýr með þaklaga malir. Varla nógu sterkleg júgurgerð. Spenar full grófir. Fremur góð umsögn um mjaltir og skap. Reyr 93017. Rauðar eða brönd- óttar kýr. Nokkuð sterklegar kýr. Þokkaleg júgurgerð en grófir og gallaðir spenar. Mjaltir alloft gall- aðar en skap þokkalegt. Snarfari 93018. Kolóttar kýr mjög algengar og gefur ekki rauðar kýr. Sterklegar en ekki rýmismiklar kýr. Góð júgur- og spenagerð. Mjaltir gallalitlar en skap full breytilegt. Hringur 93019. Rauð- eða brand- skjöldóttar kýr margar. Snotur bolbygging. Júgur- og spenagerð yfirleitt fremur góð. Mjög áber- andi gallar í mjöltum skemma þennan systrahóp mjög. Skap gott. Klerkur 93021. Rauður og kolóttur grunnlitur, oft skjöldóttar og mikið hvítar kýr. Bolbygging góð. Júg- urgerð oft sérstaklega góð og spenagerð nokkuð góð. Ögn breytileg umsögn um mjaltir og skap þó að veru- legir gallagripir séu fáir. Ýmir 93022. Rauðar kýr Mynd 3. Snarfari 93018. Dœtur hans gefafremur efnaríka mjólk, júgur- og spenagerð er góð og afurðir, mjaltir og skap í meðallagi. FREYR 3/2000 - 21

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.