Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2000, Page 22

Freyr - 01.04.2000, Page 22
Mynd 4. Klerkur 93021. Dætur hans gefa mjólk með próteinhlutfall í meðallagi, júgur stórglœsileg, löng og vel borin, mjaltir og skap aðeins breytilegt. algengastar. Þokkalegt bol- rými, en gallar í malagerð og fótstöðu talsverðir. Breytileg júgurgerð og sama á við um spena. Mjaltir og skap talið gott. Gári 93023. Rauðar og kolóttar kýr algengastar. Þokkalegt bolrými, þak- laga malir og þröng fót- staða. Júgurgerð breytileg og ekki nægjanlega traust- leg og spenar grófir. Frem- ur jákvæð umsögn um mjaltir og skap. Torfí 93025. Rauðskjöld- óttar kýr algengar. Fallegar kýr að bolbyggingu. Júgurgerð góð og spenar yfirleitt einnig vel lagaðir. Umsögn um mjaltir og skap í tæpu meðallagi. Blakkur 93026. Kolóttar kýr nokkuð áberandi. Fremur rýmislitl- ar kýr með þaklaga malir. Júgur- gerð ákaflega breytilega frá því al- besta til þess afleitasta sem fínnst hjá íslenskum kúm. Spenar vel lag- aðir. Góðar mjaltir. Gallar í skpi verulega áberandi. Svartur 93027. Svartar kýr áber- andi. Útlögulitlar og ekki nægjan- lega sterkbyggðar kýr. Júgurlögun allgóð en ekki nægjanlega sterkleg. Gallalítil spenagerð. Ögn breytileg umsög um mjaltir og nokkuð um skapgalla. Ölur 93032. Mjög breytilegir litir á kúnum. Skrokkbygging gallalítil. Júgurgerð nokkuð góð, en full lang- ir spenar nokkuð áberandi. Mjaltir fremur góðar en skap breytilegt. Mjaltaathugun Upplýsingar um mjaltir kúnna fást eftir tveim leiðum. Annars veg- ar við dóma á þeim kúm sem koma til skoðunar en auk þess er leitað upplýsinga með svokallaðri mjalt- athugun sem hefur verið notuð á þriðja áratug og byggir á innbyrðist röðun fimm kúa á búinu. Því til við- bótar eru þar tilgreindir nokkrir helstu mjaltagallar sem vel eru þekktir hjá íslenskum kúm. I töflu 1 eru gefnar helstu tölur sem fram komu í mjaltaathuguninni um einstaka dætrahópa. Þegar þess- ar tölur eru skoðaða sést vel gífur- lega mikill munur á milli þessara dætrahópa. Þarna eru því miður ekki margir dætrahópar sem skera sig mjög úr fyr- ir afbragðsgóðar mjaltir. Foss 93006 gefur að vísu dætur sem sýna algera yfirburði fyrir þennan eig- inleika langt umfram önn- ur naut, það eina sem ástæða er að finna að þeim er að sumar þeirra eru greinilega það lausmjalta að þær flokkast lekar. Þá eru niðurstöður einnig já- kvæðar fyrir dætur Öls 93032 og allir Suðrasyn- imir eru í þessum efnum að skila kúm sem virðast jákvæðar. Hins vegar eru margir hópamir með of mikla galla í þessum eiginleika og tvö naut virðast vera að skila dætmm sem segja má að sýni þarna afleitan dóm, en það eru Fífill 93008 og Hringur 93019, sem bæði em að gefa verulega mikið af mjög þungmjalta kúm. Eins og áður er hlutfall kúa, sem skráðar eru mismjalta, alltof hátt en í þeim efnum er feikilega mikill munur á milli bú mjög áberandi sem gerir meðhöndlun upplýsinga ætíð aðeins örðugri. I mjaltaathugun em umráðamenn einnig beðnir um að gæðaraða kún- um. Þetta er að sjálfsögðu ákaflega óljóst skilgreindur eiginleiki. Gildi hans er hins vegar sá að fá vísbend- ingu um hvort þessar kýr séu á Mynd 5. Blakkur 93026. Dœtur hans eru afurðakýr en Mynd 6. Svartur 93027. Dœtur hans eru mjólkurlagnar með lítið bolrými, júgurgerð er mjög breytileg og of lítil en fremur tilkomulitlar kýr, júgurgerð í lagi og vel lagaðir kynfesta, mjaltir góðar en skap gallað. spenar. 22 - FREYR 3/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.