Freyr - 01.04.2000, Page 24
ar er hlutfall gripa með júgurbólgu
samkvæmt mjaltaathugun fremur
hátt, þannig að þar er ekki fullt
samræmi í niðurstöðum. Astæða er
þá um leið til að minna á þær niður-
stöður sem áður hafa komið fram
um afleitar mjaltir hjá þessum kúm.
Ekki koma fram nein naut sem eru
jafngreinileg júgurbólgunaut og
stundum hefur verið, en þau naut
sem helst sýna ábendingar um
vandamál í þessum eiginleikum eru
Gáski 93004, Fífill 93008 og Reyr
93017.
Förgun á kúm
- frjósemi
Mat á endingu kúnna er eiginleiki
sem á allra síðustu árum hefur
komist mjög í sviðsljósið hjá þeim
sem mest fjalla um kynbætur naut-
gripa. Ljóst er að þetta er verulega
mikilvægur eiginleiki og hefur lfk-
lega aukið vægi á komandi árum.
Hér er vandamálið aftur á móti það
að geta fengið mat á þennan eigin-
leika hjá ungum kúm. Þar er feiki-
lega mikil þróun í gangi þar sem
við vonandi getum mjög bráðlega
sótt erlenda þekkingu og nýtt okkur
á líkan hátt og gert hefur verið um
aðra eiginleika á síðustu árum.
Meðan slíkt er ekki fyrir hendi og
þessi þáttur því ekki með í kynbóta-
einkunn nautanna er samt full
ástæða til að huga að þessum upp-
lýsingum. Hér eins og með suma
aðra þætti er vandamálið verulegt
sem tengist mismunandi aldri
kúnna í einstökum dætrahópum.
Þegar gluggað er nánar í upplýsing-
ar um förgun á kúm undan þessum
nautum kemur í ljós ótrúlega mikill
munur á milli dætrahópa og líklega
meiri en nokkur dæmi eru um áður.
Förgun á kúm undan Gáska 93004
og Fífli 93008 er með ólíkindum
mikill, en ef til vill skiljanleg í ljósi
þeirra upplýsinga sem fram hafa
komið um dætur þeirra. Einnig er
alltof mikil förgun á kúm undan
Akk 93012 og Rey 93017.
Hjá dætrum Snarfara 93018, Ými
93022, Gára 93023 og Ö1 93032 er
hins vegar góðu heilli mjög hófleg
förgun enn sem er. Verður þá samt
að vekja athygli á því að þessi naut
eru um leið þau þeirra sem eiga að
jafnaði yngstar dætur. Því geta þetta
ef til vill að hluta verið áhrif þess.
Frjósemi kúnna er mikilvægur
þáttur í rekstri kúabúa. Hins vegar
sýna flestar rannsóknir að arfgengi
á þeim þáttum, sem notaðir eru til
að meta frjósemu kúnna, er lág. í
kynbótamati eru notaðar upplýsing-
ar um bil á milli burða sem mæli-
kvarði um frjósemi kúnna. Það
leiðir til þess að þær upplýsingar,
sem liggja að baki einkunnum naut-
anna fyrir þennan eiginleika, eru
ónákvæmari en um aðra eiginleika.
Auk þess eru einnig skoðaðar nið-
urstöður um árangur sæðinga hjá
þessum kúm. Eins og áður hefur
verið bent á er oft mjög lítið sam-
ræmi á milli þessara mismunandi
mælikvarða um frjósemi, sem stað-
festir aðeins hve erfðaþáttur þess-
ara eiginleika er hlutfallslega lítill
en það birtist í ónákvæmum meðal-
talstölum. Ekki verður greint að
einstakir dætrahópar skeri sig áber-
andi úr um þessa þætti. I sambandi
við þær einkunnir um frjósemi, sem
fram koma í töflu 2, er ástæða til að
vekja athygli á því að hjá Suðrason-
unum þrem, sem þama em með
langlægstar einkunnir, gætir veru-
lega ættemismats, en eins og fram
hefur komið er þessi eiginleiki
mjög lakur hjá dætrum Suðra.
Afkvæmadómurinn
Kynbótamat nautanna um ein-
staka eiginleika er sýnt í töflu 2,
Tafla 2. Einkunnir nauta 2000 - árgangur 1993______________________________________________
Kyn-
Kyn- bóta-
Mjólk Fita Prót. Fita Prót. bóta- Frjó- Frum- Skrokk- Júg- Spen- Mjalt- eink-
Nafn Nr. kg kg % % mat semi ur Gæði ur ur ar ir Skap unn
Gáski 93004 104 104 101 97 89 99 107 80 82 127 83 72 88 129 95
Foss 93006 116 111 105 89 63 99 94 102 120 117 107 120 125 118 104
Fífill 93008 92 92 89 100 93 90 109 78 77 99 82 62 72 89 86
Akkur 93012 123 120 122 91 93 118 101 112 100 115 88 71 85 99 108
Hnútur 93013 115 107 111 79 84 107 100 98 94 110 96 76 95 130 103
Hraukur 93015 108 105 102 86 77 99 99 91 101 101 100 87 95 79 97
Hnokki 93016 115 114 114 100 97 112 104 91 105 105 84 70 93 115 104
Reyr 93017 99 99 101 103 100 101 104 81 83 104 97 71 91 107 97
Snarfari 93018 106 110 110 106 112 110 88 88 85 100 111 115 97 118 106
Hringur 93019 88 83 85 79 88 85 116 115 63 111 102 98 74 100 91
Klerkur 93021 113 109 113 89 98 110 90 114 104 103 119 96 95 105 108
Ýmir 93022 132 121 123 75 66 114 71 101 104 78 83 73 107 117 106
Gári 93023 130 122 124 83 77 117 79 99 117 78 72 79 104 106 107
Torfi 93025 118 114 110 92 77 105 105 83 91 122 97 96 96 112 101
Blakkur 93026 126 122 128 91 99 123 69 106 102 83 85 97 106 83 112
Svartur 93027 117 110 117 89 97 114 90 102 84 81 92 108 94 96 107
Ölur 93032 102 102 102 99 93 100 103 105 115 88 93 96 111 99 íor
24 - FREYR 3/2000