Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 27

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 27
Kynbótamat nauta 2000 Með þessari grein fylgir tafla með kynbótamati þeirra nauta sem mest áhrif hafa haft í ræktunarstarfmu hér á landi á síðasta áratug og ætla má að mest móti stofninn á næstu misserum. í stuttu máli er hér fjall- að um það sem okkur virðist eftir- tektarverðast í þessum niðurstöð- um. Eðli hlutanna samkvæmt þá viljum við að vísu sjá sem minnstar breytingar á einkunnum sömu nauta frá ári til árs. Rétt er samt að gera sér grein fyr- ir því hvers vegna einkunnir breyt- ast. Það er vegna þess að með hverju ári bætist við gríðarlega mikið af nýjum upplýsingum. Fyrir yngri hluta nautanna munar mest um verulega viðbótarupplýsingar, einkum um afurðir hjá ungum dætr- um þessara nauta. Fyrir eldri nautin eru miklu meiri upplýsingar að koma um afkomendur þeirra í öðr- um eða þriðja ættlið, þ.e. framrækt- unaráhrif þessara nauta. Þetta á augljóslega við um eldri naut eins og t.d Tvist 81026, Rauð 82025 og Þistil 84013 þar sem afkomendur í annan og þriðja ættlið skipta áreið- anlega þúsundum undan hverju þessara nauta og um þá eru að koma frekari upplýsingar um alla þá eiginleika sem kynbótaeinkunnir eru reiknaðar fyrir. Allar þessar upplýsingar eru notaðar og kunna að hafa einhver áhrif til að breyta einkunnum. Fyrir nokkrum árum, eftir að fjölgaði verulega þeim eiginleikum sem kynbótamat er reiknað fyrir, var farið að reikna heildareinkunn fyrir hvem eiginleika, sem byggir á því að gefa einkunnum þeirra eigin- leika sem mynda ræktunarmark okkar á hverjum tíma ákveðið hlut- fallslegt vægi. Þessi heildareinkunn er óbreytt frá fyrra ári, en rétt að rifja hana upp vegna þess að hún hlýtur að vera gmnnur að þeim árangri sem við getum vænst. Umræða um ræktunarmál ætti því öðm fremur að beinast að því vægi sem einstakir eiginleikar fá þama. Heildareinkunn = 0,60*afurðamagn + 0,10*mjaltir + 0,10*fmmutala + 0,08*júgur + 0,04*spenar + 0,04*frjósemi + 0,04*skap, Um leið er rétt að minna á hvem- ig mat á afurðamagni fer fram en það er eftirfarandi: Afurðamagn = 0,85*magn af mjólkurpróteini + 0,15 *próteinhlutfall. Fyrir afurðasemi var sú skilgrein- ing tekin upp, þegar farið var að greiða verð mjólkur að hluta miðað við próteinhlutfall, að stefnt skyldi að því að auka magn af mjólkurpró- teini, þó þannig að próteinhlutfall mjólkurinnar héldist óbreytt. Astæðan fyrir því að lagt er sérstakt vægi á próteinhlutfallið í þessu samhengi er að sambandi á milli próteinmagns í mjólkinni og pró- teinhlutfalls er það neikvætt að fái það ekki sjálfstætt vægi mundi pró- teinhlutfall fara lækkandi væri að- eins valið fyrir próteinmagni. Hæstu naut í heildarmati Segja má að röðun hæstu naut- anna sé þannig að þar skipist röðun að hluta aðeins af hækkun eða lækkun á aukastöfum, þar er orðið um það jafnan hóp að ræða. Þar færist nú Búi 89017 í efsta sætið. Astæðan fyrir þessu er ekki að mat um afurðir hækki eða breytist. Það eru hins vegar aðrir eiginleikar sem hækka talsvert. Hver er ástæða þessa? Hún er sú að verulegur fjöldi dætra Búa, sem báru sínum fyrsta kálfi á árinu 1999, þ.e. fyrstu kvígur eftir notkun hans sem reynt naut, koma inn með upplýsingar úr kvíguskoðun og mjaltaathugun. Þessar kvígur skara greinilega mjög fram úr í þessum þáttum og hækka því eldra mat verulega. í þessu sambandi er ef til vill sérstök ástæða til að benda á að mat hans fyrir gæðaröð, sem eru upplýsingar fengnar beint frá eigendum grip- anna, en eiginleiki sem ekki er með í heildareinkunn, hækkar um 10 stig. Þetta eitt ætti að vera skýr vís- bending um það að þessar ungu kýr falla greinilega margar að óskum eigenda sinna. Mikil þörf er á að huga strax vel að mestu úrvalsgrip- unum úr þessum hópi sem nauts- mæðrum. Andvari 87014, sem árið 1999 skipaði efsta sætið, er nú í öðru sæti með 117 í einkunn og lækkar því um eitt stig. Þá lækkun má rekja til þess að mat hans fyrir frumutölu lækkar nokkuð en er samt hátt eða 116 og einnig lækkar mat um skap heldur. Dætur Andvara hafa þegar gert sig nokkuð gildandi í hópi nautsmæðra og verða það vafalítið áfram. Óli 88002 lækkar um eitt stig og er nú með 116 í heildareinkunn. Það er hins vegar áhugavert að skoða þær breytingar sem koma fram í mati hans vegna þess að hjá honum hefur bæst við umtalsverð- ur hópur dætra eftir notkun hans sem reynt naut. Hann hækkar í mati fyrir afurðir og stendur jafn- framt með 107 í kynbótamat fyrir próteinhlutfall. Hann lækkar hins vegar talsverð mikið fyrir tvo eig- eftir Jón Viðar Jónmundsson Ágúst Sigurðsson Bænda- samtökum íslands FREYR 3/2000 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.