Freyr - 01.04.2000, Page 30
þeim dætrum hans sem urðu til
vegna afkvæmarannsóknanna.
Þessar upplýsingar skjóta honum
enn hærra á stjörnuhimininn.
Hækkun hans er sérstaklega í
mjólkurmagni þar sem hann er nú
með 129 í einkunn, fyrir prótein-
hlutfall lækkar hann hins vegar því
miður lítillega og er með 83 í mati,
sem er hans veiki þáttur, því að
dómar hans um flesta aðra þætti eru
frábærir,
Holti 88017 fær 115 í heildar-
einkunn og hækkar um heil fimm
stig frá síðasta ári. Hjá honum bæt-
ist við mjög stór hópur ungra dætra
eftir notkun hans sem reynt naut.
Þessar kýr hækka hann feikilega
mikið í mati. Hækkun hans er sér-
lega mikil fyrir mjólkurmagn þar
sem hann er nú með 123 í einkunn.
Þá hækkar einnig örlítið áður frá-
bært mat hans um mjaltir og er nú
132. Hins vegar er mat um frumu-
tölu áfram mjög lágt eða 69. Þessi
góði dómur, sem Holti nú fær, getur
ekki leitt til annars en að dætur hans
verði mjög áberandi meðal nauts-
mæðra næstu árin enda í hópi þeirra
að finna margar feikilega kosta-
miklar og glæsilegar kýr.
Nautin fædd 1992
Hér skal ekki fjölyrt nánar um
einstök naut. Taflan með einkunn-
um þeirra talar þar fyrir sig. Að
vísu skal örfáum orðum vikið að
nautunum sem komu úr afkvæma-
dómi á síðasta ári og voru því þá
mörg hver ekki komin með upplýs-
ingar nema um ákaflega takmark-
aðan fjölda dætra. Breytingar í mati
þeirra eru samt í heildina minni en
hefði mátt vænta.
Þegar er vikið að niðurstöðum
um Smell 92028. Þokki 92001
stendur með óbreytt heildarmat og
aðeins smávægilegar breytingar í
einstökum einkunnum. Galmar
92005 var í notkun sem reynt naut á
árinu 1999, en lækkar nú í heildar-
einkunn um tvö stig, er með 104 og
verður tekinn úr slíkri notkun. Poki
92014 lækkar einnig í mati og er
með 106 í heildareinkunn. Þó að
þama fari einstakar mjólkurkýr og
um margt öflugar er próteinhlutfall
mjólkur það lágt að ekki þykir rétt
að bjóða hann lengur sem reynt
naut. Suddi 92015 lækkar um eitt
stig, í 104, en stendur áfram með
einna best mat um próteinhlutfall
nauta í þessum árgangi þannig að
j hann verður áfram í notkun. Frekur
92017 lækkar lítillega í mati en er
samt með góðan dóm, 105 í heild-
areinkunn, og verður því í boði til
notkunar áfram. Geisli 92018
stendur með 105 í heildareinkunn
sem er óbreyttur dómur hans frá
fyrra ári. Ákveðið hefur verið að
bjóða hann í almenna notkun á
þessu ári, en hér er um að ræða
naut sem hefur jákvætt mat um
flesta eiginleika. Beri 92021
lækkar talsvert í mati og fær nú
108 í heildareinkunn. Hann lækk-
ar í mati fyrir mjólkurmagn, þar
sem hann stendur áfram með
feikiháan dóm eða 127, en mat
hans fyrir próteinhlutfall lækkar
og er nú aðeins 69. Hann verður
því í almennri notkun, en tekin úr
notkun sem nautsfaðir. Tjakkur
92022 hækkar enn í mati er nú
með 112 í heildareinkunn, einkum
er hækkun hans veruleg fyrir
mjólkurmagn, en lækkar lítillega
fyrir próteinhlutfall. Þetta öfluga
kynbótanaut verður áfram í notk-
un sem nautsfaðir. Heildareink-
unn Skugga 92025 er óbreytt 111
frá fyrra ári og verður hann því
einnig notaður áfram sem nauts-
faðir. Þá hækkar Tengill 92026
talsvert mikið í mati og fær nú 109
í heildareinkunn. Hér er því enn
einn Þistilssonurinn sem er veru-
lega áhugaverður til frekari nota.
Vaxandi samnýting
véla í norskum
landbúnaði
Bújarðir í byggð í Noregi eru
um 72.500 um þessar mundir. Á
um 36.000 jarða nýta bændur sér
vélaleigu við búskapinn, en um
14.400 bændur stunda vélavinnu
fyrir aðra bændur eða t.d. Vega-
gerðina,. við snjóruðning. Um
30% af norskum bændum, sem
rækta korn, kaupa þjónustu við
komskurð en kom var ræktað á
um 22.100 býlum árið 1999.
Að meðaltali eru 1,9 dráttarvél-
ar á býli í Noregi og á býlum
með búfé, sem em um 52.900,
em 8.500 sem eiga vararafstöðv-
ar.
(Bondebladet nr. 13/2000)
Nautariða
herjar enn
Ný tilfelli af kúariðu í Bret-
landi árið 1999 voru 2.093, í
Portúgal 170, í Sviss 50 og í
Frakklandi 31. Nýjum tilfellum
hefur fækkað í Bretlandi, en
fjölgað í hinurn löndunum.
Ný tilfelli af Creutzfeld -
Jakobsveiki í fólki í Bretlandi
voru aðeins 11 árið 1999 sem er
nokkm færra en árið áður. Það
róar þá sem talið hafa að í upp-
siglingu sé faraldur af völdum
þessarar veiki.
(Farmers Weeklv - Norsk
Landbruknr. 4/2000).
Ný græn bylgja í
Finnlandi
Samkvæmt umfangsmikilli
skoðanakönnun á vegum Gallup í
Finnlandi eiga a.m.k. 67 þúsund
íbúar bæja og borga þar sér þá
ósk að flytja út á land og er talað
um að ný græn bylgja flæði yfir
Finnland. Meirihluti þessa fólks
er fólk með góða menntun og há-
ar tekjur.
(Bondebladet nr. 11/2000).
30 - FREYR 3/2000