Freyr - 01.04.2000, Side 34
Tafla 1 ■ Meðalorkustyrkur, hlutföll, prótein- og steinefnasamsetning fóðursins.
Fóður Hlutföll, % Innan skeiða FE Af heild FEí kg þe. Prótein AAT Magn í kg þe., g PBV Ca P Mg K
Mjólkurskeið
Mjólkl) 62 3 1,85 252 - - 8,6 7,2 0,9 -
Hey 22 1 0,66 134 73 6 3,3 2,9 2,0 19,0
Kjamfóður 16 1 1,12 180 117 -28 15,8 10,8 2,5 5,1
Vaxtarskeið
Hey 100 75 0,71 153 79 14 3,3 2,9 2,0 19,0
Eldisskeið
Hey 78 16 0,73 160 81 17 3,3 2,9 2,0 19,0
Kjarnfóður 22 4 1,12 180 117 -28 15,8 10,8 2,5 5,1
Meðalfrávik2)
Hey 0,04 14 - - 0,3 0,3 0,2 2,2
Kjamfóður - 9 - - 2,6 1,8 0,3 0,9
1) Efnainnihald samkvæmt töflugildum (Landsudvalget for kvæg 1997).
2) Staðalfrávik meðaltala. Fjöldi samsýna í heyi = 47, í kjamfóðri = 8.
er frekar lágt en eykst jafnt og þétt
eftir því sem líður á tilraunina. Orku-
styrkur á milli raðbila var frá 0,64-
0,79 FE/kg þe. og próteinstyrkur var
frá 12-19%. Skoðað var sérstaklega
hvort þessi breytileiki hefði
óvart mismunað gripum
eftir stofnum eða kynjum
og reyndist svo ekki vera.
Örlítils mismunar á hey-
gæðum gætti hins vegar á
milli sláturflokka. Gripir í
elsta sláturflokknum fengu
heldur orkuríkari hey á eld-
isskeiðinu en aðrir gripir,
eða 0,75 í stað 0,72 FE/kg
þe. í öðrum flokkum. I 1.
töflu, sem sýnir fóðurgildi fóðursins,
kemur fram talsverður munur á hey-
gæðum eftir mismunandi fóður-
skeiðum og m.t.t. orku- og próteins-
styrks, en engin munur er á stein-
efnainnihaldi. Þar að auki er heildar-
fóðurstyrkurinn mjög breytilegur
milli fóðurskeiða. Ef litið er á hlut-
föll fóðurgerða af heildarfóðrinu sést
að 92% fóðureininganna koma úr
heyjunum, 3% úr mjólkinni og 5%
úr kjamfóðri.
Vigtanir
Kálfamir voru vigtaðir og brjóst-
málsmældir þegar þeir komu í til-
raunina á Möðruvöllum og síðan
annan hvem þriðjudag, nema þegar
þeir féllu á frídaga þá var þeim
hliðrað. Kálfarnir voru vigtaðir
daginn sem þeim var ekið í slátur-
hús, einnig var gerð fitumæling
með ómsjá yfir hryggvöðva, en
ekki verður gerð grein fyrir niður-
stöðum þeirra mælinga hér. Af 36
kálfum voru 25 vigtaðir við fæð-
ingu (2. tafla).
Þyngstu kálfarnir voru tveir
Limósín nautkálfar sem vógu 52-53
kg við fæðingu. Samkvæmt þessum
mælingum eru Angus og Limósín
kálfamir talsvert þyngri (25-38%)
en íslensku kálfamir við fæðingu,
sérstaklega Limósín blendingamir.
Upplýsingar um nákvæman með-
göngutíma kálfanna voru ekki
skráðar sérstaklega, en bændur
voru sammála um að meðganga
kúnna, sem sæddar voru með
holdakynjunum, hafi verið 7-14
dögum lengri en þeir áttu að venj-
ast. Sérstaklega var áberandi hvað
Limósín kálfamir létu bíða
eftir sér. Burðarerfiðleikar
vom skráðir hjá kúm sem
báru blendingum og var
ekki teljandi munur á milli
holdakynjanna og erfitt er
að draga ályktanir í svona
litlu úrtaki. í 70% tilvika
gekk burður Limósín
kálfanna vel eða mjög vel,
en samsvarandi hlutfall hjá
Angus kálfunum var 85%.
í öðmm tilvikum þurftu kýmar ein-
hverja aðstoð. Einn kálfur af hvom
holdakyni dó við burð eða fæddist
andvana. Þá vom skráð þrjú doða-
tilvik (21%) hjá kúm sem bám
Limósín kálfum, en varasamt er að
draga nokkrar ályktanir af því þar
sem úrtakið er langt frá því að vera
nægjanlega stórt til þess. Nokkuð
hefur borið á því að þeir fáu bændur
sem sætt hafa með Limósín, kvarti
undan burðarerfiðleikum og að
kálfamir séu áberandi daufir fram-
an af. Verður að segjast að þetta
komi nokkuð á óvart vegna þess að
Limósín er talið það meginlands-
Tafla 2. Meðalfæðingarþungi kálfa
sem fóru í tilraunina og voru vigtaðir.
Faðir Fjöldi Fæðingar- þungi, kg Meðal- frávik
íslenskur 9 32 5,6
Angus 8 40 3,8
Limósín 8 44 6,0
Alls/meðaltal 25 39 7,2
34 - FREYR 3/2000