Freyr - 01.04.2000, Síða 35
2. mynd. Vöxtur nautgripanna á œviskeiðinu eftir stofnum og kynjum sem fall af aldri. Nautkálfar til vinstri og
kvígukálfar til hœgri.
kjötkyn sem veldur minnstu burð-
arerfiðleikum í einblendingsræktun
með mjólkurkúakyni, auk þess sem
litlir burðarerfiðleikar einkenna ís-
lenska kúakynið. I skýrslu (án höf-
unda 1997) til yfirdýralæknis frá
1997 var gerð grein fyrir niðurstöð-
um athugana á burðarerfiðleikum
hjá 74 íslenskum kúm sem gengu
með blendingskálfa af Angus kyni,
77 íslenskum kúm sem gengu með
blendingskálfa af Limósín kyni í
samanburði við 166 kýr sem gengu
með íslenska kálfa. Niðurstöður
skýrslunnar eru mjög í samræmi
við þær niðurstöður sem hér eru
kynntar, en einnig kemur fram í
skýrslunni að lifendahlutfall blend-
ingskálfanna er jafnhátt eða hærra
en í íslensku kálfunum, sérstaklega
Limósín kálfanna, þrátt fyrir að þeir
hafi verið áberandi daufastir í að
standa upp og byrja að drekka eftir
fæðingu.
A 2. mynd er sýndur vöxtur kálf-
anna í tilrauninni eftir kynjum og
stofnum sem fall af aldri. Þar er
vert að benda á þrjú atriði. I fyrsta
lagi að við tveggja ára aldur er
þyngdarmunur á milli blending-
anna og alíslensku kálfanna orðinn
um 100 kg hjá báðum kynjum.
Þetta er um 20% munur. í öðru lagi
að þyngdarmunur á milli kynja inn-
an sömu stofna er frá 60 til tæplega
100 kg við tveggja ára aldur,
minnstur í íslenska stofninum og
mestur í Limósín blending-unum.
Og í þriðja lagi að blendingskvíg-
umar þyngjast svipað eða heldur
meira en íslensku nautin.
Til þess að skoða betur þróun
vaxtar á æviskeiðinu er oft reiknað-
ur svokallaður meðalvaxtarhraði
(average daily gain), sem er munur
á upphafsþunga (hér fæðinga-
þunga) og þunga við ákveðinn ald-
ur sem deilt er á dagafjöldann
(vöxtur g/dag). Raunverulegur
vöxtur eða jaðarvaxtarhraði
(absolute growth rate) gefur hins
vegar hagnýtari upplýsingar til
þess, t.d. að ákvarða kjörslátur-
stærð. Jaðarvaxtarhraði er reiknað-
ur þannig;
Jaðarvaxtarhraði, g/dag = ((lífþungi2
- lífþungi,) / (aldur2 - aldur,)) x 1000
þar sem munurinn á milli 2 og 1 eru
þungabreytingar (kg) eftir n fjölda
daga sem í þessari rannsókn voru
oftast 14 (þ.e. 1 raðbil), sem er
dagafjöldinn milli hverra vigtana
sem gerð var á gripunum.
3. mynd. Meðalvaxtarhraði (til vinstri) og jaðarvaxtarhraði (til hœgri) eftir stofnun og semfall afaldri (meðaltal nauta
og kvíga).
FREYR 3/2000 - 35