Freyr - 01.04.2000, Síða 37
Tilraunafjósið á Möðruvöllum.
daga langt. Á
þessu skeiði
fengu kálfarnir
einungis vel verk-
að þurrhey að
vild, en sem var
undir meðallagi í
fóðurgildi (sjá 1.
töflu). Hér fer
munurinn á milli
stofna að koma í
ljós. Þrátt fyrir að
ekki reynist vera
munur á heyáti á
milli kynja og
stofna var verulegur munur á þunga
gripanna í lok vaxtarskeiðsins og
var hann mestur um 50 kg. Blend-
ingsstofnamir þyngdust álíka mik-
ið, en íslensku kálfarnir minna.
Meðalvaxtarhraðinn á þessu skeiði
var ríflega 100 g minni hjá íslensku
gripunum en hjá blendingunum og
fóðumýtingin um 14% lakari. Vaxt-
arhraðinn hjá blendingskvígunum
var heldur meiri en hjá íslensku
nautunum, en fóðumýting er svip-
uð.
Eldisskeið
Eldisskeiðið stóð að jafnaði yfir
í 66 daga og markmiðið með því
var að allir gripir næðu ásættan-
legri fituhulu fyrir slátrun. Talið
var að íslensku nautkálfarnir yrðu
tæpastir með að ná viðunandi fitu-
hulu (A fituflokk) og miðaðist
kjarnfóðurgjöfin þess vegna við
það. Til viðbótar við þurrheyið
fengu kálfarnir 1,5 FE í kjarnfóðri
á dag og reyndist það verða 20-
25% (eftir sláturflokkum) af heild-
arfóðureiningunum sem kálfamir
innbyrtu. Meðalorkustyrkur heild-
arfóðursins fór þannig úr 0,71 í
0,79 FE/kg þe. óháð kyni, stofni
eða sláturflokki. Ekki er munur á
heyáti á milli kynja og stofna, en
eðlilega er munur á milli slátur-
flokka vegna stærðarmunar. Á eld-
isskeiðinu jókst munurinn í vaxtar-
hraða og fóðumýtingu enn frekar á
milli stofna. Á eldisskeiðinu tóku
Limósín blendingamir best við sér
og bættu við sig í lífþunga um
220-270 g meira á dag en íslensku
gripimir á sama tíma og Angus
blendingarnir bættu við sig 170-
190 g meira. Sumir blendings
nautkálfarnir voru að þyngjast að
jafnaði um og yfir kíló á dag, sem
verður að teljast mjög gott á ekki
sterkara eldi. Fóðurnýting Limósín
blendinganna var afgerandi best á
þessu skeiði og
var um 40%
betri en hjá ís-
lensku kálfun-
um og um 11%
betri en hjá
Angus blend-
ingunum. Fóð-
urnýting naut-
anna til vaxtar
var að jafnaði
um 25% betri
en hjá kvígun-
um.
Fallþungi og flokkun falla
Ungneytunum var slátrað sem
næst 16, 20 eða 24 mánaða gömlum
í sláturhúsi KEA á Akureyri. Vem-
legur munur er á milli kynja og
stofna við sama aldur. Munurinn á
fallþunga á milli kynja var að jafn-
aði um 40 kg en á milli blending-
anna annars vegar og íslendinganna
hins vegar um 50 kg, sem er um
30% munur. Fallþungi blendings-
kvíga er auk þess heldur meiri en
íslensku nautanna. Fallhlutfallið er
einnig talsvert frábrugðið á milli
blendinganna og íslensku gripanna,
sérstaklega hjá kvígunum þar sem
það er langlægst. Limósín blend-
ingsnautin eru með bestu fóðurnýt-
inguna og þurfa einungis um 82%
af þeim fóðureiningum sem ís-
lensku nautin þurfa til þess að
framleiða hvert kg af falli, en Ang-
us blendingsnautin þurfa um 88%.
Blendingskvígurnar hafa einnig
Tafla 3. Dæmi um niðurstöður úr verkefninu. Át, vaxtarhraði, fallþungi, fóðurnýt-
ing og framlegð tveggja ára nautgripa.
íslensk Naut Angus x Limósín x íslensk Kvígur Angus x Limósín x
Át, FE alls'* 2896 3158 3344 2956 2867 2970
Vaxtarhraði, g/dag 632 747 775 549 624 641
Fallþungi, kg 237 292 322 192 249 263
Fóðumýting, FE/kg fall 12,2 10,8 10,4 15,4 11,5 11,3
Framlegð, kr21 7920 21623 28302 -7968 13789 17055
1) Meðalfóðurstyrkur = 0,74 FE/kg þe. Skipting í fóðurflokka: Hey 92%, kjamfóður 5% og mjólk 3%.
2) Framlegð eru tekjur að frádregnum kostnaði fyrir utan laun og stofnkostnað. Forsendur: Tekjur: 345 kr/kg
fall, Kostnaður: hey 15 kr/kg þe., kjamfóður 20 kr/FE, mjólk 30 kr/1, kálfur 4000 kr. stykkið,
flutningskostnaður 1500 kr. á haus.
FREYR 3/2000 - 37