Freyr - 01.04.2000, Qupperneq 39
6. mynd. Ahrif stofna og heyverðs á framlegð tveggja ára gripa. Forsendur
þœr sömu og heyverð.
in til þess að ná góðri flokkun.
Kjarnfóðurkostnaður vegur hins
vegar ekki mikið í framlegðarút-
reikningum sem þessum og ósenni-
legt að framleiðslukostnaður lakari
heyja (í FE/kg þe.) sé í raun það
mikið lægri en hér er gefið upp til
þess að það breyti mjög miklu. Auk
þess þarf meira magn af þannig
heyi. I töflunni er gert ráð fyrir að
hey kosti 15 kr/kg þe. og er þá mið-
að við framleiðslukostnað þess á
tilraunabúinu á Möðruvöllum. Er
það heldur lægra en uppgefinn
kostnaður Hagþjónustu landbúnað-
arins (án höfundar 1999) sem er
18,15 kr. Ljóst er að framleiðslu-
kostnaður heyja er afar breytilegur
milli búa. Þar vegur eflaust mest
fymingar- og fjármagnskostnaður-
inn sem bundinn er í vélum og
tækjum, en einnig er talsverður
munur á uppskeru (sem ræður
miklu varðandi heyverð) eftir gæð-
um og frjósemi landsins á hverjum
stað. Heyið er stærsti einstaki
kostnaðarliðurinn við eldið og til
þess að átta sig á hvaða gífurleg
áhrif það hefur á framlegðina er það
dregið fram hér í 6. mynd.
Kjötvinnsla og kjötgœði
Hér verður til fróðleiks reynt að
segja frá niðurstöðum í sem stystu
máli sem lúta að kjötvinnslunni og
kjötgæðunum.
Samanburður á milli stofna sýndi
með ótvíræðum hætti að mestar af-
urðir koma úr Limósín nautum, þau
eru þyngst, með hæsta hlutfall aft-
urparts, bestu nýtinguna og þar af
leiðandi hæsta afurðaverðið. Angus
nautin eru með lakari arðsemi sök-
um heldur minni vöðva og meiri
fitu, en eru hins vegar með fitu-
sprengdari vöðva en Limósín.
Angus kvígumar urðu alltof feitar
og þess vegna með afleita nýtingu
og greinilegt að önnur fóðran hefði
bætt þar miklu um. Limósín kvíg-
umar urðu einnig of feitar, en vora
með mun meiri vöðva heldur en
Angus kvígumar. Fyrir kjötvinnsl-
una skiluðu nautin meiri verðmæt-
um (framlegð) á hvert kg miðað við
að kjötið seldist á sama verði út úr
vinnslunni. Gæðamunur kvígna og
nauta samkvæmt áferðar- og skyn-
matsprófunum er hins vegar mjög
áþreifanlegur og þess vegna ætti
kvígu- eða uxakjöt að geta selst á
hærra verði en kjöt af nautum.
Munurinn felst fyrst og fremst í
kynbundinni fitusöfnun sem yfir-
leitt má greina á milli í kjötmatinu.
Þau naut, sem voru magrari en fitu-
flokkur 3 í EUROP kjötmati, þóttu
veralega seig. Það er því ljóst að
ekki er nóg að hafa mikla holdfyll-
ingu eingöngu, heldur verður hæfi-
leg fituhula að fylgja.
I gæðaprófununum kom kjöt af
kvígum mun betur út en kjöt af
nautum. Kvígukjötið er mýkra, fín-
gerðara, meyrara, safarfkara og
bragðbetra en nautakjötið. Munur á
milli stofna er ekki eins greinilegur,
en þó koma Angus blendingamir
tvfmælalaust bestir út í stífnismæl-
ingum og skynmati. Þeir eru meyr-
astir, mýkstir ásamt Limósín blend-
ingunum og fíngerðastir og safarík-
astir ásamt íslensku gripunum.
Munurinn á milli Limósín blend-
inganna og íslensku gripanna er
ekki eins áþreifanlegur. Islensku
gripimir eru með rauðasta og seig-
asta kjötið, en skera sig að öðru
leyti ekki úr. Limósín blendings-
kjötið sker sig einna helst úr í því
að vera grófara og þurrara en kjöt
hinna stofnanna.
Umræður
Þessi tilraun er sú þriðja í röðinni
á Möðruvöllum sem byggir á
áþekku tilraunaskipulagi og ferli.
Fyrsta tilraunin var samanburður á
íslenskum nautum og Galloway
Tafla 5. Samanburður á einblendingum og íslensk-
um nautgripum miðað við sama fallþunga (200 kg).
íslensk naut = 100. Byggt á niðurstöðum úr tilraun-
um á Möðruvöllum.
Naut Kvígur (eða uxar)
Faðir kálfs Vöxtur Át Aldur Vöxtur Át Aldur
íslenskur 100 100 100 86 148 122
Galloway 106 88 93 - - -
Angus 116 82 85 100 96 98
Limósín 116 78 84 101 92 95
FrEYR 3/2000 - 39