Freyr - 01.04.2000, Side 40
blendingsnautum (Gunnar Rík-
harðsson o.fl. 1996). Önnur tilraun-
in skoðaði mismunandi uxaeldi
(Sigríður Bjamadóttir 1997) og sú
þriðja er tilraunin sem hér er kynnt.
Það er því freistandi og í raun eðli-
legt að bera saman niðurstöður úr
þessum tilraunum. I Galloway til-
rauninni var fóðurstyrkurinn tals-
vert meiri en í hinum tilraununum
og vaxtarhraðinn er af þeim sökum
meiri þar. Þegar borin er saman
uxatilraunin og þessi tilraun bendir
allt til þess að vöxtur og fóðurnýt-
ing íslenskra uxa og íslenskra
kvígna sé mjög svipaður, enda í
góðu samræmi við erlendar niður-
stöður. Með hlutfallstölum er þess
vegna hægt að draga saman niður-
stöður þessara þriggja tilrauna í
eina töflu, sem ætti að gefa glögga
mynd af vexti, fóðurþörfum og fóð-
umýtingu flestra flokka ungneyta
hér á landi. Þannig samanburður er
sýndur í 5. töflu. Hún sýnir að nýju
kjötkynin hafa talsverða yfirburði
fram yfir Galloway kynið hvað
varðar vöxt og fóðumýtingu, að
ekki sé talað um íslenska stofninn.
Þær væntingar sem gerðar voru í
upphafi til þessara nýju holdakynja,
og lýst er í greinargerð Nautgripa-
ræktarnefndar BÍ (án höfundar
1991), hafa að þessu leyti ræst full-
komlega.
Eins og kemur fram í töflunni er
vöxtur og fóðumýting íslenskra uxa
og kvígna einnig mjög slök miðað
við aðra flokka. Ef framlegðarút-
reikningamir fyrir íslensku kvíg-
urnar í 3. töjlu eru heimfærðir á ís-
lenska uxa er ljóst að þeir skila auð-
veldlega neikvæðri framlegð og
getur vart talist fýsilegur kostur,
sama hvað heyin kosta lítið. Hins
vegar ætti eldi blendingsuxa og
blendingskvíga að gefa talsvert
meiri framlegð en íslensk naut gefa
(3. tafla og 6. mynd). Af þessu ætti
að vera ljóst að þeir sem ætla að
standa í einhverju nautakjötseldi
með mjólkurframleiðslunni eiga að
kappkosta að sæða sem mest með
holdakynjum.
Leiðbeiningar um daglegar orku-
þarfir nautgripa byggja á erlendum
töflugildum (Gunnar Guðmunds-
son 1997) og þar er m.a. gert ráð
fyrir að fóðurnýting kvígna og
nauta til vaxtar sé nánast sú sama.
Þessi tilraun sýnir að svo er ekki og
á það bæði við alíslensku gripina
og blendingana. Léleg fóðumýting
íslensku gripanna veldur því einnig
að fóðurþarfir (FE/dag) þeirra, mið-
að við ákveðinn vaxtarhraða, em
meiri en kemur fram í erlendum
töflugildum.
í skýrslu Nautgriparæktamefndar
BÍ frá 1991 kemur fram að svigrúm
til einblendingsræktunar sé veru-
lega mikið vegna góðra endingar
íslensku kúnna. Hún taldi þá að
hægt væri að sæða allt að 40% kúa-
stofnsins með holdanautum. I dag
eru aðstæðumar allt aðrar. „Endur-
nýjun kúnna hefur á síðustu árum
orðið mun örari en áður var, ekki
síst sem afleiðing frumutölubarátt-
unnar“ (Jón Viðar Jónmundsson
1999). Samkvæmt sömu heimild
var um fjórðungi mjólkurkúnna
fargað árið 1998, sem þýðir að ný-
liðunarþörfm það árið hafi verið
25%. Ef þetta hlutfall væri stöðugt
ætti það að gefa talsvert svigrúm til
þess að sæða með holdanautum.
Hins vegar kemur einnig fram að
árið 1998 hafi 82% kvígukálfa ver-
ið settir á til mjólkurframleiðslu og
er það 3% aukning frá árinu á und-
an (Jón Viðar Jónmundsson 1998).
Ef gert er ráð fyrir að mjólkurfram-
leiðslan (á kú) breytist ekki, kynja-
hlutföll séu nokkuð jöfn og allar
ásettar kvígur þessi ár komi inn í
skýrsluhaldið sem mjólkurkýr ætti
nýliðunin að vera um 40% (2,5
mjaltaskeið að jafnaði af kú) þegar
þetta er ritað og eitthvað fram eftir
næsta ári. Ef þetta verður raunin er
ljóst að umrætt svigrúm til þess að
nýta holdakynin er horfið. Þessi
mikla nýliðunarþörf veldur því
einnig að framboð á nautgripakjöti
eykst verulega með þeim afleiðing-
um að erfitt verður að viðhalda
góðum ungnautakjötsmarkaði. Það
er því afar brýnt að leita allra leiða
til þess að auka aftur endingu
mjólkurkúastofnsins til þess að
bændur hafi möguleika á að nýta
| einblendingsræktun mun meira en
nú er hægt.
Fyrir kjötvinnsluna er munur á
nýtingu innan sama kjötmatsflokks
í núverandi kerfi of mikill ef sá
j möguleiki á að vera fyrir hendi að
kaupendur geti með skýrari hætti
valið gripi með þá eiginleika sem
þeir óska eftir. Öðruvísi er ekki
hægt að verða við óskum markað-
arins um gæðakjöt. Því miður er
það staðreynd að íslenskir neytend-
ur hafa litla trú á því nautakjöti sem
í boði er hér á landi og bera því við
að trygging þess að steikin sé meyr
og safarík sé engin og að það henti
mun frekar í hakk og gúllas heldur
en hinar dýrari steikur.
Kjötvinnslur þær sem ætla að
i tryggja sínum viðskiptavinum stöð-
ugt framboð á frambærilegu gæða-
kjöti hafa farið þá leið að gera beina
samninga við bændur og greiða
þeim hærra verð heldur en afurða-
stöðin býður. Öðruvísi telja kjöt-
vinnslumar sig ekki geta verið viss-
ar um gæði þess nautakjöts sem í
boði er. Alþekkt er að neytendur
vilji greiða hátt verð fyrir gæða-
vöru, en þegar það er vandkvæðum
bundið að tryggja að slík vara sé al-
mennt á boðstólum og öllum að-
gengileg þá mun aldrei nást árangur
í aukinni markaðshlutdeild nauta-
kjöts í flokki dýrari matvara.
Ef horft er til framtíðar ættu
bændur og afurðastöðvar að íhuga
hvort ekki sé grundvöllur fyrir að
markaðssetja Angus kjöt sérstak-
lega til þess að ná fram hærra af-
urðaverði. Víða erlendis er Angus
kjöt, þ.m.t. af Angus blendingum,
sérmerkt og selt á hærra verði en
annað kjöt vegna mikilla kjötgæða.
Samantekt
Markmiðið með einblendings-
ræktun er að fá gripi með betri og
hagkvæmari kjötframleiðslueigin-
leika þar sem kjöteldi er stundað
með mjólkurframleiðslu. A Islandi
geta kúabændur valið á milli
þriggja holdanautakynja; Galloway
40 - FREYR 3/2000