Freyr - 01.04.2000, Page 42
Erfðabreytileiki
norrænna kúakynja
- rannsóknaverkefni á vegum Norræna genbankans fyrir húsdýr
Inngangur
Arið 1994 hófst undirbúningur að
norrænu samstarfsverkefni sem
hafði það markmið að kanna erfða-
breytileika og erfðafræðilega sér-
stöðu kúakynja á Norðurlöndum og
meta skyldleika kynjanna innbyrð-
is. Upphafsmaður að verkefninu
var dr. Stefán Aðalsteinsson, sem
þá gegndi stöðu framkvæmdastjóra
Norræna genbankans fyrir húsdýr
(NGH) en starfsemi hans er sam-
starfsverkefni Norðurlanda og
heyrir undir Norrænu ráðherra-
nefndina. Stefán var verkefnisstjóri
fram til ársloka 1996 og þá tók
Ingrid Olsaker, erfðafræðingur við
Dýralæknaháskólann í Osló við
verkefnisstjóm. Rannsóknastofn-
anir á öllum Norðurlöndunum eiga
aðild að verkefninu og var greinar-
höfundur fulltrúi RALA og Islands
í verkefnisstjóm. Greining sýna fór
fram í Noregi, Danmörku og Finn-
landi og uppgjör og úrvinnsla var
að mestu unnin af Juha Kantanen,
búfjárerfðafræðingi í Finnlandi, og
er viðfangsefni hans til doktors-
prófs við háskólann í Joensuu í
Finnlandi. Verkefnið var styrkt af
Norrænu ráðherranefndinni og auk
þess bám NGH og þátttakendur
hluta kostnaðarins.
Efniviður
Safnað var blóðsýnum úr gripum
af alls 20 kúakynjum um öll Norð-
urlöndin, um það bil 40 gripum af
hverju kyni. í sumum tilfellum var
ekki unnt að ná svo mörgum sýnum
og urðu að nægja allt niður í 11
sýni í einstökum tilfellum Hér á ís-
landi voru tekin sýni úr 44 kúm á
Suðurlandi, nánar tiltekið í Hraun-
gerðishreppi, sem valdar voru sér-
staklega með tilliti til ætternis
eftir
Emmu
Eyþórsdóttur,
Rannsókna-
stofnun
land-
búnaðarins
þannig að þær væru óskyldar eða
einungis fjarskyldar. Flest kúakyn
er að finna í Noregi eða átta en flest
þeirra telja mjög fáa gripi nema
NRF sem er framleiðslukynið eins
og flestum mun kunnugt. í Finn-
landi og Danmörku voru tekin sýni
af fimm kúakynjum í hvoru landi
og fjórum í Svíþjóð. Sýnatöku
seinkaði mjög úr tveimur algeng-
ustu mjólkurframleiðslukynjunum í
Svíþjóð (SLB og SRB), sem olli
því að ekki tókst að taka niðurstöð-
ur um þau með í uppgjörinu.
Skráð voru útlitseinkenni (hom
og litur) á öllum gripum og ættemi
eftir því sem upplýsingar vom til.
Blóðsýnin vom greind með tilliti til
11 blóðflokkakerfa, 8 blóðpróteina,
eins vefjaflokks og 9 DNA merki-
genasæta.
60
64
48
Norður-finnskar kýr
---------- rSænskar fjallakýr
----------------------- ífslenskar kýr
42
24
sSTN (Sidet Trönder og Nordlandsfe), N-Noregi
. Austur-finnskar kýr
- Vestur-finnskar kýr
55
Rauðar kollóttar, Austur-Noregi
19
56
381-
iRauðar kollóttar, Svíþjóð
------------ Norskar Telemark kýr
--------------------------------Rauðar danskar T97Ö
^Danskar Shorthorn
Norskar Dala kýr
38
44
'Finnskar Ayrshire
75
86
Norskar - NRF
— Finnskar Holstein-Friesian
-----------Jóskar kýr
-------------------------Danskar svartskjöldóttarT 965"
55
r*
Fjarðakýr, Vestur-Noregi
------------Rauðar kollóttar, Vestur-Noregi
15
Danskar
Jersey
Mynd 1. Yfirlit um skyldleika kúakynja á Norðurlöndum byggt á tíðni
blóðflokka, blóðpróteina og DNA-merkigena, alls 29 erfðavísasœti. Myndin
sýnir sk. erfðafrœðilega fjarlœgð og gefa tölumar til kynna hlutfallslegt
öryggi staðsetningar hverrar greinar (eftir J. Kantanen, 1999).
42 - FREYR 3/2000