Freyr - 01.04.2000, Page 43
Sœnsk fjallakýr. Þessar kýr eru upprunnar í Norður-Svíþjóð enfátt er eftir af
óblönduðum gripum.
Helstu niðurstöður
Niðurstöður varðandi blóðflokka
og blóðprótein voru bomar saman
við eldri rannsóknir á sömu atriðum
sem gerðar voru á tímabilinu 1960
til 1970. Þar kom fram að breyting-
ar á erfðasamsetningu hópanna
hafa ekki orðið verulegar á þessu
tímabili (30 - 40 ár) og kynin hafa
haldið hvert sinni sérstöðu. Þó
vom merki um tap á erfðabreyti-
leika í sumum kynjum, bæði í stóru
ræktuðu kynjunum og sumum
gömlu kynjunum. Þama getur
bæði verið um að ræða áhrif lítilla
stofna og óbein áhrif skipulegrar
ræktunar.
Niðurstöður um tíðni erfðavísa
sem stýra gerðum mjólkurpróteina
sýndu að tíðni kappa, kaseins B er
hærri í gömlu norrænu kúakynjun-
um en í stóm framleiðslukynjunum.
Þessi próteingerð hefur vakið
áhuga manna á undanfömum ámm
vegna jákvæðra tengsla við við nýt-
ingu mjólkur til ostagerðar. Sama
máli gegnir um tíðni beta-kaseins
A2, sem var nokkuð hærri í göml-
um kynjum, sérstaklega þeim sem
eiga uppruna sinn norðarlega á
svæðinu. Að öðm leyti kom ekki
fram verulegur munur á tíðni
mjólkurpróteina.
Skyldleiki kynjanna innbyrðis
var metinn út frá öllum tiltækum
niðurstöðum og þá kom fram sam-
hengi sem sýnt er á 7. mynd. í heild
má segja að kynin raðist í fjóra
aðalhópa, sem eru eftirfarandi:
1. Norðlæg gömul kyn, þ.e. ís-
lenskar kýr, gömul kyn frá A- og
V-Finnlandi, sænska fjallakynið
og STN (Sidet Trpnder og Nord-
landsfe) frá norðanverðum Nor-
egi.
2. Suðlæg gömul kyn, þ.e. gömlu
rauðu kynin í A- Noregi og Sví-
þjóð, rauðar danskar kýr ásamt
Telemark kyninu og dönskum
stutthymdu kúnum (Shorthom).
3. Kyn, sem eiga rætur að rekja til
Ayrshire og Friesian ræktunar,
þ.e. rauðskjöldóttu og svart-
skjöldóttu kynin sem standa
undir nær allri framleiðslunni á
Norðurlöndum, ásamt jóska kúa-
kyninu í Danmörku.
4. Jersey kýr, sem ekki em skyldar
neinum hinna hópanna.
Auk þess vom þrjú norsk kyn
sem ekki röðuðust í neinn af hóp-
unum, þ.e. Dalakýr, Fjarðakýr í V-
Noregi, og rauðar kollóttar í V-
Noregi., og er sennilegt að inn-
blöndun óskyldra gripa frá fyrri tíð
sé orsökin. Ut frá þessum niður-
stöðum má reikna fjölda kynslóða
Kýr af norsku Fjarðakyni. Kynið er
samsafn lítilla erfðahópa sem voru
rœktaðir hver í sínum firði í N-
Noregi og því er litafjölbreytni mikil.
frá því kynin voru aðskilin í ræktun
og ef það er gert fyrir íslenska kyn-
ið og STN kynið í N- Noregi, sem
stendur næst því íslenska, fæst 221
kynslóð eða 1100 til 1300 ár, miðað
við 5-6 ára ættliðabil. Þetta fellur
beint saman við sögulegar heimild-
ir um landnám íslands. Önnur kyn
eru fjær íslenska kyninu eða yfir
300 kynslóðir.
Niðurstöðumar benda til þess að
nautgripir hafí upphaflega komið til
Norðurlanda bæði úr austri (norð-
lægu kynin) og suðri (suðlægu kyn-
in) og að uppruni íslenska kynsins
sé í norðaustri. Rannsóknir á naut-
gripakynjum í norðanverðu Rúss-
landi gætu gefíð til kynna hvort
þessi kenning stenst en ekki er vit-
að til að þær hafí verið gerðar.
Mat á erfðabreytileika innan
kynjanna leiddi í ljós hlutfallslega
svipaðan breytileika innan gömlu
kynjanna, þar sem stofnamir em yf-
irleitt litlir, og innan stóm fram-
leiðslukynjanna og almennt er mun
meiri breytileiki innan kynja en á
milli þeirra. Breytileikinn virðist
því ekki kominn að hættumörkum í
litlu stofnunum þrátt fyrir fáa gripi
og tekist hefur að forðast óhóflega
skyldleikarækt. Þetta gefur vonir
um að unnt sé að halda þeim við
áfram ef þess er gætt að nota eins
marga gripi og mögulegt er sem
foreldra í hverri kynslóð. I sumum
tilfellum má einnig breikka grunn-
FREYR 3/2000 - 43