Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Síða 45

Freyr - 01.04.2000, Síða 45
Sœnsk rauðkollótt kýr með kálf Kynið er þe'ttbyggt og var rœktað bœði til mjólkur- og kjötframleiðslu. Samantekt og ályktanir Tilefni og tilgangur þessara rann- sókna var að afla þekkingar um stöðu og skyldleika kúakynja á Norðurlöndunum, sem mörg hver eiga undir högg að sækja og ræktun og viðhald þeirra nýtur stuðnings frá opinberum aðilum. Niðurstöð- umar gefa gott yfirlit um þetta og hafa gefið tilefni, kenningar um mismunandi uppruna kynjanna á Norðurlöndum, annars vegar úr austri og hins vegar úr suðri. Skipt- ing kynjanna eftir skyldleika er misömgg ef byggt er á fyrirliggj- andi gögnum en norðlægustu kyn- in, að íslenska kyninu meðtöldu, skilja sig afgerandi frá öðrum hóp- um. Með því að rannsaka fleiri DNA merkigen má fá öraggari nið- urstöður og hefur frekari greining á sýnum úr 2-3 kynjum innan hvers undirhóps nú verið skipulögð sem hluti af stóm alþjóðlegu verkefni um erfðabreytileika nautgripakynja í Evrópu. Norræni genbankinn fyr- ir húsdýr mun nýta niðurstöðumar beint til leiðbeininga um ræktun og viðhald kúastofna á Norðurlöndum og mun miðla þeim til viðeigandi aðila í hverju landi. Niðurstöðumar staðfesta sérstöðu og einangrun ís- lenska kúakynsins og er þróun þess án innblöndunar í 1000 ár sennilega einstök í heiminum. Almennt hefur verkefnið og nið- urstöður þess vakið mikla athygli, sem m.a. kemur fram í miklum áhuga vísindamanna víða að um samvinnu um frekari rannsóknir á sýnum úr verkefninu og samanburð við efnivið annars staðar frá. Nú er unnið að undirbúningi verkefnis (einnig á vegum NGH) þar sem kúakyn frá Eystrasaltslöndunum og Póllandi verða borin saman við kynin á Norðurlöndum og sótt hef- ur verið um styrk til Evrópusam- bandsins um nýtt verkefni þar sem hugmyndin er m.a. að nýta DNA sýni úr norræna verkefninu til að þróa nýjar aðferðir við mat á erfða- breytileika og skyldleika búfjár- kynja. I nær öllum tilfellum em það sýnin frá íslandi sem mestur áhugi er á vegna sérstöðu kynsins. Vert er að þakka öllum þeim aðil- um hér á landi sem aðstoðuðu við skipulagningu, sýnatöku og einangr- un DNA úr blóðsýnum, þeim Jóni Viðari Jónmundssyni hjá Bænda- samtökum íslands, Þorsteini Ólafs- syni hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands og Valgerði Andrésdóttur á Tilraunastöðinni á Keldum. Enn- fremur vil ég þakka bændunum sem leyfðu góðfúslega sýnatöku úr kúm sínum, en þeir em: Baldur Sveins- son, Litla-Armóti; Magnús Guð- mundsson, Oddgeirshólum og Gísli Haukson, Stóm-Reykjum auk Til- raunastöðvarinnar á Stóra-Ármóti. Heimildir Kantanen, J., 1999. Genetic diver- sity of domestic cattle (Bos taurus) in North Europe. Ph.D. thesis. University of Joensuu, Publications in sciences, no. 52. 49 bls + viðaukar. Kantanen, J., I. Olsaker, L-E. Holm, J. Vilkki, S. Lien, K. Sandberg, E. Ey- þórsdóttir, & S. Aðalsteinsson, 1998. Intra- and interracial genetic variation in North-European cattle breeds. Pro- ceedings of the 6th World Congress on Genetics Applied to Livestock Produc- tion, 28:159-162. Kantanen, J., I. Olsaker, S. Adal- steinsson, K. Sandberg, E. Eyþórs- dóttir, K. Pirhonen & L-E. Holm, 1999. Temporal changes in genetic variation of North-European cattle breeds. Ani- mal Genetics 30:16-27 MacHugh, D.E., C.S. Troy, F. Mac- Cormick, I. Olsaker, E. Eyþórsdóttir & D. G. Bradley, 1998. Early medieval cattle remains from a Scandinavian settlement i Dublin: genetic analysis and comparison with extant breeds. Philosophical transactions of the Royal Society London B, 354:99-109. Lien, S., Kantanen, J., Olsaker, I., Holm, L-E., Eyþórsdóttir, E., Sandberg, K., Dalsgard, B. & Adalsteinsson, S., 1999. Comparison of milk protein allele frequencies in Nordic cattle breeds. Animal Genetics 30:85-91 Haeringen W.A.van, P.S. Gwakisa, S. Mikko, E. Eythorsdottir, L.E. Holm, I. Olsaker, P. Outteridge, L. Andersson, 1999. Heterozygosity excess at the cattle DRB locus revealed by large scale genotyping of two closely linked microsatellites. Animal Genetics 30:169-176. FREYR 3/2000 - 45

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.