Freyr - 01.04.2000, Page 46
NAUT TIL NOTKUNAR VEGNA AFKVÆMAPROFANA
Sveppur98035
Fæddur 26. september 1998 hjá
Halldóri Jóhannessyni, Furu-
brekku, Staðarsveit.
Faðir: Stúfur 90035
Móðurætt:
M. Jenna 154,
fædd 7. september 1993
Mf. Almar 90019
Mf. Ólafía 135
Mff. Rauður 82025
Mfm. Alma 289,
Ytri-Tjömum
Mmf. Óli 88002
Mmm. Skvetta 105
Lýsing:
Rauðskjöldóttur, kollóttur. Stuttur
þróttlegur haus. Sterkleg yfirlína.
Feikilega boldjúpur en aðeins flöt
rif. Langar, þaklaga malir. Sterk-
leg fótstaða. Jafn og allvel hold-
fylltur.
Umsögn:
Sveppur var 65,8 kg tveggja mán-
aða gamall en 336,5 kg við eins árs
aldur. Vöxtur hans er að jafnaði
918 g/dag til frá 60 daga aldri.
Umsögn um móður:
Jenna 154 hafði í árslok 1999
mjólkað í 3,3 ár, að meðaltali 6051
kg af mjólk á ári með 3,36% pró-
teini eða 203 kg af mjólkurpróteini.
Fituhlutfall 3,76% sem gefur 228
kg af mjólkurfitu. Samanlagt magn
verðefna því 431 kg á ári að meðal-
tali.
Nafn Kynbótamat Útlitsdómur
og nr. móður Mjólk Fita % Prótein Heild % Frumu- tala Stig alls Júgur Spenar Mjöltun Skap- gerð
Jenna 154 119 97 97 117 105 84 16 17 18 5
Umbi 98036
Fæddur 22. september 1998 hjá
Þórkatli Þórðarsyni, Miðgörðum,
Kolbeinstaðahreppi.
Faðir: Almar 90019
Móðurætt:
M. Síða 134,
fædd 16. janúar 1993
Mf. Hólmur 81018
Mf. Reyður 82
Mff. Rex 73016
Mfm. Síða 39, Hólmi
Mmf. Þráður 86013
Mmm. Skjalda 64
Lýsing:
Rauðskjöldóttur, kollóttur, haus í
lengra lagi. Yfirlína jöfn. Útlögur og
boldýpt í meðallagi. Malir jafnar og
langar. Rétt fótstaða. Fremur nettur,
en langur, allvel holdfylltur gripur.
Umsögn:
Við tveggja mánaða aldur var Umbi
65 kg að þyngd en var orðinn 332,8
kg ársgamall. Hann hafði því vaxið
um 881 g á dag á þessu aldursskeiði.
Umsögn um móður:
í árslok 1999 var Síða 134 búin að
mjólka í 4,3 ár, að meðaltali 5181
kg af mjólk með 3,16% próteini eða
164 kg af mjólkurpróteini á ári.
Fituhlutfall mjólkur 3,81% sem
gefur 197 kg af mjólkurfitu. Sam-
anlagt magn verðefna því 361 kg á
ári að meðaltali. Athygli vekur að
hún er búin að eiga fimm kálfa og
frávik í burðartíma aðeins hálfur
mánuður öll þessi ár.
Nafn Kynbótamat Útlitsdómur
og nr. móður Mjólk Fita Prótein Heild % % Frumu- tala Stig alls Júgur Spenar Mjöltun Skap- gerð
Síða 134 115 98 104 116 114 87 17 17 18 4
46 - FREYR 3/2000