Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 35

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 35
eríunnar. Síðan er tjáningarferjan einangruð og hreinsuð úr bakterí- unni og þá er DNA bóluefnið tilbú- ið til notkunar. DNA sameindir eru settar saman úr byggingareiningum sem nefnast kirni (nucleotide). Kimin em af fjómm gerðum, ad- enosín (A), cytosín (C), guanosín (G) og thymidín (T). A ferjunni er sterkt stýrisvæði sem eykur tjáningu gensins og í ferju DNA eru líka svokallaðar ónæmisörvandi kimisraðir (imm- unostimulatory sequences), sem eru sérstakar stuttar CpG raðir úr bakteríu DNA. CpG raðimar virka eins og ónæmisglæðir. Ekki er al- veg ljóst hvað gerist þegar DNA er sprautað í skepnuna en ferjan er líklega tekin upp í sýnifrumur, gen- ið er umritað og tjáð sem prótein eða ónæmisvaki (Tighe o.fl. 1998) Hægt er að beina ónæmissvari á Th1 braut (4. mynd) CpG stefin gera það að verkum að DNA bólusetning beinir ónæm- issvarinu fremur á Thl braut en Th2 braut, þannig að mögulegt er að nota DNA bóluefni til að beina ónæmissvari á Thl braut. Þessi eiginleiki DNA bóluefna gerir menn vongóða um að nú sé hægt að þróa bóluefni gegn ofnæmi af gerð I. Tilraunir í nagdýrum hafa sýnt að bæði er hægt að vemda gegn ofnæmi og lækna ofnæmi með DNA bólusetningu eða með því að snúa ráðandi Th2 svari yfir í ráðandi Thl svar (Spiegelberg o.fl. 1998). Um allan heim eru DNA bóluefni í þróun ekki síst gegn inn- anfmmu sýklum þar sem vöm eftir Thl braut er nauðsynleg og gegn ofnæmi af gerð I sem er orsakað af ónæmissvari á braut Th2. Ymsir erfiðleikar virðast þó í veginum, því að þó að mjög góður árangur hafi náðst í músum reynist ekki eins auðvelt að endurtaka til- raunimar í stærri dýrum. Veikari ónæmissvörun fæst yfirleitt við DNA bólusetningu en með prótein Culicoides mýfluga ► Gen ónæmis- vaka ► Genið á tjáningalerju ► WAOWÆM: CpG raðir Tjáningarfeija mcð gcni |.| fjölfölduð í baklcríurækt )}% og fcrju-DNA hrcinsað / | frábakteríu-DNA ► Bólusetl með ferju sem tjáir ónæmisvaka-gen I Mynd 3. Framleiðsla og á DNA-bóluefni. bóluefnum. Einnig er mis- jafnt hvaða tjáningarferjur og hvernig CpG raðir hæfa hverri tegund. En allt em þetta erfiðleikar sem trúlega verður sigrast á, þróaðar verða tjáningarferjur og CpG raðir sem hæfa hverri tegund. Ef ónæmissvar er ekki nægilega kröftugt eftir DNA bólusetningu er sá möguleiki fyrir hendi að beina því á Thl braut með DNA bólusetningu og end- urbólusetja síðan með sam- svarandi próteini til að efla svarið. Annar möguleiki er að bólusetja með blöndu af próteini og CpG röðum sem ónæmisglæði til að beina ónæmissvari á Thl braut (Babiuk o.fl. 2000). Bóluefni gegn sumarexemi í hestum Markmið verkefnisins er að skilgreina ofnæmisvak- ana í mýflugunum og gen þeirra, skilgreina betur eðli þeirra ónæmissvara sem stuðla að sumarexeminu og þróa aðferðir til bólusetning- ar gegn því. Skipta má verk- efninu gróft í þrjá áfanga: 1. Klónun og raðgreining gena fyr- ir ofnæmisvökunum og fram- leiðsla og raðgreining próteina: Þetta er gríðarlega erfið vinna og tímafrek. Til þess að þetta markmið náist þarf að fara fram forvinna til að framleiða próf- efni sem notuð eru við einangr- unina því að rannsóknir á ónæmiskerfi hrossa eru komnar skemur en í músum og mönnum og því mun færri prófefni til fyr- ir hesta. Einnig er líklegt að of- næmisvakarnir séu fleiri en einn. Verið er að vinna að þess- um áfanga í Bem og á Keldum. 2. Skilgreina eðli þeirra ónæmis- svara sem stuðla að sumarexem- inu. Til þess að geta þróað bólu- efni sem á að beina ónæmissvar- inu inn á Thl braut verður að vera hægt að mæla hvort hest- amir em að svara með Thl eða Th2 svari. Mælingar á ónæmis- boðefnum í hestum eru skammt á veg komnar, en þó er búið að klóna genin fyrir öll helstu boð- efnin. Setja á upp líkan í hestum þar sem hestar em sprautaðir annars vegar með albumin pró- teini úr mönnum (HSA) þannig að þeir mynda ofnæmi gegn því. Hins vegar eru þeir spraut- aðir með HSA geninu á tjáning- arferju. Ónæmissvörun hest- anna verður síðan borin saman, bæði hvað varðar myndun HSA sérvirkra mótefnaflokka (IgGa, IgGb IgGc og IgE) og boðefna þegar hvítfrumur þeirra eru örv- aðar í rækt með HSA próteininu. FREYR 13-14/2000 - 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.