Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 40
Tilkynning
777 þátttakenda í
gæða-skýrsluhaldi í hrossarækt
Eins og flestum ætti að vera kunnugt
er verið að koma á fót gæðavottun á
öryggi ættar og uppruna í
skýrsluhaldinu til að koma til móts
við þessar kröfur og auðvitað þeim
sem hrossarækt stunda til hagsbóta.
Folöld sem fæddust á árinu 1999
voru fyrstu gripimir sem komu til
skráningar í þessu nýja kerfi og er
fróðlegt að glugga í 1. töflu þar sem
kemur fram hversu stór hluti náði A-
vottun. Það er tæplega fjórðungur
skráðra folalda sem nær þessu stigi
þetta fyrsta ár og verður það að
teljast bærilegur árangur.
Skýrsluhald með gæðavottun eða
gæðaskýrsluhald er í sjálfu sér ekki
flókið fyrirbæri en það felst í því að
þrenns konar skýrslur eru fylltar út
og sendar inn til skráningar hjá
hrossaræktardeild Bændasamtak-
anna í ákveðinni röð og fyrir
ákveðinn tíma. Það er rétt að rifja
upp aðalatriðin í þessu ferli:
1. Stóðhestaskýrslur/fangvottorð:
Fyrsta stigið af þremur í gæða-
vottuninni er skýrsla sem um-
sjónarmanni stóðhests er falið
að fylla út en þar koma fram
allar þær hryssur sem hjá hestin-
um voru það tímabil sem um
ræðir og upplýsingar um ef
hryssurnar voru sónaðar og nið-
urstaða þeirrar skoðunar.
Hryssueigandi getur einnig farið
þá leið til að tryggja sig að fylla
sjálfur út sínar hryssur á sérstök
Gögn til skýrsluhalds vegna árs-
ins 2000 eiga að vera komin til allra
þátttakenda. Vegna óviðráðanlegra
tafa á útsendingu gagna er skila-
frestur á öllum skýrslum er varða
fangvottorð og fá síðan staðfest-
ingu umsjónarmanns stóðhests.
Stóðhestaskýrslur og fangvott-
orð er hægt að nálgast hjá bún-
aðarsamböndum eða BÍ. í fram-
tíðinni verður hægt að prenta
slík vottorð (eyðublöð), hálfút-
fyllt, beint úr WorldFeng.
2 Fang- og folaldaskýrsla: Annað
stig er síðan útfylling á s.k.
fang- og folaldaskýrslu. Þessa
skýrslu kannast auðvitað allir
við sem hafa tekið þátt í skýrslu-
haldinu, en hér er um að ræða þá
hálfútfylltu skýrslu sem berst á
haustin þar sem listaðar eru allar
hryssur búsins. Þessi skýrsla er
útfyllt að hluta til, þ.e. fram
kemur númer, nafn og litur
hryssu og númer og nafn stóð-
hests sem hryssan var leidd til
(sbr. fangvottorð síðasta árs).
Hér þarf að fylla inn hvort
hryssa hefur kastað, hvors kyns
folaldið er, litur þess og ein-
staklingsnúmer þess auk afdrifa
sé það ekki sett á til lífs.
gæða-skýrsluhald fyrir árið 2000 til
1. mars 2001. Munið að staðfesta
með undirskrift og dagsetningu á öll
blöð sem þið sendið inn til
skráningar.
3. Vottorð um einstaklingsmerk-
ingu: Lokastigið er síðan ein-
staklingsmerking folaldsins
(frostmerking eða örmerking)
og útfylling á vottorði um ein-
staklingsmerkingu. Þegar um er
að ræða folald í gæðavottuðu
skýrsluhaldi þá þarf einungis að
skrá fæðingarnúmer, nafn og
uppruna auk frost- og/eða ör-
merki á vottorðið. Folöldin skal
merkja þegar við móðurhlið en
menn hafa tíma fram í febrúar
árið eftir að folaldið fæðist til
þess að merkja það og skila inn
skýrslunni.
Ef að þessi þrjú þrep eru í lagi þá
gefur hrossaræktardeild Bænda-
samtakanna út sérstakt skráningar-
vottorð (e.k fæðingarvottorð eða
nafnskírteini) fyrir viðkomandi fol-
ald sem fylgir því síðan alla ævi. Ef
upplýsingar um ætternisfærslur
hrossa berast ekki eftir þeim farvegi
sem rakinn er hér áður er eina leið-
in til þess að fá vottun að sanna ætt-
ernið með DNA ættemisgreiningu.
Altalað á kaffistofunni
Agúst H.
Kviðlingar og kvæði vestur-
íslenska skáldsins Káins
hafa tvisvar verið gefin út
hér á landi, fyrst í ítarlegri útgáfu
árið 1945, sem Richard Beck sá
um, og aftur á 8. áratugnum í
styttri útgáfu, sem Tómas Guð-
mundsson, skáld, sá um.
í fyrri útgáfunni, en ekki hinni
síðari, er ljóð sem Káinn orti í tilefni
af því að Ágúst H. Bjamason, pró-
fessor í heimspeki, kom í fyrirlestra-
ferð til Vesturheims. Hér fara á eftir
þijú af ljómm erindum ljóðsins:
Ágúst H.
Nú heilsa eg heimspeking frœgum
og hneigi mig. - Sœll vert þú -
heiðraði herra Agúst,
H. - “do you do?".
Það er svo hressandi, heilnœmt,
og heimskuna dœmir í bann,
að hlusta ’ cí þig, herra Agúst,
H. - lœrðan mann.
Þeir, sem að þekkja þig, vita,
þegar að komið er haust
heldur þú heimleiðis, Agúst
H. - vaðalaust.
40 - FREYR 13-14/2000