Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 38

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 38
WorldFeng (url) ásamt notenda- nafni og lykilorði til að geta farið að nota kerfið. Enginn tími hjá notendum fer í flóknar og tíma- frekar uppfærslur á forritinu og gögnunum, eða afritun gagna. WorldFengur er nýtt tölvukerfi sem byggir á tækni sem nýtir þá miklu byltingu í samskiptum, sem netið er býður upp á. Nýrri tækni fylgja þó ýmsir barnasjúkdómar sem ráða þarf bót á. Vonandi gera þeir ekki vart við sig í ríkum mæli en mikilvægt er að að notendur sýni þessu skilning og þolinmæði á bernskuárum WorldFengs. Samstarf Bændasamtaka Islands og FEIF hefur gengið vonum fram- ar. Fyrsta áfanga á langri leið var náð með undirskrift umfangsmikils samnings um verkefnið síðastliðið sumar. Að samningnum vann skýrsluhaldsnefnd FEIF (FEIF Registration group) en í henni voru Clive Philips, þáverandi formaður nefndarinnar, Jens Otto Veje, rækt- unarleiðtogi FEIF, Lutz Lesener, fulltrúi Þýskalands, Ágúst Sigurðs- son, hrossaræktarráðunautur BI, og undirritaður. Fundir hafa verið haldnir í Skotlandi, Danmörku og íslandi í nefndinni. Á haustmánuð- um var skýrsluhaldsnefndin endur- skipuð og skipa hana nú: Kati Ahola frá Finnlandi, formaður, Reinhard Loidl, frá Austurríki, Ágúst Sigurðsson og undirritaður frá íslandi. Einnig hefur Clive Philips verið boðið að starfa áfram nteð nefndinni, en hann vann ómet- anlegt starf sem lögfræðingur og við að sætta ólík sjónarmið við samningsgerðina milli BI og FEIF. Undanfarið og framundan eru prófanir á WorldFeng kerfinu. Skýrsluhaldsnefnd FEIF vinnur að þessu verki með okkur hjá Bænda- samtökunum og einnig prófunar- löndin Noregur og Sviss. Prófunin er tvíþætt; annars vegar á tölvu- kerfinu sjálfu og hins vegar á skýrsluhaldskerfinu. Síðari próf- unin gengur út að það að finna út hve miklar aðlaganir er nauð- synlegt að ráðast í til að unnt sé að taka inn gögn frá öðrum löndum en Islandi. Stór áfangi er þegar í höfn. Grunnur hefur verið lagður að sam- eiginlegum miðlægum gagna- grunni um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum. Þetta hefur bæði verið gert með smíði á öflugu og nútímalegu tölvukerfi á netinu, en ekki síður með árangursríku og víðtæku samstarfi sem komið er á milli aðildarlanda FEIF og Bænda- samtaka Islands. Mikil áhugi er á verkefninu hver sem borið er niður og það er mikilvægt að okkur takist að vinna vel úr þeim úrlausnarefn- um sem eru framundan. Erfðabreytt sojamjöl í stað kjöt- og beinamjöls í ESB Eins og kunnugt er hefur ESB bannað notkun kjöt- og beinamjöls í fóðri til að vama útbreiðslu kúariðu á sambandssvæðinu. Við það kom upp annað vandamál sem er að nota þarf einhvem annan próteingjafa í fóðrið. Til skamms tíma verður það mál ekki leyst á annan hátt en að flytja inn sojamjöl frá Bandaríkjun- um. Það kostar mikið, auk þess sem vart er um að ræða að flytja inn ann- að en erfðabreytt sojamjöl. Hingað til hafa í Þýskalandi einu verið framleidd árlega um 650 þúsund tonn árlega af beinamjöli. Það hefur jöfnum höndum verið flutt út eða notað í svína- og ali- fuglafóður. Á Evrópumarkaði hefur verð á sojamjöli og skyldum fóðurefnum hækkað verulega að undanfömu. Sama gildir um Chicago markað- inn í Bandaríkjunum og markað fyrir fóðurertur í Kanada. Svínabændur á meginlandinu vara nú neytendur og samtök þeirra við að þessi innflutningur geti leitt til þess að á markaðinn komi erfðabreytt matvæli. ESB hefur þegar keypt 500 þús- und tonn af sojabaunum frá Bandaríkjunum og Suður-Amer- íku. í Bandaríkjunum em erfða- breyttar sojabaunir ræktaðar á 16 milljón hekturum lands, sem er rúmlega helmingur allrar sojarækt- ar þar í landi og í Argentínu eru 80% sojaframleiðslunnar erfða- breytt. Brasilía hefur hins vegar sett sér það takmark að rækta ekki erfðabreyttar sojabaunir en nokkur misbrestur er á því í suðurhluta landsins, þar sem útsæði er smyglað inn frá Argentínu. Neytendur í Þýskalandi eru mjög andsnúnir erfðabreyttum matvælum og samtök þeirra hafa þegar varað við þessum innflutn- ingi. Komi hins vegar í ljós að bú- fé sé fóðrað með erfðabreyttu fóðri má búast við því að kjötneysla dragist enn frekar saman til við- bótar við þann samdrátt sem kúa- riðan hefur valdið. (Landsbygdens Folk nr. 50/2000). Tollfrelsi fátækra land í ESB Tekist er nú á um það í embætt- ismannaráði ESB hvort veita eigi fátækustu löndum heims tollfrjáls- an aðgang að mörkuðum sam- bandsins. Kannað hefur verið hverjar yrðu afleiðingar þess og kemur þá í ljós að það muni kosta ESB 1,4 milljarðar evra (eða um 110 milljarða ísl.kr.) árlega að leggja niður innflutningstolla á hrísgrjónum og sykri. Bændur innan ESB fá nú meira en tvöfalt heimsmarkaðsverð fyrir hrísgrjón og sykur sem þeir framleiða. (Bondebladet nr. 1/2001). 38 - FREYR 13-14/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.