Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 55

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 55
lenska hestinum, er því nauðsynleg ef Island á að halda forystu sinni. Hestamiðstöð Islands gegnir því lykilhlutverki í samkeppnishæfni landsins á þessum sviðum“. Stofnuninni er ætlað að veita faglega ráðgjöf, styrkja verkefni með beinum fjárframlögum, stunda eigin rannsóknarvinnu og kaupa hlutabréf í verkefnum sem tengjast starfsemi stofnunarinnar. Hugmyndir að verkefnum Hestamiðstöðvar íslands hafa komið frá Hólaskóla, Eiðfaxa, áhugahóp um reiðleiðir í Skagafirði, Ferðamálafélagi Norð- urlands vestra og frá starfsmönn- um stofnunarinnar sjálfum. A vef- síðu Hestamiðstöðvar íslands liggur einnig frammi eyðublað fyrir verkefnisbeiðni sem unnt er að senda til stofnunarinnar. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir að Hestamiðstöð íslands. Þorsteinn Tómas Broddason var ráðinn framkvæmdastjóri og hóf störf hinn 2. maí 2000. Hann er með háskólamenntun í markaðs- fræðum þjónustugreina, og frum- kvöðlafræðum frá Háskólanum í Stafangri í Noregi. Ingimar Ingi- marsson er verkefnisstjóri hjá Hestamiðstöð Islands. Hann er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla íslands og hefur unnið að málefnum hrossaræktarinnar í fjölda ára. Ingimar hóf störf hjá Hestamiðstöð íslands í júní 2000. Gert er ráð fyrir þriðju stöðunni innan Hestamiðstöðvar Islands, en ákveðið hefur verið að leita sam- starfs við Hólaskóla með þá vinnu. Með þessu næst meiri breidd í störf Hestamiðstöðvarinnar þar sem fleiri einstaklingar koma að starf- inu. Verkefni Þegar Hestamiðstöð íslands tók til starfa sl. vor biðu þegar nokkur verkefni úrlausnar. Byrjað var á að fmna samstarfsaðila að þeim og hafist handa við nokkur þeirra. Síðan hafa fleiri verkefni bæst við. Flest verkefnin, sem eru í vinnslu, eru langtímaverkefni sem sýna ekki áþreifanlegan árangur fyrr en eftir tvö til þrjú ár, en þó eru nokk- ur sem nú þegar er lokið. Af lang- tímaverkefnum stofnunarinnar ber fyrst að nefna Gæðaátak á hrossa- ræktarbúum, þar sem hrossarækt- endum verður boðið upp á aðstoð við endurskipulagningu á hrossa- ræktinni sem og rekstri búanna. Þetta er gert með því að bjóða upp á námskeið í hverjum hinna ýmsu þátta, sem að hrossaræktinni snúa, og jafnframt verður gerð úttekt á núverandi ástandi ræktunarinnar og gerðar tillögur um úrbætur. Verkefnið er unnið í samvinnu við Bændasamtök Islands og Land- græðslu ríkisins en fyrsti hópur þátttakenda verður tekinn inn í janúar2001. I upphafi verða ein- ungis bú á Norðurlandi í átakinu, en síðar verður öðrum landshlutum boðin þátttaka. Verkefnisstjóri er Víkingur Gunnarsson, Hólaskóla. Gæðaátak í hestatengdri ferða- þjónustu er annað af tveimur stór- um langtímaverkefnum stofnunar- innar. Hér er reynt að finna hvaða þættir í ferðaþjónustunni það eru sem gestir eru ánægðir með og hvað ekki, jafnframt því sem fyrir- tæki á þessu sviði verða aðstoðuð við að aðlaga rekstur sinn að þess- um forsendum. Verkefnið er í vinnslu og fyrsta úttekt á rekstri fyrirtækja í hestatengdri ferðaþjón- ustu fer fram nk. vor. Verkefnið er unnið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og verkefnis- stjóri er Guðrún Helgadóttir, Hóla- skóla. „Sögusetur íslenska hestsins“, er vinnuheiti á verkefni sem ætlað er að vera sögu- og fræðasetur ís- lenska hestsins. Verið er að skrifa viðskiptaáætlun fyrir setrið og er áætlað að þeirri vinnu verði lokið um miðjan febrúar 2001. Verkefn- isstjóri þessa verkefnis er Þorsteinn T. Broddason, Hestamiðstöð ís- lands. Reiðleiðir á íslandi er verkefni sem Hestamiðstöð Islands vill beita sér í. I byrjun nóvember stóð hestamið- stöðin fyrir málþingi um reiðleiðir og kom þar fram að margir voru að vinna að framgangi málsins en lítið um samræmingu aðgerða. Hesta- miðstöðin mun því beita sér fyrir samræmingaraðgerðum í skipulagn- ingu á reiðleiðum á landinu í heild. Þetta þýðir að Hestamiðstöð Islands mun hafa frumkvæði að samskiptum hinna ólíku aðila, sem að málinu koma, og vera tengiliður í allri þeirri skipulagsvinnu. Verkefnisstjóri þessa verkefnis er Ingimar Ingimarsson. Ymis önnur verkefni eru í vinnslu hjá starfsmönnum stofnunarinnar, en þau eru öll skráð á vefsíðu stofnunarinnar, www.horses.is. Hestamiðstöð Is- lands hvetur þá, sem hafa spum- ingar um framkvæmdir eða verk- efni stofnunarinnar, að hafa sam- band. Einnig veitir stofnunin alla almenna ráðgjöf á því sviði sem hún vinnur á. Vinnuvika danskra kúabænda 59 klst. Kúabændur vinna mest allra danskra bænda eða 59 klst. á viku. Svínabændur vinna að meðaltali 49 klst. en bændur með blandaðan búrekstur vinna 52 klst. Einungis fjósverkin, vinna á ökmm og bók- haldsvinnan er talin með. Kúabændur eiga einnig sjaldn- ast frí. Meira en þriðjungur þeirra hefur innan við fimm daga frí á ári og einungis tíundi hver kúa- bóndi hefur einn frídag í viku. Könnunin sýnir einnig að danskir kúabændur, sem flestir em karlmenn, vinna 2-3 tíma í viku við heimilisstörf, hæstur er aldurshópurinn 40-50 ára með 3,6 klst. á viku. (Bondebladet nr. 1/2001). FREYR 13-14/2000 - 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.