Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 47

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 47
Frá Félagi hrossabœnda Ársyfirlit 2000 Sameiginlegt skrifstofuhald Ein mesta breyting sem orðið hefur á rekstri félagsins um árabil varð á árinu þegar það sameinaði skrifstofuhald sitt Landssambandi hestamannafélaga en félagið hafði áður aðstöðu hjá Bændasamtökum Islands. Fjárhagsstaða félagsins hefur lengi verið erfið og því nauð- synlegt að spara í rekstri á allan hátt og ljóst er að sameiginlegt skrifstofuhald er mun hagkvæm- ara. Hulda G. Geirsdóttir lét af störfum hjá félaginu í október sl. og tók við ritstjóm Eiðfaxa Inter- national. Til að sinna málum félagsins var ráðin Sólveig Asgeirsdóttir og hef- ur hún aðsetur á nýju skrifstofunni og starfar þar ásamt Sigrúnu Ög- mundsdóttur. Sólveig hafði áður starfað á skrifstofu LH, fyrir hesta- mannafélagið Fák og víðar. Heimasíða félagsins var opnuð á sl. ári með gagnlegum upplýsing- um um félagið, deildir innan þess og fundargerðir félagsins ásamt lögum þess o.fl. Á árinu 2000 hef- ur heimasíðan verið endurgerð og ýmsar upplýsingar verið uppfærðar og leiðréttar. Heimasíða Félags hrossabænda er á hinum nýja vef Eiðfaxa.is og er hægt að fara inn á heimasíðuna strax á upphafs- síðunni. Veffang Eiðfaxa er www.eidfaxi.is og veffang Félags hrossabænda er www.stak.is/fhb Félagið hefur fengið nýtt netfang en það er fhrb@isisport.is Aðalfundur 2000 Aðalfundurinn var haldinn hinn 13. apnl sl. í Bændahöllinni. Um 11 tillögur voru bomar upp og flestar þeirra samþykktar. Meðal þeirra sem samþykktar voru em eftirfarandi: eftir Sólveigu Ásgeirsdóttur, Félagi hrossa- bænda Samþykkt var á aðalfundinum að gengið yrði til samninga við hags- munaaðila um sameiginlegt skrif- stofuhald og rekstur markaðsfull- trúa. Þá var samþykkt tillaga um að stjóm F.hrb beiti sér fyrir hertari og markvissari lögum um búfjárhald og fóðureftirlit. Einnig var samþykkt að hvetja til markvissra aðgerða í gæðastýringu í hrossarækt með því að koma á skipulögðum hársýnatökum til DNA-greininga við einstaklings- merkingu folalda og sýningu kyn- bótahrossa. Verði sú aðferð tekin upp einfaldast mjög skýrslugerð hrossabænda við gæðaskýrsluhald- ið og pappírsvinna verður mun minni. I kosningum vom tveir menn kosnir í stjóm, þau Ólafur Einars- son og Helga Thoroddsen. Þrír menn vom kjömir í varastjóm, þeir Sigbjöm Bjömsson, Elvar Einars- son og Kútur Ármann. Búnaðar- þingsfulltrúi var kjörinn Baldvin Kr. Baldvinsson. Skoðunarmenn reikninga vom kosin þau Kjartan Georgsson, Leopold Jóhannsson og Bima Hauksdóttir. Formannafundur Hann var haldinn hinn 16. nóv- ember á skrifstofu LH í húsakynn- um ISI í Laugardal. Fundinn sátu stjóm F.hrb, starfsmaður og fyrr- verandi markaðsfulltrúi, auk full- trúa deilda félagsins. Rætt var um stöðu mála og jafnframt fluttu full- trúar deildanna skýrslu um starf- semi sína. Fyrrverandi markaðsfulltrúi, Hulda G. Geirsdóttir, var boðuð á fundinn þar sem henni var afhent gjöf um leið og henni var þakkað af stjórn og fulltrúum deildanna gott starf. Samráðsfundur Fagráðs í hrossarækt Fundurinn var haldinn hinn 17. nóvember á Hótel Sögu. Erindi fundarins var markaðsöflun á Bandaríkjamarkaði. Til máls tóku þau Helga Thoroddsen, Sigurbjöm Bárðarson og Ólafur Hafsteinn Einarsson sem öll hafa reynslu af markaðssetningu þar ytra. Ymsir kvöddu sér hljóðs og sögðu sínar skoðanir en allir voru þó á einu máli um það að vinna eigi áfram að markaðssetningu í USA. Þar er áhugi á íslenska hestinum og áhugi á að kynnast honum betur. Það var samdóma álit þeirra sem þar tóku til máls að mikilvægast væri að samstaða ríkti meðal þeirra sem ætla að selja íslensk hross á Bandaríkjamarkaði. Einnig var lögð áhersla á að tekið verði fyrir eitt svæði í einu við markaðssetn- ingu en jafnframt yrðu ræktuð þau viðskiptasambönd sem þegar væm fyrir hendi. Uppskeruhátíð hestamanna Að uppskeruhátíðinni standa Fé- lag hrossabænda og Landssamband hestamannafélaga. Hátíðin var haldin sama dag og samráðsfund- urinn eða hinn 18. nóvember á Broadway og hófst skemmtunin kl. 19.00. Veislustjóri var Hákon Að- FREYR 13-14/2000 - 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.