Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 52

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 52
Frá átaki í hestamennsku Samningar viö ríki Á haustdögum 1999 var sett af stað vinna við gerð samnings milli ríkisstjórnar Islands og samtaka hrossaræktar og hestamennsku um átaksverkefni um gæðastefnu í greininni. Af hálfu ríkisins unnu að samningnum Hákon Sigurgríms- son, Bjami Guðmundsson, Skúli Skúlason og Bjöm H. Barkarson frá ráðuneyti landbúnaðarmála. Samn- inganefnd greinarinnar samanstóð af Jóni A. Sigurbjörnssyni for- manni LH, Olafi H. Einarssyni formanni FT, Kristni Guðnasyni formanni F.hrb., auk Ágústs Sig- urðssonar fyrir hönd BI. Þama var settur upp metnaðarfullur verkefna- listi um gæðaátak á ýmsum sviðum í greininni og samningar tókust um kr. 75 milljónir úr ríkissjóði til verksins sem dreifist á 5 ár. Samn- ingur þessi um átak um gæðastefnu í ræktun, tamningu, þjálfun, sölu, kynningu og notkun íslenska hests- ins var undirritaður hinn 9. desem- ber 1999 af forsætisráðherra, land- búnaðarráðherra og forsvarsmönn- um fyrrgreindra félaga. Helstu atriði samningsins Samkvæmt 1. gr. samningsins er markmið hans að stuðla að aukinni fagmennsku innan greinarinnar, aðlaga stærð hrossastofnsins mark- aðsaðstæðum, ræktunarmarkmið- um og markmiðum um sjálfbæra landnýtingu, styrkja félagslega samstöðu hrossabænda og hesta- manna og auka arðsemi í greininni. Þessum markmiðum á síðan að ná annars vegar með sérstökum að- gerðum stjómvalda og hins vegar með áhersluverkefnum átaksins. Þær aðgerðir sem stjómvöld skuld- binda sig til að beita sér fyrir á samningstímanum eru að: eftir Ágúst Sigurðsson, hrossa- ræktar- ráðunaut BÍ a) Styðja með nauðsynlegri setn- ingu laga og reglugerða fyrir gæðastjórnunarátak innan hrossaræktarinnar b) Efla nám á sviði hrossaræktar, hestamennsku og landnýtingar c) Setja skýr og afdráttarlaus laga- ákvæði til þess að koma í veg fyrir ofnotkun lands af völdum hrossabeitar d) Afla íslandi alþjóðlegarar viður- kenningar sem upprunalandi ís- lenska hestsins e) Greiða fyrir auknum útflutningi hrossa m.a. með viðræðum við stjórnvöld annarra landa um lækkun innflutningstolla og annarra innflutingskvaða á hrossum f) Tengja íslenska hestinn í aukn- um mæli opinberri landkynn- ingu g) Leita leiða til að tryggja til framtíðar örugga vistun á gagnabanka um íslenska hrossa- kynið. Áhersluverkefnum samkvæmt samningnum er síðan skipt gróf- lega í 6 flokka sem nefna má Stefnumótun, Upprunalandið, Gæðastýring, Reiðkennslustigun, Kynningar- og markaðsátak og Rannsóknir. Stjórn og starfsmenn Félögin, sem að verkefninu standa, tilnefndu hver sinn mann í stjórn átaksins í upphafi ársins. Landssamband hestamannafélaga skipaði Harald Þórarinsson (vara- form. LH), Félag Tamningamanna tilnefndi Ólaf H. Einarsson (form. FT), frá Félagi hrossabænda var til- nefndur Ármann Ólafsson (stjóm- armaður F.hrb.) og Bændasamtök íslands skipuðu Ágúst Sigurðsson (hrossar.ráðunaut). Samkvæmt ákvæðum í samningi þurfti stjómin að velja formann og var Ágúst Sig- urðsson settur í það embætti. Fljótlega varð ljóst að nauðsyn- legt yrði að fá að verkefninu starfs- rnann til að stýra einstökum verk- efnum og sérstaklega til þess að vinna að stefnumótun fyrir átakið og störf og snertifleti þeirra félaga sem að því koma. Á fyrstu vikum vetrar var síðan gerður tímabundinn starfssamningur til 2ja ára við Huldu Gústafsdóttur. Hún hefur yf- irgripsmikla þekkingu á hestageir- anum og er viðskiptafræðimenntuð sem ætti að henta vel til þessara starfa. Starfsaðstaða hennar er hjá samtökum hestamanna í Laugardal. Verkefni fyrsta starfsárs Á þessu fyrsta starfsári átaksins hefur verið unnið að nokkrum áhersluatriðum en mikill tími hefur þó farið í stefnumótunarvinnu fyrir átaksverkefnið í heild og eins fyrir félögin sem að því standa, samstarf þeirra og snertifleti. Til að hjálpa til við þá vinnu var leitað til ráðgjafafyrirtækisins KPMG sem fylgdi þeirri vinnu úr hlaði, ásamt stjóminni, en síðustu vikur ársins 2000 vann hinn nýi starfsmaður átaksins, Hulda Gústavsdóttir, af krafti í þessu. Stefnt er að því að þessari vinnu ljúki nú í byrjun nýs árs. Þó svo að stefnumótuninni sé ekki lokið þá hefur sú vinna samt strax leitt til ákveðins árangurs sem er m.a. hagræðing í skrifstofu- 52 - FREYR 13-14/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.