Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Síða 44

Freyr - 15.12.2000, Síða 44
bæta úr. Rétt er að vekja sérstaka athygli á ástandsflokkun þeirri sem skýrð er í ritinu “Hrossahagar, aðferð til að meta ástand lands”. Þar eru kynntar í máli og myndum einfaldar aðferðir til að lesa landið með tilliti til beitarnýtingar. Þessar aðferðir geta allir sem vilja, tileink- að sér. Rétt er að vekja sérstaka athygli á nokkrum atriðum er snúa að land- nýtingarþætti gæðastýringarinnar. * Ekki er skylda að láta votta beitiland þó að viðkomandi sé þátttakandi í gæðaskýrsluhald- inu. Þátttaka í landvottuninni er frjáls og þarf viðkomandi að sækja um að fá vottun til búnað- arsambands síns. * Vottunarþegar kosta sjálfir vott- unina. * Hrossabændur eiga sjálfir frum- kvæði að gæðastjórnuninni. * Bændasamtök Islands hafa yfir- umsjón með vottunarstarfmu og viðurkenningarskjöl þau er bændur fá, standist jarðir þeirra vottunarkröfumar, eru undirrit- uð af formanni BI og land- græðslustjóra. * Skrá yfir þær jarðir er staðist hafa vottunarkröfur verður birt árlega. Vottunarkerfiö, yfirlit Tilgangur * Að tryggja sjálfbæra nýtingu beitilands. * Að tryggja velferð hrossa. * Þáttur í gæðastjórnun í hrossa- rækt. Vottunaraðferð Vottunin gildir eingöngu fyrir land sem nýtt er til hrossabeitar. Beitiland og landnýting skal metin eftir ástandsskala Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins (Rala) og Landgræðslu ríkisins (Lr.), sem skýrður er í ritinu Hrossahagar. Aðferð til að ineta ástand lands (Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Landgræðsla ríkisins, maí 1997). Við mat á jaðvegsrofi er einnig notað ritið Að lesa landið (Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Landgræðsla ríkisins, 1997). Vottun lands miðast við ástand þess þegar vottun fer fram. Vottunaraðilar Landgræðsla ríkisins ræður starfshóp sem sér um vottunina. Sérfræðingar Landgræðslunnar og Rala í beitarmálum sjá um starfs- þjálfun vottunarhópsins og skulu jafnframt setja hópnum nánari vinnureglur. Vottorð skal gilda eitt ár í senn frá útgáfudegi. Vottunareiningar 1. Ræktað land. 2. Úthagi. 3. Geymsluhólf fyrir brúkunar- hross. 4. Afréttir. Vottun Umsókn bónda um vottun, ásamt korti eða loftmynd af því landi er votta skal. Fram komi stærðir einstakra beitarhólfa. Ekkert beitiland, sem fer í ástandsflokk 5, skal nýtt til beit- ar. Úthaga, sem fer í flokk 4, skal ekki nýta til beitar nema með miklum takmörkunum og/eða markvissum landbótaaðgerðum. Úthagi, sem fer í flokk 3, er nýt- anlegur til beitar með takmörk- unum. Geymsluhólf skulu staðsett á sléttlendi sem auðvelt er að bera á og bæta skemmdir. Þau skulu ekki staðsett í halla eða á rof- sæknu landi. Afréttir sem viðkomandi nýtir til beitar skulu hæfir til hrossabeitar að mati Lr og Rala. Kostnaður Kostnaður vegna vottunar greið- ist af vottunarþega. Landgræðslan í samráði við Fagráð í hrossarækt ákveður gjaldskrá fyrir vottunina. Vinnureglur og skýringar Vottunaraðferð og vottunaraðilar * Vottun fer fram á tímabilinu 15. ágúst til áramóta ár hvert, háð tíðarfari. * Vottun gildir fyrir yfirstandandi ár. * Fara skal um allt beitiland sem votta á og ástand þess metið. Ástandseinkunn skal gefin hverju beitarhólfi, lakast 5 og best 0. Sérstaklega þarf að gaumgæfa ástand landsins við frumvottun og ef vafi getur leik- ið á um ástandsflokkun. I mats- niðurstöðum skal gera grein fyr- ir einstökum beitarhólfum, þó að lágmarki 1 ha. nema um geymsluhólf sé að ræða. * Miðað skal við ástand lands eins og það er þegar matið fer fram. * Vottunarþegi á rétt á að vera við- staddur landmatið og fá allar skýringar er það varðar. * Vottunarþegi, sem fær ekki vott- un á land sitt vegna ástands þess, á rétt á að fá land sitt vott- að næsta ár. * Vottunaraðilar skrá hjá sér upp- lýsingar er varða vottunina og ástand landsins á sérstök eyðu- blöð. Skulu vottunarþegi, Land- græðslan, viðkomandi búnaðar- samband og Bændasamtökin fá samhljóða eintök af niðurstöðu vottunar. * Landgræðslan ræður starfshóp, sem sér um vottunina. Menntun- arkröfur eru: a) BSc próf í bú- vísindum eða sambærileg menntun. b) Nemar sem lokið hafa tveggja ára námi við Búvís- indadeild Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri geta unnið að vottun með þeim starfsmönnum, er lokið hafa námi skv. lið a. * Sérfræðingar Rala og Land- græðslunnar í landlæsi og beit- armálum sjá um starfsþjálfun starfshópsins. * Frumvottun skal ætíð unnin af tveimur aðilum úr áðurnefndum starfshóp. Sú meginregla skal gilda, komi upp álitamál við 44- FREYR 13-14/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.