Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 12

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 12
hross sem aldrei hafa verið snert áður. Tryppið er þessu næst teymt út í hringgerðið, því er strokið þétt- ingsfast um ennið og gjarnan yfir efri tanngarðinn þar til maður sér að það slakar á, en undir húðinni á enninu eru næmar taugar sem hafa róandi áhrif á hrossið þegar þar er strokið. Að þessu loknu losarðu tauminn úr múlnum og flytur þig aftur fyrir það og hvetur það til að hlaupa hringinn með því að sveifla písk í áttina til þess eða aftan við það, án þess þó að slá það. Síðan heldurðu tryppinu á ferð allmarga hringi til hvorrar handar þar til það byrjar að gefa merki um að það vilji hætta og koma til samstarfs. Þessi merki eru mjög skýr þegar þú hefir áttað þig á þeim. Þá stoppar þú, leggur frá þér pískinn og reynir að nálgast það. Þú getur strokið og náð svo til öllum tryppum í fyrstu atrennu en aðeins um helmingur þeirra vill elta þig þá. Þetta er síðan endurtekið næsta dag, að því búnu er skoðað upp í tryppið, tennur raspaðar og það beislað og látið éta með beisli í nokkra tíma. Því næst er það leitt út í gerðið, lagður á það hnakkur og því sleppt þar með tauminn uppi. Best er að hvetja það og láta það hlaupa í hringnum þar til það fer að gefa merki um að það vilji samstarf og hætta. Þá er það tilbúið fyrir knapann Sum tryppi fælast og hrekkja hnakkinn nokkra stund, en flest ró- ast mjög fljótt og hrekkja þá ekki knapann þegar hann er kominn á bak, nema ef hann tekur í tauminn. Knapi á að nota sem minnst taum- hald í byrjun en síðan er tryppinu kennt á tauminn með aðstoð tamn- ingarpísksins og kennarans eða að- stoðarmanns. Nú á tryppið að hafa sætt sig við beisli, hnakk og knapa án þess að verða hrætt eða spennt og vill held- ur vera hjá þér og leita hjálpar en fælast og flýja. Næstum öll tryppi elta þig eftir að þau hafa hlaupið með hnakkinn og öll eftir að þú heftr riðið nokkra hringi Hvernig voru hross frumtamin áður? Þetta hefur verið mjög misjafnt og aðferðir næstum jafn margar og tamningamennimir og það eru til margar góðar aðferðir og engin ein sú besta. Sumir hafa notað svipaða aðferð og þetta og þá stundum óað- vitandi, aðrir hafa beitt meiri hörku og jafnvel kúgað hestana til hlýðni. Rauði þráðurinn í aðferðinni „AF FRJÁLSUM VILJA“ er að tamningamaðurinn beitir aldrei hörku eða kúgar hestinn, en bíður eftir að hann svari honum og komi til móts við hann af frjálsum vilja. Hvað gerist svo eftir þessa þriggja daga frumtamningu ? Á þessum námskeiðum er ekki annað gert en að búa hestinn undir tamningu og gera hann reiðfæran. Síðan hefst hin raunverulega tamn- ing og þjálfun. Eftir þessa þrjá daga er unnt að teyma hestinn hvert sem er, t.d. upp á kerru, hann á að hlýða taumi, það er líka unnt að ríða honum í gerði eða hvar sem er og í stað þess að rífa sig lausan og flýja, ef hann verður hræddur, þá leitar hann til manns og biður um hjálp, þ.e. hann fer að treysta manninum. Síðan, þegar hann kemur heim af námskeiðinu, þá heldur eigandinn áfram að temja hestinn í rólegheit- um á venjulegan hátt, með útreið- um og þjálfun á gangtegundum, en þó er mikilsvert að haldið sé áfram í sama dúr, með því að fá hestinn alltaf til að vinna með sér. Hestar tamdir þannig verða rniklu traust- ari og rólegri, lausir við fælni, viðkvæmni og styggð, en ekkert síður viljugir. Hve langan tíma tekur það að temja hest? Það er ákaflega misjafnt og fer eftir tamningamanninum, gerð hestsins og því hver ætlar að kaupa hestinn eða nota hann. Aðalatriðið er að hesturinn sé það mikil taminn að hann henti væntanlegum not- anda. Ég hef oft verið spurður að því hvað sé góður hestur? Svar mitt er það að góður hestur er sá hestur sem hentar eigandanum. Ovanur maður hefur ekkert að gera við ör- geðja fjörhest o.s.frv. Er hœgt að venja hesta afþví að hrekkja og vera slœgir? Já, það er hægt að venja þá af því að slá ef byrjað er rétt, en það er mjög auðvelt að kenna hestum að verða slægir. Eðli hestsins er að flýja og veita ekki viðnám. Þegar ótaminn hestur er tekinn og bund- inn á bás þá getur hann ekki flúið og fer að verja sig, ýmist með kjafti eða fótum. Ef hann er þá barinn á móti, þá svarar hann og herðist að- eins upp. Það er mjög algengt að tryppi í byrjun tamningar sýni þér rassinn og jafnvel slái en það má venja þau af þessu mjög fljótt ef rétt er að staðið. Það er hins vegar auðveldara að fyrirbyggja en að venja af hrekkjum og slægni eftir að hestamir eru komnir upp á slíkt. Allir hestamenn vilja eiga góðan hest eða hesta. Til þess þarf femt: í fyrsta lagi þarf gott upplag og því verður ekki breytt eftir að hryssan hefur fest fang. í öðru lagi þarf að ala hestinn þannig upp að þetta upplag nýtist. I þriðja lagi þarf hann góða tamningu, og að lokum þarf að hugsa um hann og þjálfa þannig að hann endist. Það er nú einu sinni þannig að miklu auð- veldara er að eignast góðan hest en eiga góðan hest. Þú átt marga hesta og ríður mikið út ennþá ? Já og hef stundum verið gagn- rýndur fyrir að ríða mínum hestum hratt og illa, en það er ekki rétt. Ég ríð að vísu stundum greitt en ekki nema hestamir séu í góðri þjálfun og þoli það vel og allir mínir reið- hestar hafa enst vel, og fram yfir tvítugt, það tel ég besta mælikvarð- ann. M.E. 12 - FREYR 13-14/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.