Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 2

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 2
HEIMILISLÍNA -fjármálin í öruggum höndum ® BÚNAÐARBANKINN Traustur bauki Heimsframleiðsla á mjólk Heimsframleiðsla á mjólk er um 560 milljón tonn á ári. Af því er kúamjólk um 450 milljón tonn, buffalamjólk um 80 milljón tonn og geita- og sauðamjólk o.fl. það sem eftir er. Mjólkurframleiðslan vex um u.þ.b. 1-2% á ári, þar af í Evrópu um u.þ.b. 0,5% en í lönd- um í sterkri framþróun á þessu sviði um allt að 5-6%. í mjólkurframleiðslu á sér stað fækkun og stækkun eininga um þessar mundir, bæði stækkun kúa- búa, mjólkursamlaga og fyrir- tækja. Stærsta fyrirtæki á mjólkur- markaðnum um þessar mundir er „Dairy Farmers of America", þ.e. „Bandarískir mjólkurbændur" en það er til orðið við sameiningu fjölda minni fyrirtækja og tekur ár- lega á móti 15 milljón tonnum af mjólk (sem er um 150 föld fram- leiðsla hér á landi). ESB. Bandaríkin, Kanada og Nýja-Sjáland og Astralía eru stór- tækust í framleiðslu og úrvinnslu mjólkur í heiminum, með 50% framleiðslunnar og 75% af heims- markaði fyrir mjólkurvörur. Stærðarhlutföll milli þessara landa og svæða hafa þó verið að breytast síðasta áratug. Þannig hafa Ástralía og Nýja-Sjáland verið að auka hlut sinn í heimsviðskiptum úr 30% árið 1990 í 51% árið 1999. Þessi þróun hefur einkum orðið á kostnað ESB. En jafnframt á sér stað önnur þróun. „Ný“ lönd í mjólkurfram- leiðslu er einkum að finna í Asíu og Suður-Ameríku. Þar er verið að byggja upp stórar einingar, bæði í framleiðslu og úrvinnslu. í þessum löndum eru það bæði er- lendir fjárfestar og hið opinbera í þessum löndum sem eru að leggja fé í mjólkurframleiðslu og úr- vinnslu til að rnæta aukinni eftir- spum á heimamarkaði og í nálæg- um löndum. Argentína virðist ætla að láta til sín taka á heimsmark- aði, Brasilía stefnir í það að full- nægja eigin þörfum fyrir þessar vörur og Chile eykur útflutning sinn en flytur jafnframt inn mjólk- urvömr. Reiknað er með að þessi heimshluti lokist senn fyrir hefð- bundnum útflutningslöndum mjólkurvara. Sama þróun á sér stað í Asíu. I Indlandi hefur mjólkurframleiðsla aukist mikið á síðari árum og land- ið er farið að flytja út mjólkurduft. Þar er buffalamjólk 80% af fram- leiðslunni. Þá er vænst mikillar aukningar í mjólkurframleiðslu í Kína en nú er mjólkumeysla þar einungis 6 lítrar á mann á ári. (Bondebladet nr. 45/2000). 2 - FREYR 13-14/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.