Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2000, Page 2

Freyr - 15.12.2000, Page 2
HEIMILISLÍNA -fjármálin í öruggum höndum ® BÚNAÐARBANKINN Traustur bauki Heimsframleiðsla á mjólk Heimsframleiðsla á mjólk er um 560 milljón tonn á ári. Af því er kúamjólk um 450 milljón tonn, buffalamjólk um 80 milljón tonn og geita- og sauðamjólk o.fl. það sem eftir er. Mjólkurframleiðslan vex um u.þ.b. 1-2% á ári, þar af í Evrópu um u.þ.b. 0,5% en í lönd- um í sterkri framþróun á þessu sviði um allt að 5-6%. í mjólkurframleiðslu á sér stað fækkun og stækkun eininga um þessar mundir, bæði stækkun kúa- búa, mjólkursamlaga og fyrir- tækja. Stærsta fyrirtæki á mjólkur- markaðnum um þessar mundir er „Dairy Farmers of America", þ.e. „Bandarískir mjólkurbændur" en það er til orðið við sameiningu fjölda minni fyrirtækja og tekur ár- lega á móti 15 milljón tonnum af mjólk (sem er um 150 föld fram- leiðsla hér á landi). ESB. Bandaríkin, Kanada og Nýja-Sjáland og Astralía eru stór- tækust í framleiðslu og úrvinnslu mjólkur í heiminum, með 50% framleiðslunnar og 75% af heims- markaði fyrir mjólkurvörur. Stærðarhlutföll milli þessara landa og svæða hafa þó verið að breytast síðasta áratug. Þannig hafa Ástralía og Nýja-Sjáland verið að auka hlut sinn í heimsviðskiptum úr 30% árið 1990 í 51% árið 1999. Þessi þróun hefur einkum orðið á kostnað ESB. En jafnframt á sér stað önnur þróun. „Ný“ lönd í mjólkurfram- leiðslu er einkum að finna í Asíu og Suður-Ameríku. Þar er verið að byggja upp stórar einingar, bæði í framleiðslu og úrvinnslu. í þessum löndum eru það bæði er- lendir fjárfestar og hið opinbera í þessum löndum sem eru að leggja fé í mjólkurframleiðslu og úr- vinnslu til að rnæta aukinni eftir- spum á heimamarkaði og í nálæg- um löndum. Argentína virðist ætla að láta til sín taka á heimsmark- aði, Brasilía stefnir í það að full- nægja eigin þörfum fyrir þessar vörur og Chile eykur útflutning sinn en flytur jafnframt inn mjólk- urvömr. Reiknað er með að þessi heimshluti lokist senn fyrir hefð- bundnum útflutningslöndum mjólkurvara. Sama þróun á sér stað í Asíu. I Indlandi hefur mjólkurframleiðsla aukist mikið á síðari árum og land- ið er farið að flytja út mjólkurduft. Þar er buffalamjólk 80% af fram- leiðslunni. Þá er vænst mikillar aukningar í mjólkurframleiðslu í Kína en nú er mjólkumeysla þar einungis 6 lítrar á mann á ári. (Bondebladet nr. 45/2000). 2 - FREYR 13-14/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.