Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 39

Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 39
Skýrsluhaldið í hrossarækt 2000 Þátttaka og umfang Nú við aldamót eru 127.441 ís- lensk fædd hross skráð í World- Feng sem er hin netvædda upp- runaættbók íslenska hestsins. A næstu árum mun þessi fjöldi aukast mikið þegar öll íslensk hross í ver- öldinni koma til með að eiga sér þar samastað. Fjöldi hrossarækt- enda sem taka þátt í skýrsluhaldinu er 2207 en síðan standa mun fleiri einstaklingar þar á bakvið eða alls 4359 manns. Arlega fá allir þessir hrossaræktendur sendar útskriftir yfir hrossaeign sína. A árinu 1999 voru samtals 12.254 fangfærslur skráðar, 4175 folöld bættust við (sjá 1. töflu) , 607 hryssur voru skráðar geldar frá stóðhesti og 103 höfðu misst fang. Þess ber þó að geta að mismunandi er staðið að skráningum á fangi ef ekkert folald fæðist. Örmerkingar færast sífellt í vöxt og nú eru 8071 örmerki skráð í gagnabankann. Til samanburðar eru frostmerkt hross 15.279 frá upphafi skráninga. A árinu bættust við gagnasafnið 1771 kynbóta- dómur sem er mikil aukning frá því á síðasta ári þegar þeir voru ein- ungis 1154. Árið 1999 voru flutt úr landi 1955 hross en árið 2000 urðu þau alls 1898. WorldFengur Allnokkur seinkun varð á út- sendingu skráningargagna í skýrsluhaldi hrossaræktarinnar fyr- ir árið 2000. Ástæðan var sú mikla bylting sem nú eru í gagnamálum hrossaræktarinnar þar sem verið er að taka í notkun nýtt alþjóðlegt skráningarkerfi fyrir íslensk hross auk gæða-skýrsluhalds. Allt þetta ár stóð yfir forritunarvinna við að skapa hið nýja umhverfi en einnig gríðarleg vinna við að færa öll gögn úr mörgum áttum úr gamla eftir Ágúst Sigurðsson, Guðlaugu Hreinsdóttur, og Hallveigu Fróðadóttur, Bænda- samstökum íslands umhverfinu yfir í hina netvæddu upprunaættbók íslenska hestsins - WorldFeng. Eins og búast má við þegar ráðist er í slík verkefni stand- ast tímaáætlanir ekki alltaf og það varð raunin hér. Á næstu misserum munu hrossaræktendur hins vegar verða áþreifanlega varir við þá byltingu sem hér er á ferðinni sem m.a. þýðir að sérhver þátttakandi í skýrsluhaldinu hefur þann mögu- leika að geta alfarið séð um viðhald sinna hrossaræktargagna að heim- an, með aðstoð netsins. Utfylling og póstsending útfylltra eyðublaða mun því heyra fortíðinni til hjá mörgum en auðvitað verður sú leið samt sem áður möguleg áfram. Ekki verður fjallað nánar um WorldFeng hér en vísað til greinar Jóns Baldurs Lorange hér á öðrum stað í blaðinu. Gæðastýring í hrossa- rækt - skýrsluhald Tilgangurinn með skýrsluhaldi í hrossarækt er fyrst og fremst að að- stoða hrossaræktendur við að halda á tryggan hátt utan um allar mikil- vægar upplýsingar um einstök hross í þeirra eigu og mynda á þann hátt gagnagrunn sem unnt er að vinna úr frekari upplýsingar sem síðan nýtast hverjum og einum við rækt- unarstarfið. Vel unnið skýrsluhald verður stöðugt mikilvægara þar sem kröfur um sönnun á réttmæti upplýsinga verða sífellt háværari meðal kaupenda íslenska hestsins. 1. tafla. Fjöldi skráðra folalda í WorldFeng eftir svæðum (fæðingarár 1999) Búnaðarsamband Skráð (svæði) folöld af heild A-vottað % A-vottað Suðurlands (25,80-88) 1704 41% 351 21% Vesturlands (35-38,45) 633 15% 150 24% Strandamanna (49) 27 1% 3 11% V.-Hún. (55) 318 8% 89 28% A.-Hún. (56) 269 6% 69 26% Skagf. (57,58) 697 17% 118 17% Eyjafj. (65) 215 5% 50 23% Þing. (66-67) 97 2% 26 27% Austurlands (75-76) 147 4% 50 34% A.-Skaft. (77) 68 2% 39 57% Allt landið 4175 100% 945 23% FREYR 13-14/2000 - 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.