Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2000, Side 38

Freyr - 15.12.2000, Side 38
WorldFeng (url) ásamt notenda- nafni og lykilorði til að geta farið að nota kerfið. Enginn tími hjá notendum fer í flóknar og tíma- frekar uppfærslur á forritinu og gögnunum, eða afritun gagna. WorldFengur er nýtt tölvukerfi sem byggir á tækni sem nýtir þá miklu byltingu í samskiptum, sem netið er býður upp á. Nýrri tækni fylgja þó ýmsir barnasjúkdómar sem ráða þarf bót á. Vonandi gera þeir ekki vart við sig í ríkum mæli en mikilvægt er að að notendur sýni þessu skilning og þolinmæði á bernskuárum WorldFengs. Samstarf Bændasamtaka Islands og FEIF hefur gengið vonum fram- ar. Fyrsta áfanga á langri leið var náð með undirskrift umfangsmikils samnings um verkefnið síðastliðið sumar. Að samningnum vann skýrsluhaldsnefnd FEIF (FEIF Registration group) en í henni voru Clive Philips, þáverandi formaður nefndarinnar, Jens Otto Veje, rækt- unarleiðtogi FEIF, Lutz Lesener, fulltrúi Þýskalands, Ágúst Sigurðs- son, hrossaræktarráðunautur BI, og undirritaður. Fundir hafa verið haldnir í Skotlandi, Danmörku og íslandi í nefndinni. Á haustmánuð- um var skýrsluhaldsnefndin endur- skipuð og skipa hana nú: Kati Ahola frá Finnlandi, formaður, Reinhard Loidl, frá Austurríki, Ágúst Sigurðsson og undirritaður frá íslandi. Einnig hefur Clive Philips verið boðið að starfa áfram nteð nefndinni, en hann vann ómet- anlegt starf sem lögfræðingur og við að sætta ólík sjónarmið við samningsgerðina milli BI og FEIF. Undanfarið og framundan eru prófanir á WorldFeng kerfinu. Skýrsluhaldsnefnd FEIF vinnur að þessu verki með okkur hjá Bænda- samtökunum og einnig prófunar- löndin Noregur og Sviss. Prófunin er tvíþætt; annars vegar á tölvu- kerfinu sjálfu og hins vegar á skýrsluhaldskerfinu. Síðari próf- unin gengur út að það að finna út hve miklar aðlaganir er nauð- synlegt að ráðast í til að unnt sé að taka inn gögn frá öðrum löndum en Islandi. Stór áfangi er þegar í höfn. Grunnur hefur verið lagður að sam- eiginlegum miðlægum gagna- grunni um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum. Þetta hefur bæði verið gert með smíði á öflugu og nútímalegu tölvukerfi á netinu, en ekki síður með árangursríku og víðtæku samstarfi sem komið er á milli aðildarlanda FEIF og Bænda- samtaka Islands. Mikil áhugi er á verkefninu hver sem borið er niður og það er mikilvægt að okkur takist að vinna vel úr þeim úrlausnarefn- um sem eru framundan. Erfðabreytt sojamjöl í stað kjöt- og beinamjöls í ESB Eins og kunnugt er hefur ESB bannað notkun kjöt- og beinamjöls í fóðri til að vama útbreiðslu kúariðu á sambandssvæðinu. Við það kom upp annað vandamál sem er að nota þarf einhvem annan próteingjafa í fóðrið. Til skamms tíma verður það mál ekki leyst á annan hátt en að flytja inn sojamjöl frá Bandaríkjun- um. Það kostar mikið, auk þess sem vart er um að ræða að flytja inn ann- að en erfðabreytt sojamjöl. Hingað til hafa í Þýskalandi einu verið framleidd árlega um 650 þúsund tonn árlega af beinamjöli. Það hefur jöfnum höndum verið flutt út eða notað í svína- og ali- fuglafóður. Á Evrópumarkaði hefur verð á sojamjöli og skyldum fóðurefnum hækkað verulega að undanfömu. Sama gildir um Chicago markað- inn í Bandaríkjunum og markað fyrir fóðurertur í Kanada. Svínabændur á meginlandinu vara nú neytendur og samtök þeirra við að þessi innflutningur geti leitt til þess að á markaðinn komi erfðabreytt matvæli. ESB hefur þegar keypt 500 þús- und tonn af sojabaunum frá Bandaríkjunum og Suður-Amer- íku. í Bandaríkjunum em erfða- breyttar sojabaunir ræktaðar á 16 milljón hekturum lands, sem er rúmlega helmingur allrar sojarækt- ar þar í landi og í Argentínu eru 80% sojaframleiðslunnar erfða- breytt. Brasilía hefur hins vegar sett sér það takmark að rækta ekki erfðabreyttar sojabaunir en nokkur misbrestur er á því í suðurhluta landsins, þar sem útsæði er smyglað inn frá Argentínu. Neytendur í Þýskalandi eru mjög andsnúnir erfðabreyttum matvælum og samtök þeirra hafa þegar varað við þessum innflutn- ingi. Komi hins vegar í ljós að bú- fé sé fóðrað með erfðabreyttu fóðri má búast við því að kjötneysla dragist enn frekar saman til við- bótar við þann samdrátt sem kúa- riðan hefur valdið. (Landsbygdens Folk nr. 50/2000). Tollfrelsi fátækra land í ESB Tekist er nú á um það í embætt- ismannaráði ESB hvort veita eigi fátækustu löndum heims tollfrjáls- an aðgang að mörkuðum sam- bandsins. Kannað hefur verið hverjar yrðu afleiðingar þess og kemur þá í ljós að það muni kosta ESB 1,4 milljarðar evra (eða um 110 milljarða ísl.kr.) árlega að leggja niður innflutningstolla á hrísgrjónum og sykri. Bændur innan ESB fá nú meira en tvöfalt heimsmarkaðsverð fyrir hrísgrjón og sykur sem þeir framleiða. (Bondebladet nr. 1/2001). 38 - FREYR 13-14/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.