Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 5

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 5
aukið fjármagn rennur beint til bænda. Frá og með 2003 fer gæða- stýring síðan að flytja fjármagn milli búa, frá búum án gæðastýr- ingar og þeim sem eru með litla framleiðslu á ærgildi, vegna fram- leiðslutengingar. I dæmunum, sem tekin eru í töflunni, eru það þó að- eins þau bú sem fá ekki viðurkenn- ingu á gæðastýringu, sem eru með lægri tekjur af beingreiðslum í lok samningstímans en á árinu 2000. Niðurstaðan í töflunni er að sjálf- sögðu háð þeim forsendum sem gefnar eru. Þær undirstrika þó að í þessum nýja samningi hefur bónd- inn sjálfur mikil áhrif á tekjur af beingreiðslum, bæði með því að taka upp gæðastýringu og fá greiðslur vegna gæðastýringar og með ákvörðunum um framleiðslu- magn. Þannig lækka heildar bein- greiðslur til búa sem eru með litla framleiðslu á móti hverju ærgildi í greiðslumarki frá og með árinu 2003 en heildar beingreiðslur til búa með mikla framleiðslu á ær- gildi aukast. Til frekari skýringar á þessu má taka dæmi af Báru og Evu og sýna hvemig samsetning á beingreiðsl- um til þeirra breytist á samnings- tímanum, sjá töflu 2. Aðilaskipti að greiðslumarki verða heimiluð í síðasta lagi frá og með 1. janúar 2004. Eflaust standa margir á ráslínunni tilbúnir í kapp- hlaup um það greiðslumark sem verður þá til sölu. Ljóst er að fram- boð fyrst í stað verður lítið. Áður en spretturinn er tekinn er því rétt að draga andann djúpt og spyrja hvað er verið að kaupa og hvað má borga fyrir það. Nýi samningurinn dregur skipulega úr verðgildi greiðslumarksins en býður þess í stað aðra samsetningu á tekjum hvers bús. Fyrir þá, sem eiga rétt á jöfnunargreiðslum, er rétt að skoða hvort skilyrði um 18,2 kg fram- leiðslu eftir ærgildi greiðslumarks verði uppfyllt. Þá þarf að skoða vel þróun í framleiðslu og framleiðslu- spár þar sem framleiðsluaukning án þess að kaupa greiðslumark, getur Tafla 2. Uppruni tekna af beingreiðslum, hlutfallsleg skipting Ár 2001 2003 2005 2007 Bára: Beingreiðslur Álagsgreiðslur Gæðastýringargreiðslur Jöfnunargreiðslur 95,36% 4,64% 15,75% 84,25% 19,91% 80,09% 24,15% 75,85% Eva: Beingreiðslur 85,18% 69,99% 65,50% 60,60% Álagsgreiðslur 5,52% Gæðastýringargreiðslur 21,28% 25,84% 30,87% Jöfnunargreiðslur 9,29% 8,73% 8,66% 8,53% verið raunhæfur valkostur. Kaup á greiðslumarki geta hins vegar boð- ið upp á þann möguleika að fara í 0,7 reglu með óbreyttri/lítt breyttri framleiðslu. Fyrir marga er það ef- laust áhugaverðasta sjónarhomið. Að öðru leyti fela kaup á greiðslu- marki ekki annað í sér en kaup á „framvirkum samningum“ við ríkið um tilteknar innborganir út árið 2007 (sem fara lækkandi á ærgildi) og ber að meta í ljósi þess. Molar Ný staða í alþjóða- viðskiptum með kjöt Mörg lönd, sem keypt hafa kjöt frá löndum ESB, hafa tímabundið hætt þeim viðskiptum vegna gin- og klaufaveikifaraldursins og kúa- riðunnar sem heijar á Evrópu. Þar með hafa alþjóðleg viðskipti með kjöt tekið mikium breytingum. ESB lætur mikið að sér kveða á heimsmarkaði fyrir kjöt. Síðustu ár hafa 10-15% af nautakjöti og 50% af svínakjöti á heimsmarkaði komið frá löndum þess. Árið 2000 flutti ESB út 1,53 milljón tonn af svínakjöti og 650 þúsund tonn af nautakjöti. ESB er stærsti útflytjandi nautakjöts, á eftir Ástralíu og Bandaríkjunum, en jafnfætis Brasilíu. Um þessar mundir em 73% af er- lendum mörkuðum ESB fyrir svína- kjöt lokaðir vegna gin- og klaufa- veikinnar. Þar vega mest lokanir á Rússlands- og Japansmörkuðum. Staðan í útflutningi ESB á nauta- kjöti er enn verri. Þar eru nú 94% markaðanna lokaðir af sömu ástæðu en fyrir voru 50% markaðanna lok- aðir vegna kúariðunnar, þar á meðal Egyptaland sem lengi hefur keypt mikið af nautakjöti frá löndum ESB. Ljóst er að yfirstjórn ESB stendur frammi fyrir erfiðu við- fangsefni sem er að bæta bændum sambandsins skaðann og jafn- framt að endurskoða framleiðslu- og viðskiptahætti í búvörufram- leiðslunni í löndum sambandsins. (Intemationella Perspektiv nr. 13/2001 og Landsbygdens Folk nr. 10/2001). Hampræktun í Svíþjóð Allt bendir til þess að ræktun hamps til iðnaðamota verði leyfð í Svíþjóð frá og með vorinu. Þar með lætur Svíþjóð undan reglu- gerðum ESB. Sænski lyfjaiðnað- urinn vildi banna þessa ræktun þar sem hér er um sömu jurt að ræða og hass og marijuana er unnið úr. Lyfjaiðnaðurinn hefur nú gefið eftir og telur að hann hafi ekki bol- magn til að banna ræktun á jurt sem ESB veitir ræktunarstyrk út á. (Bondebladet nr. 12/2001 eftir Sydsvenska Dagbladet). FR6VR 6-7/2001 - 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.