Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 20

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 20
Úr skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna árið 1999 Undirstaða skýrsluhalds- ins fyrir allt ræktunar- starf í sauðfjárrækt er löngu viðurkennd. Kyn- bætur fyrir flesta af mikilvægustu eiginleikunum í suðfjárræktinni verða ekki unnar nema með því að samþætta á sem réttastan hátt upp- lýsingar um einstaklinginn sjálfan og skylda gripi, foreldra og eldri áa, systkini og afkvæmi. Skýrslu- hald sauðfjárræktarinnar er byggt upp til að mæta þessu hlutverki. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst að upplýsingaöflun, eins og skýrsluhaldið veitir, er einn af grunnþáttunr sem þarf að vera til til að byggja upp góðan rekstur á sauðfjárbúi. Þau sjónarmið hafa fengið ákveðna viðurkenningu í nýjum búvörusamningi búgreinar- innar þar sem áhersla er lögð á gæðastjómun. í þessari grein er gefið yfirlit um nokkrar af helstu niðurstöðum úr skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna fyrir árið 1999. Þetta er gert með hefðbundinni framsetningu að yfir- lögðu ráði vegna þess að veigamik- ið hlutverk þessara greina er að vera heimild um þessar niðurstöð- ur. Til að þjóna hlutverki sínu í því samhengi skiptir miklu máli að framsetning á niðurstöðum sé lík frá ári til árs þannig að þeir sem þurfa að mynda sér yfirlit um þróun fleiri ára geti verið fljótir að finna sambærilegar niðurstöður. Þær niðurstöður sem hér er verið að gera grein fyrir lágu í stórum dráttum fyrir meira enn einu ári. Þá var meginþorri skýrsluhaldara bú- inn að skila gögnum sínum til upp- gjörs. Hins vegar er yfirleitt mjög þungt fyrir fæti með skil á síðustu 4-5% af skýrslunum og staðan sú að enn eru nokkur bú frá haustinu 1999 en ókomin í uppgjör, sem Jón Viðar Jónmundsson, Bænda- samtökum íslands samt er vitað að munu skila skýrsl- um fyrir þetta ár til uppgjörs. Ástæða er hins vegar til að benda á það að nú er farið að birta ýmsar af þeim niðurstöðum sem hér eru kynntar á Netinu jafnskjótt og nið- urstöður liggja fyrir þannig að áhugafólk þar um getur haft aðgang að þessum upplýsingum á þann hátt mun fyrr en áður. Sífellt fleiri skýrsluhaldarar velja þann kost að færa skýrsluhald sitt á tölvutæku formi með forritinu Fjár- vísi. í þeim efnum hefur verið ákaf- lega ánægjuleg þróun. Láta mun nærri að um 40% af skýrslunum vegna ársins 1999 hafi borist á þann hátt til uppgjörs. Að jafnaði eru það stærri búin sem hafa valið þennan kost til að færa skýrslumar þannig að hlutfall skýrsluhaldara er öllu lægra. Nú er farið að vinna að heildarendurskoðun á skýrslu- haldskerfi sauðfjárræktarinnar, m.a. í tengslum við gæðastýringar- þátt búvörusamningsins. Sú upp- bygging mun taka mið af þeim möguleikum að hver og einn skýrsluhaldari geti í framtíðinni fært skýrsluhald sitt á rafrænan hátt um Netið. Þannig skapast honurn um leið stórauknir möguleikar til nýtingar á skráðum upplýsingum og að kalla til sín margháttaðar úr- vinnslur á eigin gögnum. Helstu niðurstöðutölur úr upp- gjöri fyrir einstök fjárræktarfélög er að finna í töflu 1. Hún er sett upp á sama hátt og á síðasta ári. Þarna vantar einn mjög stóran þátt úr uppgjörinu sem eru niðurstöður úr kjötmatinu. Um þær er fjallað í sér- stakri grein á öðrum stað í blaðinu. Með nýja kjötmatinu, sem farið var að vinna eftir haustið 1998, fengust það veigamiklar upplýsingar fyrir ræktunarstarfið að ástæða er til að gera þeim niðurstöðum miklu ítar- legri skil en öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu. Félögin, sem fram koma í töfl- unni, eru einu færri en þar voru árið 1998 og er það sökum þess að eng- ar skýrslur bárust fyrir haustið 1999 um fullorðnar ær þaðan en veturgamlar ær voru skýrslufærðar, þannig að sömu félög öll skiluðu skýrslum. Þá hafa tvö félög skipt um nafn, Sf. Grímsnesinga sem nú ber nafnið Sf. Barmur, en nýju lífi hefur verið blásið í þetta félag og starfssvæði þess stækkað verulega þannig að það nær nú auk Gríms- nessins einnig til Grafnings og Ölf- ushrepps. Þess má vænta að skýrslufærðu fé stórfjölgi í þessu félagi á næstu árum. Einnig hefur starfssvæði félagsins í Mjóafirði verið stækkað og heitir það nú Sf. Mjóa- og Seyðisfjarðar. Skýrslur voru í uppgjöri frá 1009 (989) aðilum fyrir fullorðnar ær. Alls staðar í greininni, þar sem svigatölur eru sýndar, eru það hlið- stæðar tölur frá árinu 1998 sem þarna eru birtar til samanburðar. I fyrsta skipti nokkuð á annan áratug eru skýrslur frá fleiri en þúsund að- ilum í uppgjöri. Skýrslufærðum ám fjölgar verulega. Fullorðnu æmar voru 169.233 (155.362) og þærvet- urgömlu 39.035 (35.840) eða sam- tals 208.268 (191.202) ær. Aukn- ingin á milli ára er því tæp 9% sem verður að teljast mjög mikið og ákaflega ánægjuleg þróun. Það sem vekur nokkra furðu er að aukningin í skýrsluhaldinu kemur ekki á síður 20 - pR€YR 6-7/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.