Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 11
Vinnuhagræðing
í sauðfjárrækt
Inngangur
„Vinnan göfgar manninn“ er
stundum sagt og víst er að mikill
sannleikur er í því. Það breytir því
þó ekki að það getur líka verið
göfgandi að hagræða verkum þann-
ig að þau vinnist hraðar og betur en
áður. I sauðfjárrækt, eins og öðrum
atvinnugreinum, þarf að huga að
þessu. Samkeppnisgreinamar, ekki
síst svína- og kjúklingarækt byggja
á töluverðri iðnvæðingu, enda er
þar krafan um sem mesta framlegð
á vinnustund mjög ofarlega á blaði.
Sauðfjárræktin mun aldrei feta al-
gerlega í þau spor þar sem hún
byggir á margan hátt á öðrum lög-
málum, s.s. varðandi fóðumotkun,
landþörf og fleira. Það er hins veg-
ar engin afsökun fyrir því að leita
ekki uppi þau atriði sem laga má í
rekstri sauðfjárbúa, hvort sem þau
varða vinnuþáttinn eða aðra mikil-
væga þætti.
Vinnuþörf á sauðfjárbúum
Vinnuskýrslur bænda, sem unnið
er úr á vegum Hagþjónustu land-
búnaðarins (HÞL), gefa yfirlit um
heildarvinnuna á tilteknu úrtaki
sauðfjárbúa, en sundurliðun er til-
tölulega lítil. Vinnurannsóknir
Grétars Einarssonar (1976, 1978)
gefa hins vegar mikilvægar upplýs-
ingar um vinnu við vetrarhirðingu
og sauðburð. Einnig hafa verið
gerðar ýmsar athuganir á afköstum
búvéla og vinnuþörf við heyskap á
vegum bútæknideildar RALA. Að
öðru leyti eru upplýsingar um
vinnuþörf við einstök búsverk á
sauðfjárbúum af skomum skammti.
Vinnuskýrslur HÞL fyrir sauð-
fjárbú árin 1997-1999 sýna að
meðaltali eftirfarandi vinnumagn
fyrir helstu vinnuliði á sauðfjárbú-
um: sauðfé 2180 v.st., tún/engi 526
v.st., viðhald 759 v.st., viðhald véla
Jóhannes Sveinbjörnsson,
sérfræðingur,
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
129 vst., grœnfóður 3 v.st., nýrœkt
7 v.st., ný útihús 108 v.st., ýmislegt
48 v.st. Þetta em þeir liðir í skýrsl-
unum, sem séð verður að komi
sauðfjárbúskapnum við að meira
eða minna leyti, og samtals em
þetta 3759 vinnustundir á ári. Að
ineðaltali vom 304 vetrarfóðraðar
kindur á þessum búum, sem vom
7-8 talsins þessi ár, og meðaltúns-
tærð um 33 ha. Heildarvinnan á
hverja ásetta kind skv. vinnuskýrsl-
unum er rúmar 12 klst á ári.
Meðalbúið í búreikningum 1999
var svipað að stærð og vinnu-
skýrslubúin, eða með um 316 vetr-
arfóðraðar kindur að meðaltali. Bú-
reikningabúin skiluðu um 634 þús-
und krónum upp í laun eigenda að
meðaltali. Greidd laun voru að
meðaltali 143 þús. krónur, svo
segja má að heildarlaunagreiðslu-
getan hafi verið 777 þús. krónur. Sé
þeirri upphæð deilt niður á 3759
vinnustundir fæst út tímakaup upp
á 207 krónur! Það er ekki beinlínis
neitt til að hrópa húrra fyrir. Það
skal þó strax fullyrt að víða er út-
koman miklu betri heldur en þessi
meðaltöl gefa til kynna. Flestir ættu
þó að vera sammála um það að
tímakaupið við sauðfjárrækt þarf
að hækka. í því efni em þrjár leiðir:
(1) að auka tekjurnar; (2) að
minnka vinnuna; (3) að minnka
annan kostnað.
Nú sýnist auðvitað sitt hverjum,
en það er tilfinning höfundar að al-
mennt haft bændur náð bestum ár-
angri í að minnka kostnaðinn.
Margir hafa líka náð að auka tekj-
umar býsna mikið með auknum af-
urðum eftir hverja kind. Árangur
manna og viðleitni við að minnka
vinnuna virðist hins vegar afar mis-
munandi þó að víða hafi töluvert
verið að gert.
Aftur að vinnuskýrslunum. Áður
en stærsti vinnuliðurinn, sauðfé,
verður skoðaður nánar er rétt að
víkja aðeins að hinum liðunum.
Vinnuliðurinn tún/engi er samtals
um þriggja mannmánuða vinna.
Þetta er örugglega sá liður á sauð-
fjárbúunum þar sem mest hefur
dregið úr vinnuþörf á undanförnum
áratugum. Daði Már Kristófersson
og Bjarni Guðmundsson (1998)
gerðu grein fyrir athugun er gerð
var á 23 búum á vinnu- og véla-
kostnaði við heyskap. Meðalvéla-
vinna við heyskap reyndist þar 6,9
klst/ha við rúlluheyskap, 7,5 klst/ha
fyrir laust þurrhey, 7,7 klst/ha við
smábaggaheyskap og 9,0 klst/ha
fyrir „hefðbundið" vothey. Þó svo
afköstin við rúlluheyskapinn hafi
þama reynst mest þá var munurinn
kannski minni heldur en margir
hefðu haldið. Atriði, sem vegur þó
þungt þar, er að um þriðjungur
vinnunnar við rúlluheyskap er
heimakstur á rúllum, en það er ver-
kliður sem má í flestum tilvikum
vinna þá daga sem ekki viðrar til
heyþurrkunar. Það er því líklega
fremur sveigjanleikinn heldur en
afköstin sem hafa ráðið mestu um
það hve rúllutæknin er orðin út-
breidd. Ef ályktað er út frá þessu að
meðalvinna á hektara við heyskap
sé um 8 klst., þá ætti vinna við hey-
skap á meðalbúinu í vinnuskýrslum
að vera 8x33 eða 264 klst. sem er
rétt um helmingur þeirrar vinnu
sem er skráð á tún/engi. Dreifíng á
búfjáráburði og tilbúnum áburði,
ávinnsla og fleiri verk fylla þá
FR6VR 6-7/2001 - 11