Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 33

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 33
Gylfi 99-432 á Kambi f Reykhólasveit. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). þéttholda og ræktarlegir einstaklingar. í Vesturbyggð stóð efstur Lækur 99-108 á Vaðli, hann er frekar smágerður en jafnvaxinn og harðholda. Til muna vænni en einnig vel gerð- ir voru þeir Skrámur 99- 106 og Glámur 99-105 á Vaðli. Þá voru Sturli 99- 143 á Krossi og Skalli 99-085 á Hamri báðir með ákaflega breitt bak og vel lagaðan og þykkan bakvöðva. ísafjarðarsýslur Talsvert færri hrútar voru sýndir á þessu svæði en haustið 1999 eða 75 nú og voru þrír þeirra í hópi eldri en veturgam- alla hrúta. Veturgömlu hrútamir voru prýðilega vænir eða 82,3 kg að jafnaði. Flokkun var einnig ágæt því að 65 (90%) þeirra fengu I. verðlaun Af hymdum hrútum í ísafjarðarbæ skal fremst- an telja Geira 99-020 á Auðkúlu undan Mjaldri 93-985. Geiri er ágætlega vænn og jafnvaxinn hrút- ur með feikimikil mala- og lærahold. Stúfur á Vöðlum er einnig mjög vel gerður með mikil bak- og lærahold. Hann er frá Kirkjubóli í Valþjófsdal. Einnig má nefna Jón 99- 010 á Hólum, frá Lok- inhömmm, og Stórólf 99- 577 á Hóli sem er sonur Bjarts 93-800. Bestu koll- óttu hrútamir vom 99-133 á Kirkjubóli í Dýrafirði undan Kóp 95-825, vel gerður hrútur með mikil bak- og lærahold. Prúður 99-103 á Hólum, frá Miðbæ, og Hrollur 99- 406 á Kirkjubóli í Valþjófsdal eru báðir prýðisvelgerðir hrútar og ákaflega útlögumiklir. í Bolungarvík vöktu sérstaka athygli tveir kollóttir hrútar í Minni- Hlíð, hálfbræður undan Stygg 98-507 frá Smá- hömmm, það voru þeir Fannar 99-511, jafnvax- inn með mikil bak og lærahold og Jökull 99- 512 sem svipar mjög til bróður síns en er léttari og ekki með alveg eins mikil lærahold en báðir virðast erfa þykkan bak- vöðva föður síns. Strandasýsla Nokkru færri hrútar voru sýndir í sýslunni nú en haustið áður eða 207 samtals og af þeim níu úr hópi eldri hrúta. Vetur- gömlu hrútamir komu fá- dæma vel úr sumarhög- um, voru 85,5 kg að með- altali eða vænni en í nokkru öðm héraði. Af veturgömlu hrútunum voru 177 (89%) sem fengu I. verðlaun, þannig að flokkun þeirra var betri en árið áður. í Árneshreppi voru hrútar jafnir og margir vel gerðir en fáir sem vemlega skömð fram úr sem einstaklingar. Hörvi 99-091 á Melum I bar af hrútunum sem einstakl- ingur. Þetta er einkar fönguleg kind á velli, samanrekinn og fastur í holdum með mikla og hvíta ull. Þessi glæsihrút- ur var fluttur til nota á sæðingarstöð þar sem hann hefur nú númerið 99-856. Hörvi er sonur Spaks 98-060, sem var talinn bestur hrúta norður þar árið áður. Tónn 99- 092 á sama búi er einnig mjög föngulegur hrútur og vel gerður en hann er sonur Punkts 99-061. í Kaldrananeshreppi voru aðeins sýndir 12 veturgamlir hrútar enda hefur sauðfjárræktin dregist þar mjög saman. Álitlegasti hrútahópurinn þar var á Klúku, en 99- 712 sonur Hvíts 94-182 og Ljúfur 99-019, sonur Skota 97-015, voru báðir mjög föngulegar holda- kindur, með ágæt læri og vel hvíta ull. Bassastaða- hrútamir voru ræktarleg- ar kindur, en oft hefur verið meiri glans yfir hrútum þar á bæ. Hrútur nr. 99-647 í Odda var vel gerð holdakind. í Hólmavíkurhreppi voru það Hafnardalshrút- amir 5 sem báru af, en þeir voru hver öðrum betri. Reynir í Hafnardal er einn þeirra manna sem hefur lag á því að fóðra lambhrútana þannig að þeir sýni allt sem í þeim býr. Hrókur 99-501 und- an Riddara 95-530 er yf- irburða kind, holdgróinn á baki, mölum og í lær- um. Hrútarnir frá Bassa- stöðum, Boði 99-506, sonur Boða 97-310 og Garpur 99-505, sonur Netts 97-311, og Dreki 99-504 frá Neðri-Gufu- Keli 99-047 íÁrbæ í Reykhólasveit.. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). f R6VR 6-7/2001 - 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.