Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 60
Lambhrútur nr. 1031 á Staðarbakka ÍHörgárdat.
Samband eiginleika
í ómsjármælingum
Á myndum er sýnt samband ein-
stakra þátta í ómsjármælingunum,
þykkt vöðva, fituþykkt og lögun
vöðva, hjá afkvæmahópum undan
stöðvarhrútunum fyrir annars vegar
hrútlömb og hins vegar gimbrar
undan þeim. Þama má sjá að fyrir
alla þessa þætti er þetta samræmi
mikið. Einstaka frávik má að sjálf-
sögðu sjá. Sum þeirra byggja á með-
altölum, sem byggja á tiltölulega
fáum lömbum, og meðaltalið í sam-
ræmi við það ekki mjög nákvæmt.
Greinilegt er að fyrir mæliþætti þá
er samræmið rninna fyrir mælingar
á fituþykkt. Það er í fullu samræmi
við þá niðurstöðu sem vel er þekkt
að nákvæmni þeirrar mælingar er
verulega minna en mælingarinnar á
vöðvaþykkt. Ánægjulegt er að sjá
tiltölulega mikið samræmi í mati á
lögun bakvöðvans hjá hrútunum og
gimbrunum. Það styður það að slíkt
mat sé verðmætur viðbótarþáttur í
upplýsingaöflun. Þegar skoðað er
samband á milli lögunar og fitu-
þykktar reynist það ekki mikið en
það, sem má greina, er neikvætt
þannig að eftir því sem ómfita verð-
ur meiri er einnig viss tilhneiging til
að lögun verði slakari.
Samband lögunar og þykktar
vöðva er hins vegar jákvætt, þannig
(Ljósm. Ólafur G. Vagnsson).
að að öðru jöfnu er algengara að
saman fari þykkur og vel lagaður
vöðvi en öfugt. Þá er það jákvæð
niðurstaða að sjá í hópi þessara
hrúta að samhengi vöðva- og fitu-
þykktar er neikvætt. Það er feiki-
lega mikilvægt að inn á stöðvamar
náist að veljast hrútar þar sem sam-
an fer þykkur vöðvi og þunn fita.
Það er þekkt úr kjötmatinu að þar
er almennt neikvætt samband á
milli flokkunar fyrir fitu og gerð,
þannig að þar fer saman góð gerð
en full mikil fita. Vísbendingar um
að þetta komi hins vegar ekki fram
í ómsjármælingum fyrir lömb und-
an stöðvarhrútunum er því mjög já-
kvætt. Einn þáttur enn, sem fram
kemur í samanburði á tölum fyrir
afkvæmahópa sem rétt er að benda
á, er að yfirburðir hymdu hrútanna
umfram þá kollóttu í þykkt bak-
vöðva virðast ívíð minni í gimbrum
en hrútum og er hér vafalítið um
lífeðlisfræðilegan þroskamun að
ræða sem rétt er að gera sér grein
fyrir.
Afkvæmi hyrndu
stöðvarhrútanna
Af hyrndu hrútunum á stöðinni í
Borgarnesi, sem áður höfðu verið á
stöð, var langstærsti lambahópur-
inn undan Mola 93-986 og raunar
stærsti lambahópurinn í skoðun
undan einum hrút á landinu. Áfram
sýndi hann yfirburði en alls ekki
jafn afgerandi og verið hafði und-
angengin tvö haust. Mjaldur 93-
985 átti einnig mjög stóran lamba-
hóp og komu hrútlömbin undan
honum mjög vel út eins og áður,
jafnvel ívíð betur í samanburði við
t.d Mola en áður hafði verið. Njóli
93-826 átti stóran hóp lamba og
mátti finna þar mörg verulega
kostamikil lömb. Undan Sunna 96-
830 var einnig stór lambahópur og
aðalsmerki þeirra er eins og áður
þykkur bakvöðvi. Aðrir hrútar sem
höfðu áður verið í notkun áttu
minni lambahópa sem einnig kvað
minna að.
Af hymdu hrútunum í Borgar-
nesi, sem nú áttu sinn fyrsta lamba-
hóp eftir sæðingar, var Prúður 94-
834 um margt óumdeildur sigur-
vegari. Undan honum kom mikið
af feikilega vel gerðum lömbum
þar sem framúrskarandi lærahold
vöktu sérstaka athygli en stórgölluð
ull spillti því miður of mörgum af
þessum lömbum. Feikilega stór
lambahópur var í skoðun undan
Aski 97-835. Margt af þessu vom
stórglæsileg lömb að gerð, en ollu
of mörg vonbrigðum vegna þess að
bakvöðvi var ekki eins þykkur og
æskilegt væri og of mörg þeirra
einnig of fitusækin. Serkur 07-936
átti einnig mjög stóran lambahóp
og þama fer vafalítið mikil framtíð-
arkind fyrir sæðingarstöðvamar því
að hjá afkvæmum hans má finna
umtalsverða kosti í þeim þáttum
sem snúa að kjötgæðum.
Af eldri stöðvarhrútum í Laugar-
dælum átti Stubbur 95-815 stærsta
lambahópinn. Um afkvæmi hans
má segja það sama og árið áður.
Mörg þeirra eru feikilega vel gerð
og stigast frábærlega vel, í ómsjár-
mælingum er hins vegar hvorki
þykkt bakvöðva né lögun í sam-
ræmi við þennan glæsileika. Bjálfi
95-802 var nú kominn í notkun á
Suðurlandi. Hann skilaði þar þykk-
um og vel löguðum bakvöðva hjá
afkvæmum. Kúnni 94-997 var eins
60 - FrCVR 6-7/2001