Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 61
Vöðvi hrútar-gimbrar 2000
Mynd 2. Samband á milli þykktar ómvöðva gimbra og hrúta undan sæðingar-
stöðvarhrútum haustið 2000.
Fita hrútar-gimbrar 2000
Mynd 3. Samband á milli fitu gimbra og hrúta undan sæðingarstöðvarhrútum
haustið 2000.
Lögun hrútar-gimbrar 2000
Mynd 4. Samband á milli lögunar bakvöðva gimbra og hrúta undan sæðingar-
stöðvarhrútum haustið 2000.
og áður að skila greinilegum yfir-
burðum í bakvöðvaþykkt hjá
gimbrum undan honum sem komu í
mælingu.
Tveir nýju hrútanna áttu lang-
stærstu lambahópana frá Laugar-
dælastöðinni þetta haustið, þeir
Massi 95-841 og Lækur 97-843.
Massi var að skila miklu af mjög
vel gerðum lömbum til stigunar, en
aðeins misjöfnum í þroska. I óm-
sjármælingum voru þessi lömb hins
vegar aðeins um meðaltal hymdu
hrútanna um þykkt bakvöðva og
sum aðeins of feit. Lækur 97-843
átti feikilega stóran hóp af stór-
glæsilegum lömbum. í ómsjármæl-
ingum komu synir hans einnig
prýðilega út eins og sjá má í töfl-
unni. Sónn 95-842 sýndi ótrúlega
yfirburði umfram alla stöðvarhrúta
í ómsjármælingum haustið 2000
eins og lesa má í töflunni. Stigun
lamba undan honum var hins vegar
mun lakari en hjá afkvæmum hinna
tveggja hrútanna sem að framan
eru nefndir. Einnig kom hann mun
lakar út með kjötmat en hinir hrút-
arnir í skipulegum samanburði
þeirra í afkvæmarannsóknum á
vegnum Bsb. Suðurlands. Ef til vill
er hann dæmi um einstakling sem
sýnir of einhliða yfirburði í aðeins
einum eiginleika.
Afkvæmi kollóttu hrútanna
Eins og oft áður voru aðeins fáir
af kollóttu hrútunum í Laugardæl-
um sem áttu það mörg afkvæmi í
skoðun um haustið að mynda mætti
sér einhverja skoðun um þau á þeim
grunni. Bassi 95-821 átti stærstan
hóp lamba. Margt af þeim voru
mjög vel gerð lömb og bakvöðva-
þykkt þeirra mældist meiri en áður
hefur verið að finna hjá afkvæmum
kollóttu hrútanna. Eir 96-840 kom í
fyrsta sinn með lömb eftir sæðingar.
Sá hópur gaf honum góðan
vitnisburð. Mikið var af stór-
glæsilegum hútsefnum undan hon-
um. Sveppur 94-807 átti einnig all-
stóran lambahóp. Þetta voru áber-
andi þroskamikil og vel gerð lömb,
en bakvöðvi hjá þeim er hins vegar
of þunnur eins og sjá má í töflunni.
Eldri kollamir, sem í notkun vom
í Borgamesi, stóðust í afkvæmum
sínum á engan hátt samanburð við
nýliðana. Þar féll sigurinn tvímæla-
laust í hlut hálfbræðranna frá Hey-
dalsá, Dals 97-839 og Klængs 97-
839. Báðir þessir hrútar vom að
skila miklu af vemlega glæsilegum
hrútsefnum þó að yfirburðir Dals
væru talsverðir og út frá þessari
fyrstu reynslu sýnist hann einhver
allra efnilegasti kollóttur hrútur
sem enn hefur komið til notkunar á
sæðingarstöðvunum.
PR6VR 6-7/2001 - 61