Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 48
eru þessir hrútar með
rúmlega 105 úr kjötmats-
hluta en nokkuð breyti-
legar niðurstöður þar sem
sumir þeirra falla á fitu í
matinu. Úr mati lifandi
lamba eru þeir nákvæm-
lega á meðaltali. Njóli
93-826 á þarna 12 syni
sem sýna jákvæða ntynd,
sérlega úr kjötmati þar
sem meðaltal þeirra er
109. Stór hópur af sonum
Galsa 93-963 fær þarna
sína prófun og þeir eru
mjög sterkir í ómsjárhlut-
anum, með 108 að jafn-
aði. Einnig á Sólon 93-
977 stóran sonahóp en
þeir koma aðeins með 91
og 93 að jafnaði. Synir
Búts 93-982 eru einnig
margir, þeir ná vart með-
altali úr kjötmatshluta en
fá 104 úr ómsjárhluta að
meðaltali. Mjaldur 93-
985 á feikimarga syni
sem fá mjög góða dóma
úr kjötmatshlutanum, 109
að jafnaði, en eru um
meðaltal úr dómi lifandi
lamba. Flesta syni á eins
og vænta má Moli 93-986
og þessir hrútar sýna
góða niðurstöðu, eru vel
yfir meðaltal um kjötmat
og með 108 að meðaltali
úr ómsjárhluta rannsókn-
ar.
Peli 94-810 á allmarga
syni sem sýna mjög
breytilega útkomu. Þá er
nokkuð stór hópur sona
Atrix 94-824. Hrútar
þessir sýna margir af-
bragðsniðurstöður úr
kjötmati með 111 að
meðaltali, en eru síðan
um meðaltal úr ómsjár-
hluta. Stór hópur af son-
um Möttuls 94-827 ligg-
ur nákvæmlega um með-
altal. Spónn 94-993 á
þama marga syni og gefa
sumir þeirra mjög góðar
niðurstöður úr kjötmati,
sérstaklega er fitumat oft
mjög hagstætt. Margir
synir Bjálfa 95-802 koma
þarna fram og eru að
jafnaði vel yfir meðaltal
um kjötmat, jafnframt því
sem þeir koma mjög vel
út úr mati lifandi lamba
með 108 að jafnaði.
Stubbur 95-815 á allstór-
an sonahóp og sýna þeir
einkenni föðurins nokkuð
glögg því að þeir eru að
meðaltali með 109 úr
kjötmatshluta en 97 úr
ómsjárhluta þar sem oft
skortir á bakvöðvaþykkt.
Sjö synir Kóps 95-825
eru í rannsókn, flestir í
Skagafirði. Þessir hrútar
sýna fádæma góða niður-
stöðu.
Hér á eftir verður vikið
að nokkrum athyglis-
verðum niðurstöðum frá
haustinu. I meginatriðum
er við það miðað að hrút-
ar hafi fengið 120 í heild-
areinkunn til að þeirra sé
getið. Um rannsóknir
vegna stöðvanna er nokk-
uð ítarlegar fjallað.
Vesturland
Eins og fram hefur
komið var umfang rann-
sókna á Vesturlandi all-
miklu minna en haustið
1999.
A Bjarteyjarsandi var
efstur hrúta Birkir 99-518
með 121 í heildareinkunn
en Birkir er undan Amor
94-814.
A Hamraendum voru
yfirburðir hjá Parti 98-
253 mjög skýrir en hann
fékk 127 í heildareink-
unn. A Brúarlandi stóð
Þráinn 99-022 langefstur
í samanburði sex hrúta,
með 125 í heildareink-
unn, en þessi hrútur er
fenginn í Haukatungu
syðri undan Bergi 97-
546.
Ein af rannsóknunum
vegna sæðingarstöðv-
anna var á Hjarðarfelli,
en þar voru heimahrútar í
prófun ásamt einum að-
fengnum hrút. Aðkomu-
hrúturinn, Styrmir 98-
503, var frá Eiríki
Helgasyni í Stykkishólmi
en fæddur í Tröðum í
Staðarsveit undan Spóni
94-993 og dóttursonur
Hnykks 91-958. Hann
kom þama, sá og sigraði,
var með 122 í heildar-
einkunn og nær jafn á
báðum þáttum rannsókn-
arinnar. Hann skilaði
þama mjög góðri gerð í
lömbum og var að fengn-
um niðurstöðum fluttur á
stöð þar sem hann hefur
nú númerið 98-852. f
heimahrútum var eins og
ætíð mikið af athyglis-
verðum kindum. Af hrút-
unum þar sýndi Gassi 99-
668, sem er sonur Mola
93-986, besta útkomu en
eins og undangengin
haust var frábært kjötmat
á dilkum undan Blæ 95-
610.
í Jörfa stóð efstur í
rannsókn Rósar 99-709
með 120 í einkunn en
hrútur þessi er sonur Am-
ors 94-814. í Haukatungu
komu fram tveir mjög
efnilegir synir Mola 93-
986, Kúði 99-508 var
með 122 í einkunn og Ty-
son 99-506 með 120 en
þessum hrútum er það
sameiginlegt að vera af-
komendur Álfs 90-973 í
móðurætt. Eins og tvö
undangengin haust skip-
uðu efstu sætin á Hofs-
stöðum Galsi 96-624
með 123 í einkunn og
Lagður 96-623 með 120 í
einkunn. Yfirburðir
þeirra nú voru jafnvel enn
skýrari en áður en þessir
hrútar eru undan Hörva
92-972 og Hnykk 91-
958. Á Bíldhóli stóð
langefstur Dropi 96-384
sem er sonur Gnýs 91-
967 en hann var með 123
í heildareinkunn í rann-
sókn þar sem hann var
mjög jafn á báðum
þáttum.
Á Dunki stóð efstur
Kolli 99-295 með 125 í
heildareinkunn þar sem
yfirburðir í kjötmati voru
mjög miklir. Hrútur þessi
er undan Reyk 95-307,
sem staðið hefur mjög vel
í rannsóknum haustin
1998 og 1999. Á Svarf-
Styrmir 98-503 Eiríks Helgasonar í Stykkishótmi.
48 - f R6VR 6-7/2001